Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 38
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30
London Philharmonic Orchestra
mun koma fram á tvennum tón-
leikum í Hörpu dagana 18. og
19. desember klukkan 19.30. Á
efnisskrá verður Fantasían um
Thom as Tallis eftir Vaughan
Williams, Sinfónía nr. 1 í g-moll
op. 13 eftir Tsjajkovskí og hinn
vinsæli píanókonsert nr. 5 í Es-
dúr op. 73, einnig nefndur Keis-
arakonsertinn, eftir Beethoven.
Stjórnandi verður Osmo
Vänskä sem var um árabil aðal-
stjórnandi Sinfóníu hljómsveitar
Íslands. Osmo er tónlistarstjóri
Minnesota Orch estra en sem
gestastjórnandi hefur Osmo
stjórnað öllum helstu hljómsveit-
um í Evrópu og Norður- Ameríku.
Einleikari verður norski píanó-
leikarinn Leif Ove Andsnes sem
nýlokið hefur við að hljóðrita alla
píanókonserta meistarans.
London Philharmonic Orc-
hestra var stofnuð af Sir Tho-
mas Beech am árið 1932 og er í
dag ein fremsta sinfóníuhljóm-
sveit heims. Meðal aðalhljóm-
sveitarstjóra LPO frá stofnun eru
Sir Adrian Boult, Bernard Hait-
ink, Sir Georg Solti, Klaus Tenn-
stedt og Kurt Masur. Árið 2007
tók Vladimir Jurowsky við stöðu
aðalhljómsveitarstjóra og hefur
verið það síðan. Andrés Orozco-
Estrada mun taka við stöðu aðal-
gestastjórnanda í september 2015.
Frá því að Royal Festival Hall,
salur Southbank Centre í Lond-
on, var byggður árið 1951 hefur
London Philharmonic Orchestra
haft þar aðalaðsetur og leikur 40
tónleika í salnum á hverju tón-
leikaári auk þess að koma reglu-
lega fram bæði í Brighton og
Eastbourne og fleiri stöðum á
Bretlandseyjum. Á hverju ári er
LPO í hlutverki óperuhljómsveit-
ar á Glyndebourne Festival, þar
sem hún hefur verið fastskipuð í
yfir 50 ár. Hljómsveitin ferðast
mikið um heiminn og á tónleika-
árinu 2014-2015 fer hún víða um
Evrópu, Bandaríkin og Kanada,
auk Kína. - fsb
Sinfóníuhljómsveit á heims-
mælikvarða leikur í Hörpu
London Philharmonic Orchestra heldur tvenna tónleika í Hörpu á næstu dögum. Stjórnandi er Osmo
Vänskä og einleikari Leif Ove Andsnes píanóleikari sem leikur Keisarakonsertinn eft ir Beethoven.
GÓÐIR GESTIR Í HÖRPU London Philharmonic Orchestra var stofnuð árið 1932 og
er í dag ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims. MYND/BENJAMIN EALOVEGA
BÆKUR ★★★ ★★
Handan minninga
Sally Magnusson. Þýðandi: Ragn-
heiður Margrét Guðmundsdóttir
SALKA
Handan minninga eftir hina
hálfíslensku Sally Magnusson
er átakanlegur lestur. Þar segir
hún sögu móður sinnar, Mamie
Baird, sem var virt og vinsæl
blaðakona og eftirsóttur ræðu-
maður þegar Alzheimer-sjúk-
dómurinn sótti hana heim og hún
fór að tapa minni og sjálfsmynd
smátt og smátt. Eiginmaður
Mamie og faðir Sallyar var hinn
ástsæli sjónvarpsmaður Magn-
ús Magnusson en hann lést árið
2007 rétt í þann mund sem Alz-
heimerinn var að ná yfirhöndinni
í lífi eiginkonu hans.
Í bókinni rekur Sally sögu
móður sinnar frá barnæsku og
fram á dánardægur árið 2012.
Myndin sem hún dregur upp af
þessari sjálfstæðu og duglegu
konu er sterk og sannfærandi og
ferðalagið inn í myrkur Alzheim-
ersins virkilega hjartaskerandi
lesning. Hlutskipti aðstandand-
ans eru gerð góð skil, og Sally
dregur ekkert undan í lýsing-
um á eigin ráðvillu í átökunum
við sjúkdóminn. Það er sárt að
horfa upp á móður sína breytast
í ókunna manneskju og missa
smátt og smátt tökin á lífinu en
verst af öllu er þó hversu lítið er
til ráða og hve ósköp lítið er enn
vitað um þennan sjúkdóm, orsak-
ir hans og þróun. Hver einasti
sjúklingur er í raun ný ráðgáta
og ómögulegt að segja til
um hvernig
hans/henn-
a r s j ú k-
dómsferli
verður. Það
er því engin
f u r ð a a ð
aðstandend-
ur leiti allra
ráða til að afla
sér upplýs -
inga og reyna
að finna skýr-
ingar og Sally
hefur greinilega
varið ómældum
tíma og kröft-
um í að reyna að
skilja það ferli
sem móðir henn-
ar gekk í gegnum.
Töluvert púður fer
í læknisfræðilegar
upplýsingar í bók-
inni og þótt auðvelt
sé að skilja hvaða þýðingu slíkt
hefur fyrir dóttur sjúklingsins
verður að segjast að þeir kaflar
draga töluvert úr læsileika bók-
arinnar fyrir hinn almenna les-
anda sem fyrst og fremst hefur
áhuga á að fræðast um persónu-
legar hliðar sögunnar.
Bókin er, þrátt fyrir alvarlegt
umfjöllunarefnið, skrifuð með
húmor og hlýju að leiðarljósi og
bráðskemmtileg á köflum. Það er
líka erfitt að komast hjá því að
tárast við lesturinn,
svo nístandi sárar
eru margar lýsing-
arnar þótt hvergi
sé verið að velta sér
upp úr sársaukan-
um og allt tilfinn-
ingaklám sé víðs
fjarri. Í heildina
er bókin einstak-
lega falleg og
marghliða frá-
sögn á tengslum
móður og dóttur
og því ferli sem
dóttirin fer í
gegnum þegar
þau tengs l
rofna vegna
alveldis sjúk-
dómsins.
Þýðing
Ragnheiðar
Margrétar
Guðmunds-
dóttur er dálítið brokk-
geng, talsvert er um að ensk
orðaröð sé látin halda sér, sem
truflar máltilfinningu lesandans,
en á milli eru skínandi vel þýddir
kaflar sem unun er að lesa.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Falleg, hlý og grátleg
frásögn af upplifun höfundar af
Alzheimer-sjúkdómi móður sinnar.
Þegar Alzheimer tekur völdin
➜ Meðal aðalhljómsveitar-
stjóra LPO frá stofnun eru Sir
Adrian Boult, Bernard Haitink,
Sir Georg Solti, Klaus Tenn-
stedt og Kurt Masur.
Efnt verður til Listablands í
Anarkíu í Kópavogi klukkan 20
í kvöld þar sem lesið verður úr
fjórum nýjum bókum.
Halldór Armand Ásgeirsson
les úr skáldsögu sinni Drón, lesið
verður úr ljóðabók Kristians
Guttesen, Í landi hinni ófleygu
fugla, Árni Óskarsson les úr þýð-
ingu sinni á Lólítu eftir Nabokov
og Jón Pálsson les úr skáldsögu
sinni Dýrmundur og málið með
veginn. Þá flytur Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir nokkur lög af diski
sínum Söngvar á alvörutímum.
Listasalurinn Anarkía í Kópa-
vogi hefur nú verið starfræktur í
hálft annað ár og á þegar að baki
um þrjátíu myndlistarsýningar.
Nú í desember efna listamenn-
irnir sem standa að sýningarsaln-
um til samsýningar undir yfir-
skriftinni „Meinvill í Anarkíu“.
Anarkía er til húsa í Hamraborg
3 í Kópavogi og sýningarsalur-
inn er opinn alla virka daga nema
mánudaga kl. 15-18 og um helgar
kl. 14-18.
Upplestur, söngur og myndlist í Anarkíu
Lesið verður úr fj órum nýjum bókum á Listablandi Anarkíu í kvöld, fl utt tónlist og sýnd myndlist.
EINN AF
FJÓRUM
Halldór
Armand
Ásgeirs-
son les úr
skáldsögu
sinni Drón á
Listablandi
Anarkíu í
kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vinir Dóra enda 25. afmælisárið
með Jólablús á Rúbín annað kvöld
klukkan 21 eins og hefðin býður.
Vinirnir eru: Halldór Bragason
gítarleikari og söngvari, Guð-
mundur Pétursson gítarleikari,
Ásgeir Óskarsson
trommuleikari
og Jón Ólafs-
son bassaleik-
ari. Um hljóð
sér Jón
Skuggi.
Jólablús Vina
Dóra á Rúbín
HALLDÓR BRAGASON
Diskurinn Umleikis með tónlist
Unu Sveinbjarnardóttur er kom-
inn út og útgáfutónleikar verða í
Mengi, Óðinsgötu 2, í dag klukk-
an 17. Öll verkin eru frumsamin
af Unu sjálfri og voru tekin upp í
Ísafjarðarkirkju sumarið 2012.
Una er konsertmeistari
Kammer sveitar Reykjavíkur og
hefur verið gestakonsertmeistari
Klassische Philharmonie Bonn,
Trondheim Symfoni orkester,
hljómsveitar Íslensku óperunnar
og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hún kennir fiðluleik og kammer-
tónlist við Tónlistarskólann í
Reykjavík og Nýja tónlistar-
skólann. Diskur hennar Fyrra-
mál kom út árið 2007. Una leikur
á Camillo Camilli-fiðlu smíðaða
1732 í Mantua.
Útgáfutón-
leikar Unu
FAGNAR ÚTGÁFU Una Sveinbjarnar-
dóttir heldur útgáfutónleika í Mengi í
dag. MYND/ÁGÚST ATLASON
25% AF ÖLLUM
SKÍÐAPÖKKUM
OPIÐ MÁN-FÖS 10-18
LAU 11-15
ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600
WWW.MARKID.IS
Topp þjónusta í 30 ár
Ekki gleyma að
leika þér