Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Síða 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Síða 13
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR 1945—1955 á einstaka sveitabæjum, en lítið mun samt vera um þaS. Við áætlun fyrir árin 1945—1947 var stuðzt við lánveitingaskýrslur Búnaðarbank- ans. Fyrir árin 1948—1953 hefur heildarrúm- stærð byggðra ibúða á ári hverju verið áætluð út frá upplýsingum Fjárhagsráðs og Innflutn- ingsskrifstofunnar. Nákvæmari tölur voru til hjá Innflutningsskrifstofunni fyrir árin 1954 og 1955, og var að verulegu leyti stuðzt við þær. Meðalstærð ibúða í sveitum er hér áætluð 350 m3 fyrir árin 1945—1953, en 360 m3 fyrir árin 1954 og 1955. Þessar stærðir liafa svo verið notaðar til að ákvarða fjölda byggðra 4. Byg-gingar til Niðurröðun þessara taflna í hina fjóra flokka samkvæmt notkun bygginga er ekki alls kostar lieppileg í þeirri mynd, sem fram kemur hér. Að vísu virðist rétt að flokka saman i sér- stökum köflum: 1) Verzlunar- og skrifstofu- liús og 2) kvikmynda- og samkomuhús, þar með talin hótel, veitingahús o. þ. h. Aftur á móti er flokkurinn „verksmiðju- og iðnaðarhús“ töluvert ósamstæður, og svo er einnig um afgangsflokkinn „aðrar byggingar“. Áður en lengra er lialdið ber að geta þess, að flokkunin eins og hún er i töflunum, er til komin vegna formsins á allflestum heimild- unum. Má þar nefna skýrslur byggingarfull- trúa i mörgum kaupstöðum og kauptúnum á árunum 1945—1952. 1 flokknum „verksmiðju- og iðnaðarhús" eru taldar allar byggingar, sem gefin hafa ver- ið heitin „verksmiðjur“, „iðnaðarhús“, „verk- stæði“, „vinnustofur“, „fiskhús", „frystihús“, „aðgerðarhús", „fiskimjölsverksmiðjur", „fisk- þurrkunarhús“ o. þ. 1. Undantekning er þó á smærri vinnustofum í Reykjavík. Þær hafa verið settar i flokkinn „önnur hús“, enda að- greinir byggingarfulltrúi þær frá þeim stærri. Segja má, að betra hefði verið að liða þenn- an flokk meira i sundur, taka t. d. sér vinnslu- fyrirtæki landbúnaðar, vinnslufyrirtæki sjáv- arútvegs (sem reynt hefur verið að gera hér í samanþjöppuðu formi), verkstæði fyrir hand- iðnað, verksmiðjur fyrir vélaiðnað o. s. frv. Því miður er þetta ókleift nema að mjög íbúða, einnig árin 1954 og 1955. Þar sem tölur fyrir þessi tvö ár eru ekki i fullu samræmi við tölur Innflutningsskrifstofunnar, eru hennar tölur birtar hér til samanburðar. fc i Ibúðarhús i sveitum. Tölur Innflutningsskrifstofunnar. Fullger'ð Fjöldi Rúmstœrð Meðalrúmst. árið ibúða íbúða m3 ibúða m8 1954 .... 116 43 366 374 1955 .... 147 56 038 381 Nánari upplýsingar um áætlun íbúðabygg- inga i sveitum er að fá í 2. hefti þessa tíma- rits, marz 1956, bls. 38. atvinnurekstrar takmörkuðu leyti vegna ófullnægjandi upp- lýsinga í aðalheimildum. Þannig hafa einstaka byggingar farið yfir i flokkinn „önnur liús“ í staðinn fyrir „verksmiðju- og iðnaðarhús“ vegna ófullnægjandi skilgreiningar á notkun bygginga í sumum skýrslum. Að vísu er það mjög smávægilegt, sem vitað er um með vissu að víxlazt hafi þannig á milli þessara tveggja flokka, en búast má við, að fleiri slíkir brestir felist á bak við loðnar upplýsingar. Tölur um atvinnuhúsnæði í Reykjavík þurfa ekki nánari skýringa við fremur en tölurnar um íbúðarhúsin. Heimildir um kaupstaðina eru nokkuð ýtar- legar. Þó var stundum ekki getið um rúm- metrafjölda bygginga, en hins vegar gefið upp kostnaðarverð. Varð þá að deila áætluðum byggingarkostnaði á rúmmetra upp í kostnað- artöluna og láta útkomuna gilda sem rúm- metrafjölda bygginga’-innar. Þetta er áberandi árin 1945 og 1946. Árið 1945 eru aðeins um 20% af rúmmetratölunni i töflunni gefin upp af byggingarfulltrúum kaupstaðanna, en um 27% árið 1946. Frá 1947 gefa þeir nær alltaf upplýsingar um rúmmetra- fjölda bygginganna. Búast má við, að töluvert vanti af smáhýs-. um, sérstaklega bílskúrum, í töflur þessar, enda er svo enn i dag, að illa gengur að henda reiður á slíkum byggingum nema i Reykjavík. Byggingarskýrslur kauptúnanna bárust treg- 7

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.