Fréttablaðið - 15.12.2014, Side 50
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 34
David er frábær
markvörður, hann er
góður að verja skot auk
þess sem hann kemur
boltanum vel frá sér.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
www.postur.is
PAKKINN ÞINN
Komdu jólapökkunum til okkar og við komum
þeim í réttar hendur hratt og örugglega.
er í traustum höndum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/ S
ÍA
–
1
4
–
2
4
9
8
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
CHELSEA - HULL 2-0
1-0 Eden Hazard (7.), 2-0 Diego Costa (68.).
BURNLEY - SOUTHAMPTON 1-0
1-0 Ashley Barnes (73.).
CRYSTAL PALACE - STOKE 1-1
1-0 James McArthur (11.), 1-1 Peter Crouch (13.).
LEICESTER - MANCHESTER CITY 0-1
0-1 Frank Lampard (40.).
SUNDERLAND - WEST HAM 1-1
1-0 J. Gomez, víti (22.), 1-1 Stewart Downing (29.).
WEST BROM - ASTON VILLA 1-0
1-0 Craig Gardner (72.).
ARSENAL - NEWCASTLE 4-1
1-0 Olivier Giroud (15.), 2-0 Santi Cazorla (54.),
3-0 Olivier Giroud (58.), 3-1 Ayoza Pérez Gutiérrez
(63.), 4-1 Santi Cazorla, víti (89.).
MANCHESTER UNITED - LIVERPOOL 3-0
1-0 Wayne Rooney (12.), 2-0 Juan Mata (40.), 3-0
Robin van Persie (71.).
SWANSEA - TOTTENHAM 1-2
0-1 Harry Kane (4.), 1-1 Wilfried Bony (48.), 1-2
Christian Eriksen (89.).
STAÐAN
Chelsea 16 12 3 1 36-13 39
Man. City 16 11 3 2 33-14 36
Man. United 16 9 4 3 29-17 31
West Ham 16 8 4 4 27-19 28
Southampton 16 8 2 6 25-13 26
Arsenal 16 7 5 4 28-19 26
Tottenham 16 7 3 6 20-22 24
Newcastle 16 6 5 5 18-22 23
Swansea 16 6 4 6 21-19 22
Liverpool 16 6 3 7 19-22 21
Stoke City 16 5 4 7 18-21 19
Aston Villa 16 5 4 7 10-20 19
Everton 15 4 6 5 24-23 18
West Brom 16 4 5 7 15-20 17
Sunderland 16 2 10 4 14-24 16
Crystal Palace 16 3 6 7 19-24 15
Burnley 16 3 6 7 11-24 15
QPR 15 4 2 9 16-27 14
Hull 16 2 7 7 15-23 13
Leicester 16 2 4 10 15-27 10
Í KVÖLD
20.00 Everton - QPR Sport 2 HD
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson og
félagar í Swansea máttu sætta sig
við 2-1 tap fyrir Tottenham, gamla
félaginu hans Gylfa, í leik liðanna
á Liberty-leikvanginum í Wales í
gær. Daninn Christian Eriksen
skoraði sigurmarkið undir lok
leiksins. Swansea var þó síst lak-
ari aðilinn í leiknum.
„Við gáfum þeim ódýrt mark í
upphafi leiksins en byrjuðum að
skapa okkur færi eftir það. Þetta
leit svo út fyrir að vera einstefna
eftir að við jöfnuðum en svo feng-
um við blauta tusku í andlitið. Það
áttum við ekki skilið,“ sagði Garry
Monk, stjóri Swansea, en sóknar-
maðurinn Wilfried Bony komst
nokkrum sinnum nálægt því að
skora í leiknum.
Tottenham komst upp úr tíunda
sætinu í það sjöunda með sigrin-
um og er nú aðeins fjórum stigum
frá West Ham, sem er í fjórða sæti
með 28 stig eftir 1-1 jafntefli gegn
Sunderland á útivelli.
Efstu þrjú liðin unnu öll sína
leiki í deildinni. Chelsea, Man-
chester City og Manchester Uni-
ted hafa verið á góðum skriði og
virðast með sama áframhaldi lík-
leg til að stinga af. „Við erum ekki
að hugsa um titilinn,“ sagði Louis
van Gaal, stjóri United, eftir 3-0
sigur á Liverpool í gær. „Ég er
ánægður með sigurinn en það er
þó enn heilmargt sem við getum
bætt í okkar leik. Nú hugsum við
bara um næsta leik.“
Frank Lampard var hetja Man-
chester City gegn Leicester og
tryggði sínu liði 1-0 sigur. Mark-
ið var hans 175 í ensku úrvals-
deildinni og jafnaði hann þar með
árangur Thierry Henry. Aðeins
Alan Shearer (260 mörk), Andy
Cole (187) og Wayne Rooney (179)
hafa skorað fleiri.
Arsenal hefur nú unnið þrjá af
síðustu fjórum deildarleikjum en
liðið hafði betur í mikilvægum leik
gegn Newcastle, 4-1. Það hefur á
ýmsu gengið hjá Arsene Wenger,
stjóra Arsenal, og gagnrýnin á
hann oft mikil. En í gær sungu
stuðningsmenn félagsins nafn
hans ítrekað.
„Okkar hlutverk er að vinna
fótboltaleiki og ég skil vel að fólk
sé óánægt þegar okkur tekst það
ekki. 99,9 prósent stuðningsmann-
anna sýna manni virðingu þó þeir
séu óánægðir en ég get tekist á við
hitt 0,1 prósentið.“ - esá
Mjakast upp töfl una
Tottenham hafði betur gegn Gylfa Þór og félögum.
DANSKT SIGURMARK Christian Eriksen skoraði sigurmark Tottenham seint í leikn-
um gegn Swansea í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Þrjú-núll gefur ekki
alveg rétta mynd af gangi leiks
Manchester United og Liverpool á
Old Trafford í gær. Gestirnir byrj-
uðu leikinn af krafti og sköpuðu
sér í heildina fleiri færi en heima-
menn. En David de Gea, mark-
vörður United, reyndist Liverpool-
mönnum óþægur ljár í þúfu í gær.
Þessi 24 ára gamli Spánverji
varði alls átta skot í leiknum, mörg
hver úr upplögðum færum og átti
að öðrum ólöstuðum stærstan þátt
í sigri United, sem var sá sjötti í
röð í deildinni. Raheem Sterling
komst til að mynda þrisvar einn
gegn de Gea í leiknum, en alltaf
varði Spánverjinn. Hann varði
einnig í þrígang frá Mario Balot-
elli í seinni hálfleik.
Lofaður í hástert af Rodgers
Leikmenn United voru öllu beitt-
ari fyrir framan markið en erki-
fjendur þeirra. Wayne Rooney,
Juan Mata og Robin van Persie
skoruðu mörk United, en sá síð-
astnefndi hrósaði de Gea í hástert
eftir leikinn:
„David var magnaður. Hann var
stórkostlegur – það er ekki oft sem
lið vinnur 3-0 og markvörður þess
er maður leiksins,“ sagði hollenski
framherjinn.
Brendan Rodgers, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, jós De Gea einn-
ig lofi: „Við sköpuðum svo mörg
færi, en David de Gea var maður
leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona
leiki á tímabilinu. David er frá-
bær markvörður, hann er góður
að verja skot, auk þess sem hann
kemur boltanum vel frá sér.“
Eins og Rodgers sagði var þetta
ekki fyrsti stórleikur de Gea á
tímabilinu. Spánverjinn, sem kom
frá Atletico Madrid sumarið 2011,
hefur stundum verið gagnrýndur
fyrir að „vinna“ ekki nógu marga
leiki fyrir sitt lið, en hann hefur
svarað þeim gagnrýnisröddum
með glæsibrag í vetur.
De Gea hefur haldið United á
floti á löngum köflum og hefur
tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst
er að minnast frammistöðu hans
gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú
síðast Liverpool, en í öllum þessum
leikjum varði Spánverjinn frábær-
lega á mikilvægum augnablikum.
Aldrei með sömu varnarlínuna
Frammistaða de Gea á tímabilinu
er aðdáunarverð, sérstaklega í
ljósi þess að hann stendur fyrir
aftan nýja varnarlínu í hverjum
leik. Meiðsladraugurinn hefur
ásótt United í vetur, og þá sérstak-
lega varnarmenn liðsins.
Til marks um óstöðugleik-
ann hefur Louis van Gaal, knatt-
spyrnustjóri United, notað 20
mismunandi samsetningar af mið-
vörðum í vetur. Það er af sem áður
var þegar Rio Ferdinand og Nem-
anja Vidic stóðu jafnan vaktina í
miðri vörn United fyrir framan
Edwin van der Saar.
De Gea á talsvert í land með að
komast á sama stall og United-goð-
sagnir á borð við Peter Schmeichel
og van der Saar, en hann er allt-
af að verða betri og það eru fáir
markverðir sem standa honum
framar í dag. De Gea er auk þess
aðeins 24 ára og ætti því að eiga
mörg góð ár framundan.
ingvithor@365.is
Spánverjinn lokaði búrinu
David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvals-
deildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu.
SÁTTUR David de Gea mátti vera ánægður með frammistöðu sína gegn Liverpool á
Old Trafford í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY