Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 54
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 38 „Þetta voru áhrifavaldar hjá okkur, það er ekki spurning,“ segir Ingó Geirdal, söngvari Dimmu, en sveitin mun troða upp ásamt Bubba Morthens í Hörpunni í mars og flytja plöturnar Geislavirkir með Utangarðsmönnum og Lily Marl- ene með Das Kapital, gömlum pönksveitum Bubba. „Ég og Silli Geirdal, bróðir minn og bassaleikari Dimmu, vorum fremst á einum fyrstu tónleik- um Egós á Lækjartorgi árið 1982 sem teknir voru upp fyrir Rokk í Reykjavík. Ég náði aldrei að sjá Utangarðsmenn á tónleikum en ég sá Egó oft og Das Kapital líka. Ég myndi segja að þetta hafi verið fyrstu rokkhljómsveitir Íslands sem manni fannst hættulegar, menn voru reiðir og með meining- ar. Textarnir voru sterkir og það var kraftur í þeim,“ segir Ingó. „Það var mikið talað um að fólk vissi ekki við hverju maður mætti búast á Utangarðsmanna-tónleik- um, þeir jafnvel slógust á sviði.“ Þarna fær Bubbi líka einstakt tækifæri til að syngja lög sem hann hefur ekki sungið síðan á níunda áratugnum en að sögn Ingós verð- ur Dimmu-keimur yfir lögunum. „Það var hugmynd Bubba að gera það þannig,“ segir hann. - þij Dimma og Bubbi spila pönk saman Munu fl ytja plötur Utangarðsmanna og Das Kapital í Hörpunni á komandi ári. BUBBI OG DIMMA Gamla pönktónlist Bubba var mikill áhrifavaldur fyrir sveitina. MYND/SPESSI Ég myndi segja að þetta hafi verið fyrstu rokkhljómsveitir Íslands sem manni fannst hættu- legar, menn voru reiðir og með meiningar. „Mér var sagt að það væri mikið mál að fá mynd birta þarna, svo ég bara prófaði að senda hana inn. Myndin var svo birt, sem er alveg frekar merkilegt þar sem þetta er Vogue,“ segir Viðar Logi Kristins- son, 19 ára nemi í Menntaskólanum á Akureyri og áhugaljósmyndari. „Áhuginn kviknaði þegar ég fékk mér Photoshop í tölvuna sem ég fékk við fermingu og fór að fikta við að breyta myndum, en gat alveg gleymt mér við það tímunum saman. Svo safnaði ég mér fyrir minni fyrstu myndavél, Canon 500D, og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Viðar. Það var svo þegar hann komst á skrá hjá Eskimo models sem áhug- inn á tískuljósmyndum kviknaði. „Þá sá ég hvernig vinnan var fyrir aftan myndavélina og ég varð gjör- samlega heillaður,“ segir hann. Viðar er uppalinn á Dalvík og starfaði í fiskvinnslu í nokkur sumur þegar hann var yngri. „Ég er mjög þakklátur fyrir þessa vinnu í dag. Þarna gat maður stað- ið í færibandavinnu, hlustað á tón- list og látið hugann reika og ég vil meina að ég hafi fengið margar af mínum bestu hugmyndum í fisk- vinnslunni,“ segir hann og hlær. Viðar lýsir stílnum sínum sem smá goth-ískum, en þó litríkum. „Mér leiðist hefðbundin ljósmynd- un þar sem mér finnst hún ekki sýna nóg. Það er skemmtilegast að mynda fólk og fanga persónu- leika þess og tilfinningar á mynd. Ég reyni að sækja ekki innblást- ur í verk annarra, heldur í tónlist, liti og náttúruna,“ segir Viðar og bætir við að fallega umhverfið sem hann ólst upp í hafi haft hvað mest áhrif á hann. „Það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp þarna í skapandi frelsi, öryggi og fallegu umhverfi.“ Eftir menntaskóla hyggst Viðar fara út og læra ljósmyndun. „Mig Nítján ára með ljós- mynd í ítalska Vogue Viðar Logi Kristinsson, nítján ára áhugaljósmyndari frá Dalvík, fékk mynd eft ir sig birta á síðu tískutímaritinu Vogue á Ítalíu. Þakklátur að hafa unnið í fi ski. „O, Come All Ye Faithful með King’s College Choir.“ Atli Bollason fjöllistamaður JÓLAPLATAN HÆFILEIKARÍKUR Viðar Logi á svo sannar lega framtíðina fyrir sér. MYND/VIÐAR LOGI KRISTINSSON ANNAÐ SJÓNARHORN Skemmtilegt og öðruvísi sjónarhorn í þessari mynd. MYND/VIÐAR LOGI KRISTINSSON Áhuginn kviknaði þegar ég fékk mér Photo- shop í tölvuna sem ég fékk við fermingu og fór að fikta við að breyta myndum. „Ég hef verið að gera þetta síðustu ár í lokaðri grúppu með félaga mínum. Hann var svo upptekinn núna þannig ég fór bara sjálfur eitthvað að dandal- ast með þetta,“ segir Kári Martinsson Regal, sem í desember teiknar eina mynd á dag í formi jóladaga- tals. Á myndum Kára eru dagsetningar hvers dags sett- ar í jólabúning og tölustafirnir meðal annars færðir í búning kerta, jólastafa, kaffikönnu og seglskútu. Kári starfar sem grafískur hönnuður hjá PORTi hönnun og segir dagatalið kjörna leið til þess að kalla fram bros og halda sér í æfingu. Myndirnar teiknar Kári yfir sjónvarpinu með börnunum sínum þremur. „Ég ákvað þegar ég byrj- aði að teikna allar myndirnar á eitt A3-blað. Ég er farinn að hafa smá áhyggjur af plássleysi en það þýðir líka að ég má ekki gera mörg mistök.“ Daga- talið verður vafalaust tilkomumikið í lok aðventunn- ar en þetta er í fyrsta skipti sem Kári teiknar allar myndirnar á eitt blað. Hann segir börnin hafa gaman af uppátæki föður síns. „Börnin hafa mjög gaman af þessu og bekkjar- systkini dóttur minnar líka. Maður finnur alveg að það er komin smá svona pressa á mann þannig maður reynir að vera búinn að setja þetta inn fyrir svona níu, tíu á morgnana,“ segir Kári, sem birtir myndirnar á Instagram-síðu sinni. - gló Ein mynd á dag fram að jólum Kári Martinson Regal teiknar fyrir framan sjónvarpið með börnunum. DAGATALIÐ Freyja, Kári, Arngrímur og Snæbjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR langar að einbeita mér að tísku- ljósmyndun. Ég hef gert nokkra tískuþætti fyrir stór tímarit hér heima, ásamt einu stærra verkefni úti sem ég get því miður ekki sagt meira um. En þetta er það sem ég vil gera,“ segir hann. adda@frettabladid.is Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Birki rúmföt Verð 9.990 kr Jólatilboð Áður 13.490 kr Opið mánudag til föstudaga frá kl. 9:00 - 18:00 Lau. frá kl. 11:00 - 17:00 og sun. frá kl. 13:00 - 17:00 Vesturlandsvegur H öf ða b ak ki Komið og gerið frábær jólainnkaup! Höfðabakki 9 500,- 1.500,- 2.000,- 4.900,- Margir litir og stærðir 500,- Margir litir og stærðir Margir litir og stærðir Margir litir og stærðir Margir litir og stærðir 2.000,-1.500,-1.000,- Herra, dömu, stutterma og síðermaMargir litir og stærðir Margir litir og stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.