Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 12
ÚR ÞJÓÐARBCSKAPNUM að með, að ekkert hafi verið byggt í Kópavogi árin 1945—1946. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um rúmmál íbúðarhúsa byggðra árið 1945 i kaupstöðum nema i Keflavik og Vestmannaeyjum. Á hinn bóginn er fyrir hendi sæmileg vitneskja um tölu íbúða. Rúmmálið 1945 var þvi áætlað á grundvelli meðalrúmmáls íbúða í kaupstöðum árin 1946—1952. c. Kauptún. Árin 1945—1952 eru eftirgreindir staðir taldir til kauptúna, en það eru kauptún með 300 íbúa og fleiri hinn 31. desember 1955: 1. Grindavík. 2. Sandgerði. 3. Njarðvíkur. 4. Seltjarnarnes. 5. Borgarnes. 6. Hellissandur. 7. Ólafsvik. 8. Stykkishólmur. 9. Patreksfjörður. 10. Bíldudalur. 11. Þingeyri. 12. Flateyri. 13. Suðureyri við Súgandafjörð. 14. Bolungarvik. 15. Hnífsdalur. 16. Hólmavík. 17. Hvammstangi. 18. Blönduós. 19. Skagaströnd. 20. Hofsós. 21. Dalvík. 22. Hrisey. 23. Glerárþorp. 24. Raufarhöfn. 25. Þórshöfn. 26. Vopnafjörður. 27. Eskifjörður. 28. Búðareyri i Reyðarfirði. 29. Búðir í Fáskrúðsfirði. 30. Djúpivogur. 31. Höfn í Hornafirði. 32. Vík í Mýrdal. 33. Stokkseyri. 34. Eyrarbakki. 35. Selfoss. 36. Hveragerði. 1) Sbr. Hagtíðindl, ágúst 1956, bls. 82. í yfirliti hagfræðideildar Landsbankans yfir byggingarstarfsemi árið 1953 i 2. hefti Fjár- málatíðinda 1954 eru 57 staðir taldir til kaup- túna, þar af' 36 til stærri kauptúna (300 ibúar og fleiri) og 21 til smærri. Frá öllum þessum stöðum nema fjórum bárust byggingarskýrslur. Byggingarframkvæmdir á öllurn þessum stöð- um eru taldar með kauptúnum árið 1953. Loks ber að geta þess, að Innflutningsskrifstofan hefur, í skýrslum fyrir 1954 og 1955, talið til kauptúna enn fleiri staði en að ofan getur. Eru byggingarframkvæmdir á þeim öllum að sjálf- sögðu teknar með kauptúnum árin 1954 og 1955. Á þessu sést, að ekki er fullkomið sam- ræmi í, hve margir staðir eru taldir til kaup- túna þessi ár. Upplýsingar um byggingarframkvæmdir í smærri kauptúnum voru alls ekki til fyrir árin 1945—1952 og aðeins að óverulegu leyti í stærri kauptúnum árin 1945—1947. Aðeins eitt kauptún, Patreksfjörður, sendi byggingar- skýrslur til hagfræðideildar Landsbankans fyrir árið 1946. Þar sem árið 1945 og sérstak- lega árið 1946 eru mikil byggingarár hér á landi, þótti rétt að áætla íbúðir til viðbótar þeim, sem fram voru taldar. Voru áætlaðar alls 30 íbúðir byggðar i kauptúnum 1945 og 40 árið 1946. Er hér um algert lágmark að ræða, og má búast við, að fleiri íbúðir hafi verið byggðar þar, þótt ekki þætti ráðlegt að fara hærra. Hin árin hafa að mestu aðeins verið teknar þær íbúðir, sem gefnar voru upp i skýrslum frá hinum ýmsu stöðum. Hér á eftir fer tala þeirra kauptúna, sem sendu hagfræðideild Landsbankans byggingar- skýrslur á árunum 1945—1952. Fjöldi kauptúna, sem skiluðu byggingar- skýrslum. Árið 1945 ........................ 1 — 1946 ........................ 4 — 1947 ........................ 8 — 1948 ....................... 18 — 1949 ....................... 21 — 1950 ....................... 24 — 1951 ....................... 23 — 1952 ....................... 27 d. Sveitir. Ekki er hér gerður greinarmunur á tölu íbúða og tölu íbúðarhúsa. Að visu er alltaf eitthvað byggt af tvibýlis- og fleirbýlishúsum 6

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.