Fréttablaðið - 15.12.2014, Side 20
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 20
Árið er 1966, hjarn yfir
öllu og stjörnubjart. Afi
og amma sitja hugfang-
in við útvarpstækið og
hlusta á ítalska óperu-
söng va ra n n C a r uso
syngja. Amma þurrkar
tár af hvarmi og þó ég
sé bara fimm ára gæti
ég þess vel að trufla þau
ekki. Stundin er mögnuð.
Mínar fyrstu minning-
ar hverfast flestar um
útvarp enda ætlaði ég að
verða Ingibjörg Þorbergs þegar
ég yrði stór. Ingibjörg sá um
barnatímann og var mín helsta
fyrirmynd utan fjölskyldunnar.
Amma og afi höfðu ekki tæki-
færi til langrar skólagöngu en
fáum hef ég kynnst sem hafa
verið betur menntaðir. Þeirra
háskóli var Rás 1 og síðar Sjón-
varpið. Nutu menningar, lærðu
um nýjustu undur í heimi vís-
inda og afi æpti og sló sér á lær í
hita leiksins yfir fótboltalýsing-
um. Þau voru stolt framsóknar-
fólk og ég veit að þau yrðu sorg-
mædd yfir aðgerðum núverandi
stjórnvalda. Þau skildu hlutverk
almannaútvarps og vissu hve
mikilvægt það er þegar kemur
að sjálfsmynd þjóðar.
Hartnær hálfri öld síðar bý
ég í London, vinn sem verktaki
fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli
Sambíóanna einstakt tækifæri
til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir
Djöflaeyjuna við frægustu kvik-
myndaleikara heims. Á gömlu
og virðulegu hóteli sit ég innan
um sjónvarpsfólk víðsvegar að
úr heiminum og eins og gengur
berum við saman bækur okkar.
Þeim finnst magnað að frá
jafn fámennri þjóð og Íslandi
komi heimsfrægir lista-
menn og spyrja mikið
út í menningu landsins.
Meðan á spjallinu stend-
ur komumst við að því
að kollegar mínir eru á
allt að nífalt hærri laun-
um fyrir þennan dag.
Sama hvort þau koma
frá Sviss, Írlandi, Ísra-
el eða Noregi. Ég er sú
eina sem borga ferða-
kostnað úr eigin vasa, er
ekki með síma á vegum
vinnustaðarins né nokkur önnur
hlunnindi.
Ástæðan fyrir því að ég segi
frá þessu er að nú þegar ég er
ekki lengur fastráðinn starfs-
maður hef ég þörf fyrir að
benda á að hjá RÚV starfar
vinnulúið fólk fyrir afskaplega
lág laun. Í nóvember árið 2008
var öllum gert að skrifa undir
plagg þar sem viðkomandi sam-
þykkti strípuð laun án greiðslu
fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið
myndi aukast. Ef starfsmenn
skrifuðu ekki undir var litið
á það sem uppsögn. Næstu ár
gerðum við okkar besta til að
hlustendur yrðu sem minnst
varir við breytingar. Nokkuð er
síðan aftur var farið að greiða
fyrir yfirvinnu en síðan hefur
starfsmönnum fækkað mikið.
Ég er full aðdáunar á fyrrum
samstarfsmönnum mínum sem
reyna af veikum mætti að halda
dagskrá RÚV í horfinu, búa til
frábæra þætti þó sífellt þurfi að
skila meiri vinnu og það sé nán-
ast orðið ógerlegt að vanda sig
jafn mikið og nauðsynlegt er.
Afdrifaríkar afleiðingar
Það er ekki hægt að skera meira
niður án þess að breytingarnar
hafi afdrifaríkar afleiðingar.
Eins og komið hefur fram borga
Íslendingar nú þegar lægra
útvarpsgjald en nágrannaþjóð-
ir, auk þess sem RÚV fær aðeins
hluta útvarpsgjaldsins. Lista-
menn á borð við Mugison og
Skálmöld hafa bent á mikilvægi
almannaútvarps; að þeir hefðu
einfaldlega ekki náð eyrum
þjóðarinnar án þess. Í framhaldi
af því vil ég benda á menning-
arverðmæti í safni útvarpsins
sem eru í mikilli hættu núna.
Ef ekki væri fyrir RÚV þykir
mér ólíklegt að til væru viðtöl
við Björk og Sigur Rós að taka
sín fyrstu skref. Nærtækasta
dæmið er Jóhann Jóhannsson
sem nú er tilnefndur til hinna
virtu Golden Globe-verðlauna
fyrir kvikmyndatónlist. Í safni
RÚV má finna fjölmörg viðtöl
við hann sem hafa verið tekin
gegnum tíðina. Viðtöl frá því
áður en hann varð þekktur. Ég
efast um að aðrir ljósvakamiðlar
búi yfir slíkum fjársjóði. Fjár-
sjóði sem er í eigu þjóðarinnar.
Kæru þingmenn! Mikið myndi
það gleðja mig ef þið, allir sem
einn, mynduð skoða hvernig
hefur farið fyrir þjóðum sem
ekki eiga almannaútvarp, hafa
aldrei átt eða glatað því. Ég ætla
ekki að nefna þessar þjóðir, þið
finnið út úr þessu.
Jólaóskin mín er sú að RÚV
fái að halda reisn sinni sem
almannaútvarp svo allir hafi
sama tækifæri til að njóta
menntunar þess og menning-
ar og við höldum áfram að eiga
listamenn sem bera þjóðinni
okkar fagurt vitni jafnt heima
fyrir sem á erlendri grundu.
Eitt eilífðar smáblóm
RÚV
Sigríður
Pétursdóttir
kvikmynda-
fræðingur
Þann 8. desember síðastliðinn
gerði ég ásamt 200 íslenskum
læknanemum stjórnvöldum
grein fyrir því að við munum
ekki koma til starfa á heil-
brigðisstofnunum landsins
fyrr en gengið hefur verið frá
kjarasamningum við Lækna-
félag Íslands. Um er að ræða
nema á 4.-6. námsári sem að
öllu jöfnu hefja störf á sumrin
sem kandidatar og aðstoðar-
læknar og gegna veigamiklu
hlutverki innan heilbrigðiskerfisins.
Til dæmis má nefna að 40% stöðu-
gilda almennra lækna (lesist: Allt
nema sérfræðilæknar) á Landspítala
Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru
mönnuð af kandidötum og aðstoðar-
læknum. Brotthvarf þessa hóps mun
því ekki fara fram hjá neinum ef til
þess kemur.
Kjarabarátta lækna er nefnilega
líka barátta okkar sem erum á leið
út á vinnumarkaðinn og launaþró-
unin hefur verið verðandi kollegum
okkar óhagstæð. Grunnlaun kandi-
dats (sá sem hefur lokið 6 ára lækn-
isnámi í háskóla) sem hóf störf 2006
voru 256.691 kr. en grunnlaun kandi-
dats sem hefur störf 2014 eru 340.734
kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þró-
unin seinustu átta ár væri jákvæð,
að kjör unglækna færu batnandi sem
nemur 33%. Þegar betur er að gáð
kemur hins vegar í ljós að verðbólga
á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur
nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað
verulega seinustu átta ár.
Nú gæti efasemdarfólk rámað í
að hér varð hrun og spurt sig hvort
þetta eigi ekki við um flestar aðrar
stéttir. Til að svara því má benda á að
launavísitala Hagstofu Íslands hefur
hækkað um 73% frá 2006, með öðrum
orðum, almennur kaupmáttur er svip-
aður nú og fyrir átta árum.
Ófyrirséðar afleiðingar
Af ofangreindu er ljóst að
laun kandidata hafa hækkað
mun minna en önnur laun á
vinnumarkaði. Sömu sögu
er að segja af deildarlækn-
um, sérfræðingum og yfir-
læknum. Það er því ofsögum
sagt að læknar krefjist launa-
hækkana umfram aðra. Að
halda því fram er í besta falli
misskilningur, í versta falli
svívirðileg tilraun til að rjúfa
samstöðu vinnandi fólks og hindra
baráttu þess fyrir betri lífskjörum.
Réttara væri að tala um sanngjarna
leiðréttingu launa. Fullyrðingar
stjórnmálamanna um að kjarabót til
lækna muni koma niður á almennum
kjarasamningum ætti ekki að draga
úr verkalýðshreyfingunni heldur efla
forystumenn hennar til að berjast enn
harðar fyrir mannsæmandi kjörum
launþega í landinu.
Hér hefur verið rekið öflugt heil-
brigðiskerfi seinustu áratugina. Um
það vitnar nýleg skýrsla OECD þar
sem fram kemur að Íslendingar eru
meðal langlífustu þjóða heims. Þetta
langlífi gerir að verkum að fjöldi
Íslendinga á eftirlaunaaldri mun
nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin
gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar
eftir. Þessir einstaklingar munu ekki
síður þurfa læknishjálp en þeir eftir-
launaþegar sem nú þegar er stærsti
neytendahópur heilbrigðisþjónust-
unnar.
Ef fram fer sem horfir munu sífellt
færri læknar sinna sífellt fleiri sjúk-
lingum með ófyrirséðum afleiðingum
á heilsufar landsmanna. Viðspyrna
lækna nú er tilraun til að snúa þessari
þróun við. Hún mun vissulega koma
niður á sjúklingum til skemmri tíma
litið en er háð með langtímahagsmuni
þeirra í huga.
Fyrir átta árum
KJARAMÁL
Stefán Þórsson
5. árs læknanemi
við Háskóla Íslands.
CÉBÉ BIONIC JR
Skíðagleraugu. Litir: Bleik, blá.
Barnastærðir.
INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FIM. 10 - 18. FÖS. 10 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17.
INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.
INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.
CÉBÉ PLUMA
Skíðahjálmur. Litir: Bleikur, svartur.
Barnastærðir.
9.990
Ö
ll
ve
rð
e
ru
b
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
p
re
nt
vi
llu
r
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
. *
25
%
a
fs
lá
tt
ur
gi
ld
ir
e
f k
ey
pt
e
ru
s
kí
ði
/b
re
tt
i,
bi
nd
in
ga
r
og
s
kó
r.
Ti
lb
oð
in
g
ild
a
til
2
4.
d
es
. 2
01
4.
17.990
STIGA STÝRISSLEÐI
Stýrissleði með bremsum sem læsast
ekki. Litur: Svartur.
TECHNOPRO SUSANNE
Listskautar. Litur: Hvítir. Stærðir:
31-35 og 38-42.
8.990
3.990
25%
AFSLÁTTUR AF
SKÍÐA- OG BRETTA-
PÖKKUM*
MIKIÐ ÚRVAL
AF GLERAUGUM
OG HJÁLMUM
Í INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA, AKUREYRI OG SELFOSSI
ÞÚ FÆRÐ GÓÐAR
JÓLAGJAFIR