Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 15
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR 1945—1955 5. Opinberar byggingar Til opinberra bygginga teljast í töflura þess- um eftirtaldar framkvæmdir: 1. Skólar. a. barnaskólar, gagnfræðaskólar, héraðs- skólar, lmsmæðraskólar, menntaskólar, íþróttaskólar, iðnskólar, dagheimili o. þ. h. b. íþróttahús. c. opinberar vísindastofnanir, söfn o.þ.h. 2. Sjúkrahús. a. sjúkrahús, heilsuhæli, fávitahæli o.þ.h. b. fangahús. 3. Félagsheimili. a. félagsheimili, þ. e. byggingar, sem njóta styrks úr félagsheimilasjóði, b. kirkjur, kapellur. c. sundlaugar, sundhallir. Ekki hefur þótt mögulegt að telja fram sér- staklega allav þær byggingarframkvæmdir, sem fram liafa farið á vegum rikis, bæjar- og sveitarfélaga og stofnana þeirra, þar sem erf- itt væri að gera það á tæmandi hátt vegna upplýsingaskorts. Þar af leiðandi eru ibúða- byggingar á vegum hins opinbera taldar með íbúðum í töflu II A—G, póst- og símahús eru talin með verzlunar- og skrifstofubyggingum, svo og allar skrifstofubyggingar opinberra að- ila. Framleiðslufyrirtæki á vegum opinberra aðila eru talin með öðrum framleiðslufyrir- tækjum. Flokkun opinberra bygginga á hina þrjá liði, skóla, sjúkrahús og félagsheimili, skal nánar skýrð. Ef undirflokkarnir liefðu verið settir i töflu- form sérstaklega, hefðu töflurnar orðið óhæfi- lega margar, enda oft fátt um byggingar innan hvers einstaks þeirra. íþróttahús eru hér talin með skólum vegna þess að mörg þeirra eru byggð í sambandi við skóla eða i þeim. Opin- berar visindastofnanir og söfn standa i eðli sínu nálægt skólum. Fangahús hafa hér verið talin með sjúkra- húsum, enda tæpast hægt að finna flokk, er nær þeim stendur. Kirkjur og kapellur eru i eðli sínu félags- heimili og teljast þvi hér til þeirra. Sama má segja um sundlaugar og sundhallir. Á tak- mörkum er, hvort hægt sé að telja sundlaugar til bygginga i þcim skilningi, sem lagður er i það orð i þessum töl'lum. En i fyrsta lagi er erfitt að aðskilja sundlaugar og sundhallir, og í öðru lagi eru sundlaugar oft meira og minna vfirbyggðar a. m. k. eru hjá þeim búningsklefar og oft yfirbyggð böð. Einnig hefur verið bvggt yfir fjölda sundlauga með tið og tima. Litlu er að bæta við það, sem sagt hefur verið þegar. Þó má segja, að tölurnar um fé- lagsheimili ættu að vera áreiðanlegar, þar sem íþróttafulltrúi hefur haldið góðar skýrslur um þau. Sama má segja um sundlaugar, sem einnig Iieyra undir liann. Lítið hefur verið bvggt af kirkjum og kapeilum, og er þar af leiðandi ekki erfitt að fylgjast með þeim. Sjúkrahús eru einnig fá og mjög auðvelt að fylgjast með byggingu hinna stærri þeirra. Skólarnir eru aftur á móti mjög margir, og bj'gging þeirra stendur oft yfir i mörg ár. Teknir voru hér í töflurnar þeir skólar, sem sæmilegra upplýs- inga var hægt að afla um, en aðrir skildir eftir til að forðast tvitalningu, ef fram verða taldir síðar til Innflutningsskrifstofunnar. Verið getur því, að einhverjar skólabyggingar komi ekki fram hér, þótt þær hefðu átt að gera það. Rúmmál þeirra opinberra bygeinga, sem hér eru taldar, má telja allnákvæmt enda fengið úr skýrslum og öðrum upplýsingum frá við- komandi opinberum aðilum. Skýringar á merkjum, sem notuð eru í töflunum táknar, að engum byggingum hafi verið lokið. ... táknar, að einhverjum byggingum hafi verið lokið, en nái ekki að vera hálf sú eining, sem notuð er í töflunum (þ. e. nái ekki að vera hækkuð upp í heila einingu). E.U. táknar, að engar upplýsingar séu fyrir hendi. 9

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.