Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 4
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VIÐSKIPTI „Ég tel þessa ákvörðun óskiljanlega og er satt að segja orðlaus,“ segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), um ákvörð- un Gildis lífeyrissjóðs um að hækka vexti á sjóðfélagalánum úr 3,1 prósenti í 3,35 prósent á næsta gjalddaga. „Nú er Seðlabankinn búinn að lækka stýrivexti í tvígang og bankarnir hafa fylgt á eftir og því er þessi ákvörðun illskiljanleg,“ segir Örn. Hann segir félagsmenn LS ósátta við ákvörðun stjórnenda lífeyrissjóðsins og að einn þeirra hafi krafist þess að ákvörðunin yrði „tafarlaust dregin til baka og sjóðfélagar sem hlut ættu að máli beðnir afsökunar á áreitinu“. „Í prósentuhækkun er þetta átta prósent. Það eru fulltrúar frá laun- þegum og Samtökum atvinnulífs- ins í stjórn sjóðsins og þessir aðil- ar standa að þessari hækkun stuttu eftir að þing ASÍ kvartaði yfir of háum vöxtum í þjóðfélaginu.“ Harpa Ólafsdóttir, stjórnar- formaður Gildis, gefur lítið fyrir gagnrýni Arnar. „Vextirnir eru með því allra lægsta sem gerist á markaðin- um en við þurfum náttúrulega að huga að því að það sé verið að gæta hámarksávöxtunar sjóðfélaga. Þetta eru hins vegar breytilegir vextir og þessi ákvörðun var tekin áður en stýrivextir voru lækkaðir en framkvæmd hennar tók lengri tíma en við höfðum áætlað.“ - hg Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir félagsmenn ósátta við ákvörðun Gildis: Orðlaus yfir vaxtahækkun Gildis lífeyrissjóðs ÓSÁTTUR Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, gerir ráð fyrir að vaxtahækk- un Gildis verði rædd á næsta stjórnar- fundi sambandsins síðar í vikunni. JAPAN Frjálslyndi demókrata- flokkur Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japans, hélt meirihluta í fulltrúadeild þingsins en kosning- ar fóru fram í gær. Flokkurinn hlaut tvo þriðju þingsæta. Kosningarnar voru taldar próf- steinn efnahagsstefnu forsætis- ráðherrans. Síðan Abe tók við hefur hann reynt að koma hag- kerfi landsins á skrið með því að auka fjármagn í umferð og auka ríkisútgjöld. Þessu hafa fylgt skattahækk- anir og á áætlun eru meiri hækk- anir sem voru eitt stærsta kosn- ingamálið. - jóe Skattahækkanir yfirvofandi: Ríkisstjórnin hélt meirihluta SIGURVEGARI Abe hefur verið for- sætisráðherra síðan 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP í tankinum og í slöngunni og ég hef orðið að þíða það með blásara. Þetta eru tóm vandræði. Ég er búinn að vera svolítið heitur út í þá í þessum kulda. Maður er svolítið undrandi á að þetta skuli geta gerst á Íslandi þar sem eru náttúruauðlindir úti um allt.“ Hann kveðst hafa fengið vil- yrði hjá Orkuveitunni til að ná í vatn úr lind í Akrafjalli næstkom- andi vor. „Það verður ekki hægt að fara að vinna í því fyrr en það fer að birta og veðrið lagast. Ég hef líka farið fram á að sveitarfélagið útvegi stóran tank á meðan á þess- um vandræðum stendur en því var hafnað. Slökkviliðið hefur boðist til að koma með vatn ef ég hefði stór- an tank.“ Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, segir Herdísar- holt vera hefðbundið lögbýli í sveit. „Sveitarfélagið hefur enga aðkomu að því að leggja vatnslagnir á heim- ili í dreifbýli. Við værum að skapa slíkt fordæmi að það væri óvinn- andi vegur fyrir okkur. Því miður er staðan þannig að það er erfitt með vatnsmál víðar í sveitinni en hjá þessum en þetta er ekki mál- efni sveitarfélagsins og getur ekki verið það.“ Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum sé ekki skylt að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli samkvæmt lögum um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 32 frá 2004. „Í dreifbýli er sveitarstjórn hins vegar heimilt að reka vatns- veitu og leggja í framkvæmdir við gerð hennar enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana.“ Gunnar bendir á að í Hval- fjarðar sveit sé vatnsveita sem þjóni Grundartanga og Hagamelshverfi. Eðlilegt sé að hún sé útfærð svo að hún geti þjónað fleirum. ibs@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ SVEITARSTJÓRNARMÁL Gunnar Tyrf- ingsson í Herdísarholti í Hvalfjarð- arsveit er heitur af reiði í kuldan- um þessa dagana. Undanfarna níu mánuði hefur hann þurft að ferðast með eitt þúsund lítra tank á kerru til Akraness til þess að ná í vatn, eina til tvær ferðir á dag en til Akraness eru 6 km frá Herdísar- holti. „Hér var gam- a lt vat nsból en vatnið í því þraut. Ég bor- aði þá eftir vatni en í þá holu kom saltur sjór þann- ig að ég þurfti að bora aðra. Vatnið í þeirri holu er nú þrotið. Ég sendi sveitarfélaginu bréf í júní í gegn- um lögfræðing þar sem ég lýsti ástandinu og bað um að lögð yrði vatnsleiðsla eins og eðlilegt er að þeir geri en þar bera menn fyrir sig jafnræðisreglunni. Þeir segja að sé eitthvað gert fyrir einn bæ þurfi að gera það sama fyrir aðra líka.“ Gunnar, sem rekur sambýli fyrir fjóra fatlaða einstaklinga ásamt konu sinni, Unni Ingólfsdóttur, segir ástandið hafa verið erfitt. „Í fyrstu sótti ég vatn á bílaþvottaplan á Akranesi en eftir að tók að frysta hefur það ekki verið hægt. Félags- málayfirvöld komu því í kring að ég gæti sótt vatn til Slökkviliðsins á Akranesi og þangað hef ég farið undanfarna daga. Svo hafa vinir og kunningjar leyft okkur að koma með tankinn til sín til að fá vatn. Það er ekki alltaf fært til Akraness til að sækja vatn þangað,“ greinir Gunnar frá. Frostið að undanförnu hefur gert honum lífið leitt. „Vatnið frýs Sambýli í Hvalfjarðarsveit vatnslaust í níu mánuði Ók með tank á kerru til að sækja vatn á bílaþvottaplan á Akranesi. Eftir að fór að frysta er vatnið sótt til slökkviliðsins. Sveitarstjórinn segir sveitarfélagið ekki hafa aðkomu að því að leggja vatnslagnir í dreifbýli. VANDRÆÐI Gunnar þarf að fara tvær vatnsferðir á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKÚLI ÞÓRÐARSON VATNSLAUS Gunn- ar Tyrfingsson og Unnur Ingólfsdóttir í Herdísarholti eru ósátt við að fá ekki vatnsveitu. Þau aka með tank til Akra- ness á hverjum degi til að sækja vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 15.000 Íslendingar, eða um 20% þjóðarinnar, fóru vestur um haf á tímabilinu 1870-1914 og sneru ekki aftur. Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÆGIR AUSTANLANDS í kvöld en undir hádegi á morgun verður komið suðaustan hvassviðri eða stormur með suðurströndinni og allra vestast vegna skila sem ganga norðaustur yfir landið. Talsverð úrkoma fylgir skilunum mest í formi snævar. -7° 7 m/s -6° 6 m/s -6° 6 m/s -3° 12 m/s Hvasst eða stormur með S- og V-strönd. Strekkingur eða hvasst á V-fj örðum og allra syðst. Gildistími korta er um hádegi 7° 22° 4° 6° 12° 4° 10° 6° 6° 21° 9° 16° 15° 15° 9° 5° 6° 6° -8° 12 m/s -3° 25 m/s -6° 16 m/s -3° 18 m/s -5° 12 m/s -4° 12 m/s -12° 12 m/s 1° -1° -4° -1° -1° -3° -4° -4° -6° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN AUSTUR-KONGÓ, AP Yfirvöld í Afr- íkulandinu Austur-Kongó telja að 129 manns, hið minnsta, hafi farist þegar farþegaskip fór á hliðina á Tanganyika-vatni í suð- austur hluta landsins á föstudag. Alls hefur 232 farþegum skips- ins MV Mutambala verið bjargað. Skipið var í eigu fyrirtækis sem selur ferðir á milli bæja í héruð- unum Katanga og Suður-Kívú. Talið er að sterkir vindar og sú staðreynd að skipið var yfirhlaðið hafi valdið slysinu. Enn er leitað að eftirlifendum og látnum á svæðinu. - hg Farþegaskip fór á hliðina: Mannskætt slys í Austur-Kongó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.