Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 48
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 32 Maður fær bara kjánahroll við það að tala um þetta. Dagur Sigurðsson, Füchse Berlin og þýska landsliðinu. visir.is Meira um leiki helgarinnar VALUR – HAUKAR Mfl. karla Í Vodafonehöllinni í kvöld kl. 19.30 Komdu að styðja strákana okkar! Áfram Valur! Demantar, safír og rúbín Verð frá 158.000 kr. SPORT HANDBOLTI Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið anna- samir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráð- inn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldu- dal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasam- bandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvals- deildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðn- ingu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða allt- af lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagn- rýnt þetta.“ Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verk- efnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undan keppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Pól- landi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleiks- sambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæm- in drógu sig úr keppni. Liðin ósk- uðu reyndar svo eftir því að kom- ast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá. Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarps- rétturinn í Þýskalandi er í upp- námi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppn- innar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterk- ari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar. Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll við það að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska lands- liðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dag- ana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem Kem ekki heim sem svikari Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. EINBEITTUR Dagur Sigurðsson er í tvöföldu þjálfarahlutverki í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari og yfirmaður hjá þýska handknattleikssambandinu, segir að Dagur Sigurðsson verði ekki undanskilinn gagnrýni þegar kemur að frammistöðu þýska landsliðsins á HM í Katar í janúar. Dagur tók við landsliðsþjálfara- starfinu í sumar eftir að Þýskaland féll úr leik í undankeppni HM 2015. Þýskaland komst svo óvænt inn í keppnina eftir að þátttökuréttur Ástralíu var afturkallaður. „Allir þjálfarar verða dæmdir af árangri sínum og í því tilliti þarf að skoða árangur liðsins á mótinu í Katar,“ sagði Brand við þýska fjöl- miðla en hann gerði Þýskaland að Evrópumeistara árið 2004 og heims- meistara þremur árum síðar. Hann telur að Þýskaland eigi að stefna hátt þrátt fyrir óvenjulega leið þess til Katar. „Þýska handknattleiks- sambandað verður stærðar sinnar vegna að setja sér háleit markmið,“ segir Brand sem segir að Þýska- land eigi að stefna á að komast að minnsta kosti í 8-liða úrslit keppninn- ar. „Þrátt fyrir misjafnt gengi síðustu ára getur þýska landsliðið unnið hvaða andstæðing sem er á góðum degi.“ - esá Dagur verður dæmdur af árangrinum KRAFA UM ÁRANGUR Heiner Brand vill að Þýskaland nái langt á HM í Katar í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik með Bolton í rúm fjórtán ár er hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron-leik- vanginum í Bolton. „Mér fannst hann standa sig virkilega vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Neil Lennon, stjóri Bolton, en Eiður Smári spilaði síðustu 30 mínútur leiksins eftir meiðsli miðjumannsins Darren Pratley. „Hann fékk meira að segja áminningu sem sýnir að hann býr enn yfir hungri til að standa sig vel. Við hlökkum virkilega mikið til þess að sjá hann og Lee Chung-Yong spila saman þegar Eiður kemst í betra form,“ sagði Lennon enn fremur. Bolton er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar með 23 stig að lokinni 21 umferð. Liðið mætir næst Millwall á föstudagskvöld. - esá Stjórinn ánægður með Eið Smára ÚRSLIT OLÍSDEILD KARLA AKUREYRI - FRAM 31-24 (13-12) STJARNAN - ÍBV 21-22 (13-7) Í KVÖLD Digranes: HK - FH kl. 19.30 N1-höllin: Afturelding - ÍR kl. 19.30 Vodafone-höllin: Valur - Haukar kl. 19.30 DOMINO’S-DEILD KVENNA BREIÐABLIK - KR 72-75 (40-31, 60-60) HAMAR - SNÆFELL 54-96 (34-44) GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 79-70 (44-41) HAUKAR - VALUR 62-54 (34-20) STAÐAN Snæfell 13 12 1 1010-819 24 Keflavík 13 10 3 1102-855 20 Haukar 13 10 3 930-847 20 Valur 13 7 6 976-945 14 Grindavík 13 7 6 937-914 14 KR 13 3 10 789-932 6 Hamar 13 2 11 692-970 4 Breiðablik 13 1 12 807-961 2 KÖRFUBOLTI Tíundu umferð Dom- ino’s-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarð- vík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dag- skrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarps- leikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarn- an varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvíveg- is í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslita- keppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvík- ingar leita sér nú að nýjum Banda- ríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salis- bery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“ - esá Hlakka til að hitta gott fólk Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aft ur í Garðabæinn í kvöld. ÞJÁLFARARNIR Teitur er aðstoðar- þjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.