Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Page 14

Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Page 14
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM lega framan af, eins og nánar er skýrt. frá í kaflanum um íbúðarhús. Yfirleitt var gefið upp rúmmál þeirra bygginga, sem skýrslur bárust um. Eins og fyrr er frá sagt, var það ráð tekið að fyila í stærstu eyðurnar með því að afla sérstaklega upplýsinga um byggingar vinnsluvera í þágu sjávarútvegsins. Án þess hefði vart verið hægt að koma saman viðun- andi tölum fyrir kauptúnin. Upplýsingar vantar þó um flest smáhýsi í kauptúnum eins og í kaupstöðum. Einnig má búast við, að eitthvað vanti af verzlunar- og skrifstofuhúsum, verkstæðum og smærri fisk- aðgerðarhúsum inn í töflur þessar. Um byggingu útihúsa i sveitum má segja eft- irfarandi: Engar tölur eru til um fjölda þeirra úti- húsa, sem reist hafa verið á timabilinu. Rúmmetrafjöldi votheyshlaða og þurrheys- hlaða, sem byggðar voru árin 1945—1948 er fenginn úr Búnaðarskýrslum hagstofunnar. Á sama hátt er rúmmetrafjöldi nýbyggðra safn- þróa, haughúsa og haugstæða fenginn fyrir þessi ár. Fjós, fjárhús og vélgeymslur hafa aldrei verið styrkhæfar byggingar og þvi erfitt að fá upplýsingar um byggingu þeirra fyrr á ár- um eða áður en Innflutningsskrifstofan tók að sér að safna slíkum skýrslum. Rúmmetrafjöldi fjósa, sem byggð voru árin 1945—1948, var áætlaður þannig, að gert var ráð fyrir, að byggt væri yfir helming naut- gripafjöigunarinnar óg reiknað með, að einn gripur þurfi 18 m3. Fjölguu Fjölgunxl8:2 nautgripa = m3 1945 ..... 837 7 542 1946 ....... 1 192 10 128 1947 ....... 2 279 20 520 1948 ....... 1 456 13 104 Reiknað er með, að endurnýjun, stækkun og bygging fjósa hafi ekki numið meiru en þessu á ári hverju, jafnvel þótt endanlega hafi verið byggt yfir alla fjölgunina. Má benda á, að árin 1951—1953 fjölgar nautgripum aðeins um 879, en byggt er yfir 4250 gripi. Skylt er og að geta þess, að stefna yfirvaldanna í fjár- festingar- og lánsfjármálum hefur að sjálfsögðu mikil áhrif bæði á heildarframkvæmdir í byggingarmálum sveitanna svo og tímaákvörð- un þeirra. Rúmmetrafjöldi fjárlnisa, sem byggð voru árin 1945—1951 er ágizkaður. Er hann látinn fara stighækkandi um 5 þús. m3 á ári frá 1945, þar sem byrjað er með 10 þús. m3 og endað í 40 þús. m3 árið 1951, enda eru 45 þús. m3 byggðir árið 1952. Rúmmetrafjöldi vélgeymsla er ágizkaður, og erfitt var að hafa nokkra viðmiðun, þrátt fyrir það að tala innfluttra tækja er þekkt. 4a. Byggingar í þágu sjávarútvegs í töflu 8 a—-d hefur verið revnt að gera grein fyrir byggingarstarfsemi i þágu sjávar- útvegsins á tímabilinu. Hraðfrystihús og síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjur hafa verið teknar sér. Ekki reyndist unnt að taka fiskþurrkun- arhús sér vegna takmarkaðra upplýsinga um þau. Vafalaust má reikna með, að eitthvað af hús- um vanti í þessar töflur. Sérstaklega á þetta við um afgangsflokkinn „aðrar byggingar", eins og áður hefur verið minnzt á. Vonandi gefa töflurnar þó sæmilega hugmynd um þann þátt, sem vinnslufyrirtæki sjávarútvegsins eiga í byggingarstarfseminni. Til þess að forðast misskilning skal það tekið fram, að kostnað- ur véla og tækja er ekki talinn með, en verð- gildi þeirra nemur oft jafnmiklu eða meiru en verðgildi húsanna. Ekki eru öll frystihúsin í töflunum eingöngu fiskfrystiliús. Mörg þeirra eru notuð bæði til fisk- og kjótfrystingar. Þó var forðazt að taka hrein kjötfrystihús inn í töflurnar, þegar upp- lýsingar voru fyrir hendi um það. 8

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.