Fréttablaðið - 15.12.2014, Qupperneq 8
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
því að framkvæmdum við nýtt
vatnsból verði flýtt en HS veit-
ur segja það ekki á dagskrá og
ekki rúmast í fjárfestingaráætl-
un fyrirtækisins. Kostnaðurinn
mun hlaupa á hundruðum millj-
óna króna.
Rætt er um að geisla vatnið í
Vogavík í varúðarskyni áður en
því er hleypt inn á veitukerfi sveit-
arfélagsins.
„Við höfum velt upp öllum flöt-
um á málinu. Þetta er þá hugsað
sem forvörn. Það sem einu sinni
hefur gerst getur gerst aftur,“
segir Ásgeir. „Ef svo ólíklega vill
til að það komi aftur upp bakteríu-
mengun við dæluna þá myndi
geislunin í raun og veru vinna á
henni.“
Að sögn Ásgeirs er geislun þekkt
aðferð sem notuð er annars staðar.
„Þetta er ekki flókið ferli og hefur
engin áhrif á vatnið en er fyrst og
fremst varúðarráðstöfun.“
gar@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL „Það veit enginn
hvers vegna mengunin barst í
vatnsbólið,“ segir Ásgeir Eiríks-
son, bæjarstjóri Voga, um bakt-
eríumengun sem uppgötvaðist í
neysluvatni sveitarfélagsins í byrj-
un september.
Um var að ræða coli-gerlameng-
un sem kom fram við reglu-
bundna skoðun heilbrigðiseftir-
litsins í grunnskólanum í Vogum.
Mengunin var rakin til vatnsbóls
HS veitna í Vogavík. Í framhald-
inu var íbúum ráðlagt að sjóða allt
neysluvatn. Nokkrum dögum síðar
hvarf mengunin og tilmælunum
var þá fljótlega aflétt.
„Dagana á undan rigndi hressi-
lega og líklegasta skýringin að
mati heilbrigðiseftirlitsins er að
jörðin hafi ekki haft undan að taka
við vatninu og þá hafi húsdýra-
áburður eins og hrossatað blandast
vatni sem síðan seig niður í grunn-
vatnið. En það er ekki nokkur ein-
asta leið að finna út úr því,“ segir
bæjarstjórinn.
Engum varð meint af mengaða
vatninu í september. Ásgeir segir
að núverandi borhola í vatnsbóli
HS veitna í Vogavík hafi verið
tekin í notkun árið 2008. Hann
viti ekki til þess að viðlíka meng-
un hafi komið upp áður.
Samkvæmt aðalskipulagi Voga
er gert ráð fyrir að nýtt vatnsból
verði tekið í notkun eftir árið 2018.
Í öryggisskyni verði það í heiðinni
ofan Reykjanesbrautar en ekki
niðri við sjó eins og núverandi bor-
hola sem er í Vogavík á athafna-
svæði fiskvinnslufyrirtækisins
Stofnfisks.
Sveitarfélagið hefur óskað eftir
Íhuga að geisla vatnið
eftir bakteríumengun
Sveitarstjórn Voga vill að HS veitur flýti gerð nýs vatnsbóls eftir að E.coli-bakteríur
fundust í núverandi vatnsbóli. HS veitur segja nýtt vatnsból ekki á dagskrá í bili.
Rætt er um að geisla vatnið til að hindra að mengun berist að nýju í veitukerfið.
Það sem
einu sinni
hefur gerst
getur gerst
aftur.
Ásgeir Eiríksson,
bæjarstjóri Voga.
VOGAR Vatnsból Vogabúa er í Vogavík sem er hægra megin við byggðina á mynd-
inni. MYND/VOGAR-ODDGEIR KARLSSON
ALÞINGI Umræðum um fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 2015 lauk
í fjárlaganefnd á laugardaginn
var og er það því tilbúið til þriðju
umræðu sem mun hefjast á morg-
un.
Athygli vekur að millifærsla upp
á 50 milljónir frá lögregluumdæm-
inu á Austurlandi til lögregluum-
dæmisins á Suðurlandi er enn inni
í frumvarpinu þrátt fyrir reglugerð
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
um að halda lögreglunni á Horna-
firði á Austurlandi.
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir,
þingmaður VG
og nefndarmaður
í fjárlaganefnd,
telur þessi vinnu-
brögð mjög und-
arleg.
„Maður er gátt-
aður á þessum
vinnubrögðum.
Þarna sést viðspyrna við hugmynd-
ir forsætisráðherra um að flytja
lögregluna á Hornafirði, nokkrum
mínútum áður en hann skilaði lykl-
unum að dómsmálaráðuneytinu, á
Austurland. Ég mun benda á þetta
við þriðju umræðu,“ segir Bjarkey.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
er á öðru máli og taldi óþarfa að
hringla með þetta áður en loka-
ákvörðun verður tekin um staðsetn-
ingu lögreglunnar á Hornafirði.
„Ég er að viða að mér upplýs-
ingum og mun líklega taka loka-
ákvörðun um staðsetninguna í
þessari viku. Á meðan ég hef ekki
tekið þá ákvörðun er ekki tímabært
að breyta fjárlögum. Það er síðan
hægt að millifæra féð hvar svo sem
lögregluembættið verður staðsett,“
segir Ólöf Nordal innanríkisráð-
herra. - sa
Maður er
gáttaður á
þessum vinnu-
brögðum.
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir,
þingmaður VG.
Fjárlaganefnd lauk vinnu sinni á laugardaginn varðandi fjárlagafrumvarpið sem er tilbúið í 3. umræðu:
Lögreglan flutt austur en fjármagnið suður
ÓLÖF
NORDAL
LÖGREGLUFRÉTTIR
Engin verðmæti í bílum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar
eigendur og umráðamenn ökutækja
við því að skila verðmæti eftir í bílum.
Nokkuð hefur verið um innbrot í
bíla á höfuðborgarsvæðinu þar sem
jafnvel jólagjöfum hefur verið stolið.
Annars eru það einkum símar, tölvur
og myndavélar sem freista þjófanna.
Lögreglan segir að sé óhjákvæmilegt að
skilja eftir verðmæti í bíl sé mikilvægt
að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.
ORKUFRÉTTIR
Heitavatnslaust á Akranesi
Starfsmenn Orkuveitunnar luku í
gær við viðgerð á tveimur bilunum,
sem urðu í aðveitu Deildartungu-
æðar á laugardagskvöld og aðfaranótt
sunnudags. Þannig fór heitt vatn að
streyma til Akraness á ný en vart var
við lægri þrýsting á svæðinu í gær.
Starfsfólk Orkuveitunnar baðst afsök-
unar á óþægindunum sem þetta olli.
Nýr heitavatnsgeymir á Akranesi verður
tekinn í notkun á næstu vikum.
HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæsla höf-
uðborgarsvæðis hefur ekki enn
tekið í notkun heilbrigðisgáttina
VERU eins og stefnt var að í lok
nóvembermánaðar.
Heilsugæslustöðin í Glæsibæ
er enn eina stöðin sem notar gátt-
ina sem veitir einstaklingum sem
þar fá þjónustu rafrænan aðgang
að margvíslegum upplýsingum
um eigið heilsufar. Stefnt er að
því að innleiða þjónustuna í öllum
heilbrigðisumdæmum landsins
snemma á næsta ári. - kbg
Seinagangur í borginni:
Heilbrigðisgátt
ekki í gagnið