Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 6
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver er höfundur spennusagnanna
sem Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt
sér rétt á?
2. Hvað gerir Hagstofan ráð fyrir að Ís-
lendingar verði margir eftir hálfa öld?
3. Hvað voru margir einstaklingar ætt-
leiddir á Íslandi í fyrra?
SVÖR:
1. Jón Óttar Ólafsson. 2. 446 þúsund. 3. 52 .
UMFERÐ Þeim sem aka á mikið
slitnum eða mjög mikið slitnum
dekkjum hefur fjölgað um 15 pró-
sent milli ára, eða úr 19 prósent-
um í 22 prósent. Þetta sýna niður-
stöður könnunar Brautarinnar
– bindindisfélags ökumanna.
Skoðaður var dekkjabúnaður 600
bíla í lok nóvember í Reykjavík.
Flestir voru á vetrardekkjum
án nagla eða 65 prósent. 26 pró-
sent voru á nöglum en 7 prósent
voru enn á sumardekkjum.
Þeim sem aka á nöglum fækkar
á milli ára um 19 prósent. - ibs
Könnun Brautarinnar:
Fleiri á slitnum
hjólbörðum
VIÐSKIPTI Marel hefur samið við
færeyska laxaframleiðandann
Bakkafrost um afhendingu á bún-
aði í nýja laxavinnslu fyrirtækis-
ins í Glyvrar í Færeyjum.
Búnaðurinn verður í frum-
vinnsluhluta húss Bakkafrosts.
Hann sér um að flokka eftir vigt
og dreifa heilum fiski sjálfvirkt í
hin ýmsu ferli innan vinnslunnar
auk þess að flokka og pakka heil-
um laxi í fasta þyngd í kassa með
hámarkssjálfvirkni.
„Bakkafrost og Marel hafa
um árabil átt afar gott samstarf
og við erum ánægð með að hafa
Marel með í þessu verkefni,“
segir Regin Jacobsen, forstjóri
Bakkafrosts, í tilkynningu. - jhh
Bakkafrost kaupir af Marel:
Flokkunartæki
selt til Færeyja
SAMIÐ UM SÖLU Tækið sér um að
flokka eftir vigt og dreifa heilum fiski.
LÖGREGLUMÁL „Þeir koma bara og
banka á hurðirnar klukkan sjö, hálf
átta í morgun. Kona sem var að þrífa
hleypti þeim inn og þá skiptu þeir
um lása og eru bara búnir að yfir-
taka húsið,“ segir José Garcia, eig-
andi veitingastaðarins Caruso.
José hefur verið í deilum við eig-
anda húsnæðisins, en veitingastaður-
inn stendur á horni Bankastrætis og
Þingholtsstrætis og þar hefur José
rekið Caruso síðustu fimmtán árin.
Leigusamningur José rann út
núna á mánudaginn 15. desember.
Áður hafði viðræður um áframhald-
andi leigu rekið í strand, en José
vildi nýta sér forleiguréttarákvæði
samningsins. Það hafði ekki geng-
ið og rekur eigandi hússins nú út-
burðar mál fyrir dómi og er fyrir-
taka í því máli fyrirhuguð í dag. José
og lögmaður hans segja að sáttavið-
ræður standi yfir og hafi þeir til að
mynda boðið fram þá málamiðlun að
skila húsinu í lok febrúar og falla þá
frá forleigurétti.
Í gærmorgun mættu hins vegar
fjórir menn á vegum eigendanna og
tóku staðinn yfir. Þeir skiptu um lása
þannig að José og annað starfsfólk
staðarins komst ekki inn. Þá reistu
þeir vegg í baksundi hússins þar sem
starfsmannainngangur að staðn-
um er til að varna þeim inngöngu.
Caruso var lokaður í allan gærdag.
„Þetta er skelfilegt. Það er allt inni
í húsinu. Uppgjörið frá því á mánu-
dag, tölvur, allt hráefni, persónu-
legar eigur starfsmanna, bara allt.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera,“
segir José og bætir því við að borða-
pantanabókin sé einnig föst inni á
staðnum. „Við erum með rosalega
mikið bókað fram að jólum og ég get
ekki einu sinni hringt í fólk og látið
það vita af ástandinu,“ segir José
niður dreginn, hann hafi viljað fá
frest til að geta sagt starfsfólki sínu
upp og veita því sinn uppsagnarfrest.
Steinbergur Finnbogason, lög-
maður húseigendanna, Jóns
Ragnars sonar, fyrrverandi rekstrar-
aðila Hótels Valhallar og Hótels
Arkar, og sonar hans, Valdimars
Jónssonar, segir þá í fullum rétti.
„Leigusamningi um þennan veit-
ingastað lauk 15. desember. Hús-
eigandi mætti á staðinn, hitti þarna
starfsfólk og tók við húsnæðinu.“
Steinbergur segir að José og lög-
maður hans hafi í gær fengið tölvu-
póst þar sem óskað var eftir því að
José gerði grein fyrir því hverjar
„meintar eignir“ hans væru í hús-
næðinu og þær yrðu síðan afhentar
honum. Dómsmálið um útburð José
var rekið fyrir hönd eigendanna af
öðrum lögmanni en Steinbergi, sá
sagði sig frá málinu í gær eftir að
atvikið kom upp. Steinbergur mun
því reka málið fyrir þá feðga héðan
í frá.
Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmað-
ur José, hefur lagt fram kæru fyrir
hans hönd á hendur eigendunum.
„Umbjóðandi minn hefur alla tíð
staðið við sínar skuldbindingar sam-
kvæmt leigusamningi. Leigusali
hefur þrátt fyrir það ítrekað reynt að
bola honum út og höfðaði dómsmál
til að freista þess að fá það í gegn en
tapaði því bæði fyrir héraðsdómi og
Hæstarétti. Hann höfðaði svo annað
mál sem nú er til meðferðar fyrir
dómi. Svo fékk ég fregnir af því í
morgun að leigusali hefði mætt með
her manna, ruðst inn í húsið og sitji
þar um eignir José og starfsfólks
staðarins án nokkurrar heimildar.
Það var því ekki um annað að ræða
en að kæra þetta til lögreglu.“
fanney@frettabladid.is
Veitingamaðurinn á Caruso
læstur úti af húseigandanum
José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning.
Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu.
VARNAR-
VEGGUR Hús-
eigandinn reisti
vegg í starfs-
mannaporti til
að varna þeim
inngöngu í húsið.
FRÉTTABLAÐI/GVA
„Jafnvel þótt leigusamningur renni sitt skeið á enda eða leigusamningi sé
rift af hálfu leigusala heldur leigjandi almennt umráðum hins leigða þar
til hann skilar eigninni af sér eða leigusala eru fengin umráð eignarinnar
með atbeina sýslumanns,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður og
kennari í leigurétti við Háskóla Íslands.
Auður segir leigusala ekki geta tekið lögin í sínar hendur og borið
leigjanda sjálfur út heldur verði hann að fara þær leiðir sem löggjöf okkar
býður upp á, það er að höfða útburðarmál eða viðurkenningarmál fyrir
héraðsdómi og krefjast útburðar hjá sýslumanni í framhaldinu.
„Fari leigusali óboðinn inn í hið leigða húsnæði á meðan það er í
umráðum leigjanda getur hann talist hafa gerst sekur um refsivert athæfi,
til dæmis húsbrot. Þetta er svipað og ef ég myndi fara heim til þín og læsa
þig úti,“ segir Auður.
Refsisvert að fara óboðinn í leiguhúsnæði
TJÓN Vatn lak inn í tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið Hörpu í fyrrinótt. Við-
vörunarkerfi hússins gaf lekann til
kynna um miðja nótt og er slökkvi-
liðsmenn mættu á staðinn kom í ljós
að talsverður leki var á fjórðu hæð í
salnum Silfurbergi.
„Þetta fór öllu betur en á horfðist
í fyrstu,“ segir Halldór Guðmunds-
son, forstjóri Hörpu. Útlit sé fyrir
að raflagnir og allur helsti búnað-
ur hafi sloppið við vatns skemmdir.
„Þetta leit alls ekki vel út hérna í
nótt þegar menn komu á staðinn og
það nánast rigndi úr loftræstikerf-
inu,“ bætir Halldór við. Vatn hafi
flætt um gólf á nokkur hundruð
fermetra svæði en vel hafi gengið
að hreinsa vætuna upp og koma í
veg fyrir frekari leka. Öll viðbrögð
starfsmanna og slökkviliðsins hafi
verið snör og hárrétt. Ekki hefur
enn verið metið hve mikið tjón varð
en Halldór segir að það sé umtals-
vert minna en óttast hafi verið í
fyrstu. „Engin truflun verður á
starfsemi hússins umfram þá sem
stafar af veðrinu,“ segir Halldór. - jóe
Forstjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu segir að það megi tala um hellidembu í Silfurbergi:
Betur fór en á horfðist er vatn lak í Hörpu
SILFURBERG
Slökkviliðs-
menn sáu um
að hreinsa upp
vatnið sem lak
inn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?