Fréttablaðið - 17.12.2014, Page 12
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Tæknifyrirtæki sem sinna þjón-
ustu og þróun búnaðar fyrir mat-
vælaiðnaðinn á Íslandi eiga góða
vaxtarmöguleika með að nýta frek-
ar sérþekkingu sína. Frekari vöxtur
tæknifyrirtækjanna er talinn fela í
sér margvíslega möguleika fyrir
matvælaiðnað hérlendis. Brýnt er
talið að efla tengsl tæknigeirans í
matvælaiðnaðinum innbyrðis og við
matvælaiðnaðinn sjálfan.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri greiningu á matvæla-
iðnaðinum á Íslandi og tæki færum
í tæknigreinum sem unnin var í
samvinnu Íslenska sjávarklasans
og Samtaka iðnaðarins.
Heildarveltan 250 milljarðar
Heildarvelta íslenskra fyrirtækja
í matvælatækni er um 250 millj-
arðar króna sé heildarvelta móður-
félaga Marels, Promens og Hamp-
iðjunnar tekin með í reikninginn,
en félögin starfa öll að miklu leyti
utan Íslands og hafa ekki einungis
tekjur af framleiðslu tækjabúnaðar
fyrir matvælaiðnað. Áætluð velta
matvælatæknifyrirtækja innan-
lands er á bilinu 70-80 milljarðar
króna, en þar af eru tekjur annarra
fyrirtækja en þriggja stærstu 35-40
milljarðar króna. Fjöldi starfs-
manna í greininni hér á landi er á
bilinu 1.500 til 1.800.
Áhugi á fullvinnslu
Bjarki Vigfússon, hagfræðingur
hjá Íslenska sjávarklasanum, segir
að um þessar
mundir sé tals-
verður áhugi á
hvers kyns full-
vinnslu matvæla
á Íslandi, bæði
í fiskvinnslu og
annars konar
matvælavinnslu
til útflutnings.
Við þetta skap-
ist ákveðið tækifæri fyrir alla sem
starfa í tæknigeiranum tengdum
matvælum.
„Framleiðsla matvæla í neytenda-
pakkningum til útflutnings getur
aukist á Íslandi en þá þarf líka að
vera til staðar sterk virðiskeðja
allt frá grunnframleiðslunni yfir í
pökkun, markaðssetningu og sölu,“
segir Bjarki og bætir við að styrk-
leikar íslenskra tæknifyrirtækja í
matvælatækni hafi legið í grunn-
vinnslu, t.d. stórum fiskvinnslum.
„Þarna eru heimsklassafyrirtæki.
Tækifærin kunna að liggja í frekari
fullvinnslu innanlands og þá þarf að
styrkja virðiskeðjuna á þeim enda
sem er nær neytandanum en hrá-
efnisöfluninni, t.d. markaðssetning-
unni, okkur skortir þekkingu þar.“
Bjarki telur að mörg smærri
íslensk tæknifyrirtæki geti gert
sig gildandi í matvælaframleiðslu í
nágrannalöndunum í framtíðinni, en
þessi fyrirtæki eru vön því að sníða
smáar og sveigjanlegar lausnir
fyrir íslenska matvælaframleiðend-
ur á þeim litla markaði sem Ísland
er. Í því kunna að vera tækifæri því
áhugi á matvælum sem eru „sér-
framleidd“ og „handgerð“ úr stað-
bundnu hráefni, með sterka sögu á
bak við sig, eykst nú um allan heim.
Samstarf
Innan sjávarútvegsins þekkjast
þess mörg dæmi að tæknifyrirtæki
hafi þróað búnað sinn og lausnir í
áralöngu samstarfi við útgerðina
og fiskvinnsluna. Sjávarútvegurinn
hefur þannig getið af sér fjölmörg
stærri tæknifyrirtæki. Samstarf
af þessum toga er mun sjaldgæfara
innan annarra greina matvælaiðn-
aðarins og hefur byggst upp með
nokkuð öðrum hætti. Almennt má
segja að samstarf matvælageirans
við tæknigeirann byggist á hönn-
un og útfærslu lausna sem auka á
sveigjanleika í framleiðslu.
Ýmis tæknifyrirtæki sem hófu
að bjóða sjávarútvegi þjónustu sína
fyrir 10 til 25 árum hafa smám
saman verið að efla samstarf við
aðra geira matvælaiðnaðarins.
Á þessu sviði hefur átt sér stað
umtalsverð þekkingartilfærsla frá
einni matvælagrein yfir á aðrar.
Marel er besta dæmið um þetta hér-
lendis.
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, segir að greiningin sýni vel
að gróska í matvælatækni er mun
meiri en sýnist vera á yfirborðinu.
Hún staðfesti að sérhæfing inn-
lendra aðila felist í aðlögun stærri
lausna að smærri veruleika. Mikil-
vægið hafi þegar sýnt sig gagnvart
útflutningsfyrirtækjum, t.d. í sjáv-
arútvegi. Matvælatæknifyrirtækin
gegni einnig mikilvægu hlutverki
gagnvart öflugri matvælafram-
leiðslu inn á innanlandsmarkað.
Að því er spurt í skýrslunni hvort
auka megi tækniyfirfærslu milli
greina matvælaiðnaðar með því að
efla samstarf tæknifyrirtækja og
matvælaiðnaðarins í heild.
„Hjá Samtökum iðnaðarins
munum við efla samtalið um tækni-
þróun innan samtakanna. Það getur
leyst úr læðingi krafta sem ýta
undir frekari nýsköpun, framleiðni-
aukningu og þar með betri sam-
keppnishæfni. Við munum standa
að stefnumóti þarfa og lausna í mat-
vælaiðnaði á vordögum þar sem við
beinum sjónum okkar að þessari
gerjun og þeim tækifærum sem iðn-
aðurinn stendur frammi fyrir. Þetta
höfum við gert með árangursríkum
hætti með áliðnaðinum og eins hafa
verkefni innan Sjávarklasans verið
unnin með sambærilegum hætti, og
skilað miklu,“ segir Almar.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Áhugaverð dæmi um samstarf tæknifyrirtækja og matvælaiðnaðar sem
getið hafa af sér íslenskar sérlausnir, og kunna að eiga sér framtíð á
alþjóðamarkaði, eru tíunduð í skýrslunni.
Norður & Co. framleiðir Norðursalt í verksmiðju á Reykhólum. Þessi
verksmiðja var hönnuð af stofnendum fyrirtækisins í samvinnu við Verkís
og Héðin sem annaðist smíði hennar. Verksmiðjan nýtir heitt affallsvatn
frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og byggir á aldagamalli sjálfbærri
aðferð við vinnsluna. Vörur fyrirtækisins hafa hlotið mikla athygli og eru
seldar til ýmissa landa. Önnur matvælaverksmiðja sem nefna má í þessu
sambandi er True Vestfjords sem framleiðir kaldunnið lýsi sem einnig
byggir á gamalli hefð. Verksmiðja True Vestfjords er hönnuð hérlendis.
Samstarf getur af sér íslenskar sérlausnir
Velta 250 milljörðum
Matvælaiðnaður og tæknifyrirtæki sem þjónusta hann eiga góða möguleika til
vaxtar. Velta matvælatæknifyrirtækja innanlands er allt að 80 milljarðar.
MAREL Áætluð
velta matvæla-
tæknifyrirtækja
innanlands er
á bilinu 70-80
milljarðar
króna, en þar af
eru tekjur ann-
arra fyrirtækja
en þriggja
stærstu 35-40
milljarðar.
MYND/SI
BJARKI
VIGFÚSSON
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
80
ÁFANGASTAÐIR
UM ALLT LAND
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.
Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins
á móttökustöðum Eimskips Flytjanda
um land allt
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m
og hámarksþyngd 45 kg.
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka
– aðeins 750 krónur hvert á land sem er.
Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega
með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta
afgreiðslustað á www.flytjandi.is
ALLT
AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5 m
KG45
ÍSLENSK FYRIRTÆKI Í MATVÆLATÆKNI
80
80285
180
er áætluð innlend velta
íslenskra matvælatækni-
fyrirtækja.
fyrirtæki fram-
leiða búnað til
matvælafram-
leiðslu.
er áætluð heildarvelta íslenskra matvælatæknifyrirtækja.
MILLJARÐAR KRÓNA
er verðmæti útflutnings-
framleiðslu matvæla.
250MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
KRÓNA er fram-
leiðsluverðmæti
matvæla til sölu
innanlands.
1.500–1.800
starfsmenn
starfa hjá
matvæla
tæknifyrir-
tækjum.
MILLJ-
ARÐAR
KRÓNA