Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 36
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28
„Mörgum finnst ómissandi að
koma úr miðri jólaösinni inn í
kertaljósin í rökkrinu og hlýða á
fagra tóna,“ segir Ármann Helga-
son, klarinettuleikari í Camer-
arctica, um tónleikana Mozart
við kertaljós sem haldnir verða
á næstu dögum í fjórum kirkjum.
Á dagskránni eru tvær af perlum
Mozarts, Eine kleine Nachtmus-
ik og Klarinettukvintettinn og að
venju lýkur tónleikunum á því að
Camerarctica leikur jólasálminn
Í dag er glatt í döprum hjörtum úr
Töfraflautunni.
„Þetta er 22. árið sem ég spila
á svona tónleikum fyrir jólin
og flestir í þessum hópi,“ segir
Ármann og telur upp þau Hildi-
gunni Halldórsdóttur og Bryn-
dísi Pálsdóttur fiðluleikara, Svövu
Bernharðsdóttur víóluleikara og
Sigurð Halldórsson sellóleik-
ara. Þrír drengir úr Drengjakór
Reykjavíkur syngja líka með,
þeir Benedikt Gylfason, Kjartan
Örn Styrkárson og Tryggvi Pétur
Ármannsson.
Spurður hvort dagskráin sé
alltaf sú sama ár eftir ár svarar
Ármann: „Nei, Klarinettukons-
ertinn tökum við á nokkurra ára
fresti og líka Eine kleine Nacht-
musik. Hvort tveggja er með því
fallegasta eftir Mozart og þar
gildir að góð vísa er aldrei of oft
kveðin.
Tónleikarnir verða í Hafnar-
fjarðarkirkju þann 19., Kópa-
vogskirkju þann 20., Garðakirkju
21. og Dómkirkjunni 22. desemb-
er. „Mér finnst gaman að koma í
allar þessar kirkjur, hver og ein
hefur sinn sérstæða hljóm,“ segir
Ármann og tekur fram að tónleik-
arnir séu klukkustundarlangir og
hefjist allir klukkan 21. Miðasala
er við innganginn.
gun@frettabladid.is
Með því fallegasta eft ir Mozart
Árlegir kertaljósatónleikar Camerarctica verða haldnir í fj órum kirkjum á höfuð-
borgarsvæðinu frá næsta föstudegi fram á mánudag.
CAMERARCTICA Tónlistarfólkið er með sérsmíðaða kertastjaka kringum sig á tónleik unum.
BÆKUR ★★★ ★★
Hans Jónatan. Maðurinn
sem stal sjálfum sér
Gísli Pálsson
MÁL OG MENNING
Íslandssagan er margþættari en
margur heldur. Þótt flestir sem
hafa gengið í gegnum íslenskt
skólakerfi geri sér grein fyrir því
að Ísland var hjálenda Danmerk-
ur öldum saman er ekki eins víst
að fólk átti sig á því að þar með
voru Íslendingar hluti af sama
konungsveldi og fólk í Afríku, á
Indlandi og í Karíbahafinu. Ísland
var hluti af hagkerfi og menningu
sem byggði meðal annars á arð-
ráni og þrælaverslun. Almenn-
ingur á Íslandi varð kannski lítið
var við þessi tengsl og vissi sjálf-
sagt lítið um hvernig sykurinn
sem fluttur var til landsins varð
til, en stundum höguðu örlögin
því þannig að fjarlægustu horn
danska heimsveldisins tengdust á
óvæntan hátt.
Bók Gísla Pálssonar um mann-
inn sem stal sjálfum sér fjallar
um ævi manns sem sýnir þetta
á óvenju skýran hátt. Hans Jón-
atan fæddist árið 1784 sem þræll
á sykurekru á eyjunni St. Croix í
Vestur-Indíum sem þá var dönsk
nýlenda. Hans Jónatan fluttist
með eigendum sínum til Dan-
merkur á unglingsaldri, tók þátt í
vörnum Kaupmannahafnar þegar
Englendingar réðust á borgina
1801 og stakk svo af til Íslands
eftir sögufræg málaferli þar sem
hann tókst á við eiganda sinn um
eignarhald á sjálfum sér – og tap-
aði.
Á Íslandi átti Hans Jónat-
an stutta en farsæla ævi. Hann
varð verslunarmaður, faktor og
seinna bóndi í Berufirði, giftist
íslenskri konu og eignaðist með
henni börn sem síðar eignuðust
fjölda afkomenda; þannig lifa
gen þræladrengsins frá St. Croix
í fjölda afkomenda þeirra.
Gísli Pálsson segir þessa sögu
eftir bestu heimildum, en þær eru
eðli málsins samkvæmt ekki mjög
miklar að vöxtum. Þetta er annar
vandinn sem Gísli þarf að kljást
við sem ævisagnahöfundur, hinn
er algengur þegar skrifaðar eru
ævisögur annarra. Fyrstu tutt-
ugu æviár Hans Jónatans eru efni
í fróðlega og spennandi sögu sem
varpar ljósi á bæði Íslandssögu
og sögu heimsins. Eftir að hann
losnar úr ánauðinni og kemur til
Íslands verður saga hans á hinn
bóginn lík sögu margra annarra.
Eftir að sögu Hans Jónatans
lýkur fjallar Gísli um afkomend-
ur hans og almennt um nýlendu-
stefnu og kynþáttahyggju og
áhrif þeirra á Ísland og Íslend-
inga. Þessir kaflar eru fróðlegir
en maður veltir fyrir sér hvort
betur hefði farið á því að flétta
þá inn í meginfrásögnina. Gísli
er merkur fræðimaður á sviði
mannfræði og það er dýrmætt að
slíkir fræðimenn skrifi verk af
þessu tagi þar sem fræðunum er
miðlað til annarra en sérfræðinga
og nema sem leggja stund á fagið.
Einstaka sinnum saknar maður
þess að hann leyfi sér að sýna
fræðimannshliðina á sér svolítið
meira í bókinni en hún er læsileg
og Gísli er góður sögumaður og
lifandi.
Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Stórfróðleg bók þar
sem höfundurinn notar ævisögu
óvenjulegs manns til að varpa nýju
og nauðsynlegu ljósi á íslenska sögu
og menningu.
Að stela sjálfum sér
GÍSLI PÁLSSON „Gísli er merkur fræði-
maður á sviði mannfræði og það er
dýrmætt að slíkir fræðimenn skrifi verk
af þessu tagi,“ segir Jón Yngvi.
HANS JÓNATAN. Maðurinn sem stal
sjálfum sér.
Skeifan 4, 108 Rvk. • S : 588-1818 • nanathai@yummy.is
banthai.is/menu_nanathai
AF ÖLLU Á MATSEÐLI
FRÍ HEIMSENDING
Öll hulstur
á 1990.-
fram að
jólum
Opið mánudag til föstudaga frá kl. 9:00 - 18:00
Lau. frá kl. 11:00 - 17:00 og sun. frá kl. 13:00 - 17:00
Vesturlandsvegur
H
öf
ða
b
ak
ki
Komið og gerið frábær jólainnkaup!
Höfðabakki 9
500,- 1.500,- 2.000,- 4.900,-
Margir litir og stærðir
500,-
Margir litir og stærðir
Margir litir og stærðir Margir litir og stærðir Margir litir og stærðir
2.000,-1.500,-1.000,-
Herra, dömu, stutterma
og síðermaMargir litir og stærðir Margir litir og stærðir
MENNING