Fréttablaðið - 15.12.2014, Page 2

Fréttablaðið - 15.12.2014, Page 2
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er eigin- lega sjálfheldumál,“ segir Magn- ús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, um erfiða stöðu sveitarfélags- ins gagnvart íbúðarhúsi sem er í niður níðslu í plássinu. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu á föstudag stendur nágrönnum íbúðarhússins Víkur í Garði verulegur stuggur af bágu ástandi hússins. Þakið er að hruni komið og fiskineti hefur verið brugðið yfir húsið til þess að freista þess að hindra að laus- ar þakplötur fjúki og slasi fólk og skemmi eigur þess. Húsið er í eigu sextugs karls og fimmtugrar konu sem áður voru í sambúð. Konan er flutt úr húsinu en maðurinn býr þar enn og mun hafast við í einu kjallaraherberg- inu þar sem skjólið er mest fyrir veðri og vindum. Hann hefur ekki sinnt því að hindra skemmdirnar á húsinu eða koma því í betra horf. Magnús segir viðræður við eig- anda hússins hafa staðið yfir að undanförnu. „Við höfum lagt að honum að gera úrbætur á hús- inu. Eins og sést þá hefur það ekki borið mikinn árangur,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir að það eina sem sveitarfélagið geti gert sé að fara í formlegt ferli með málið þar sem eigandanum er gefinn frest- ur til úrbóta. „Að öðrum kosti láti sveitarfélagið gera það á hans kostnað og við erum að vinna í því að koma þessu ferli af stað,“ segir hann. Fyrir meira en tveimur og hálfu ári, í mars 2012, sögðu Víkurfrétt- ir frá því að Garður hefði boðað húseigandanum að lagðar yrðu á hann 30 þúsund króna dagsektir frá 1. júní það ár ef hann kæmi ekki skikki á húsið. Þeim var ekki beitt og Magnús kveðst ekki þekkja þá sögu því þetta hafi verið fyrir hans tíð sem bæjarstjóri. „Við höfum þetta dagsekta- úrræði en mér skilst að við getum gefið honum frest og síðan gripið inn í málið með einhverjum hætti á hans kostnað,“ segir Magnús sem kveður nú skoðað hjá bænum hvernig betur megi tryggja húsið þar til framtíðarlausn finnst. Magnús undirstrikar að málið sé ekki einfalt því réttur eigandans sé mikill og huga þurfi að kostn- aðarhliðinni. Bæjarstarfsmenn séu sendir reglulega að húsinu til að fylgjast með. „Maður fær eigin- lega kvíðakast í hvert sinn sem hreyfir vind. Það þarf að afstýra þeirri hættu sem stafar af þessu og við erum að vinna að ákveðinni lausn sem við vonumst til að ná í samvinnu við eigandann,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Maður fær eiginlega kvíðakast í hvert sinn sem hreyfir vind. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði. SPURNING DAGSINS Úrval af gæða buxum frá STJÓRNMÁL Formenn stjórnarand- stöðunnar sendu í gær frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir sáttanefnd vegna lækna- deilunnar. Í yfirlýsingunni segir meðal ann- ars að ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. „Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögu- legt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.“ Formennirnir vísa í lög um stéttar félög og vinnudeilur þar sem segir að ríkisstjórnin geti, ef sýnt þyki að vinnudeila hafi mjög alvar- legar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. „Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. - fbj Formenn stjórnarandstöðunnar senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu: Vilja sáttanefnd í læknadeiluna STJÓRNARANDSTAÐAN Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Stein- grímsson og Birgitta Jónsdóttir, formenn stjórnarandstöðuflokkanna, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna læknadeilunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Boða nýjar dagsektir og bráðabirgðalausn Bæjarstjórinn í Garði segir sveitarfélagið í erfiðri stöðu gagnvart húsi sem íbúum stafar ógn af vegna fjúkandi þakplatna. Viðræður við eigandann standi yfir og dagsektum verði ef til vill beitt. Dagsektum var einnig hótað árið 2012 án árangurs. VÍK Ástand hússins er vægast sagt skelfilegt og versnar stöðugt. Eru einhverjir einmana vett- lingar eftir? „Já, það eru eiginlega fleiri einmana vettlingar hjá okkur núna.“ Segir Karen Bergljót Knútsdóttir sem stóð fyrir söfnun á týndum vettlingum. Söfnunin gekk vonum framar og söfnuðust meðal annars einmana sturtuhanski og barnalúffa. Karen geymir vettlingana svo til næstu söfnunar. MENNTAMÁL Heimsókn Lang- holtsskóla í Langholtskirkju þann 18. desem ber hefur orðið tilefni deilna vegna reglna Reykjavík- urborgar um trúboð á skólatíma. Nemendur skólans munu eiga hátíðlega stund saman, syngja jólalög og horfa á helgileik. Í auglýsingu skólans á viðburðin- um var sagt frá því að þeir nem- endur sem færu ekki til kirkju fengju að gera eitthvað skemmti- legt. Nú er komið í ljós hver skemmtunin verður, þeir munu fara í kyndlagöngu og á bóka- safnið. - kbg Deilt um helgileikinn: Á bókasafnið í stað kirkju VIÐSKIPTI Lýsi hf. var rekið með 952 milljóna króna hagnaði í fyrra og afkoman batnaði þá um 621 milljón milli ára. Samkvæmt nýbirtum ársreikn- ingi fyrirtækisins námu eignir þess rúmum tíu milljörðum króna við árslok 2013. Lýsi skuldaði þá tæpa níu milljarða en rekstrar- tekjur námu 9,4 milljörðum króna. Lýsisbirgðir fyrirtækis- ins eru metnar á þrjá milljarða en félagið hefur veðsett birgð- ir vegna skammtímaskulda við lánastofnanir að fjárhæð 3,2 milljarðar króna. - hg Veltan nam 9,4 milljörðum: Hagnaður Lýsis nær þrefaldast STJÓRNMÁL Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmda- stjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur nið- urskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starf- semi sem grund- vallast á laga- legum skyldum í útvarpslög- um. Þar kemur fram að ef fyrir- huguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyt- ing á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðar- gráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaða- maður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrár- gerð. „Þetta væri veruleg breyt- ing á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niður skurð. „Við höfum verið alger- lega samstiga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um RÚV.“ - kbg Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, jafnar niðurskurði við það að skera niður alla dagskrárgerð: Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON LONDON Hin 22 ára gamla Rolene Strauss, ungfrú Suður-Afríka, var í gær valin Ungfrú heimur. Keppnin var haldin í London en alls tók 121 kona frá jafnmörgum löndum þátt að þessu sinni. Strauss er læknanemi á fjórða ári en hún tók sér frí frá náminu til að einbeita sér að lokakeppninni. Edina Kulcsar, ungfrú Ungverja- land, hafnaði í öðru sæti og það þriðja fór til Elizabeth Safrit, ung- frúar Bandaríkjanna. Tanja Ýr Ástþórsdóttir, fulltrúi Íslands í keppn- inni, var ekki í hópi 25 efstu keppenda. - hg Fulltrúi Íslands ekki í hópi 25 efstu keppenda í London: Ungfrú heimur frá Suður-Afríku FEGURST FLJÓÐA Rolene Strauss var fagnað af öðrum keppendum þegar úrslitin lágu fyrir í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.