Fréttablaðið - 17.12.2014, Síða 40
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 32
SAUTJÁN KLUKKUSTUNDIR
AF MIÐGARÐI
Peter Jackson bindur endahnút á kvikmyndir sínar
um Miðgarð með þriðju og síðustu Hobbita-mynd-
inni sem kemur í bíó hérlendis á annan í jólum.
Hún er stysta myndin í seríunni, „aðeins“ 144
mínútur. Samanlagt eru myndirnar sex 1.032
mínútur (fyrir utan lengri útgáfur á mynddiskum),
eða rúmlega 17 klukku stundir.
Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
178 mínútur
Lord of the Rings: The Two Towers
179 mínútur
Lord of the Rings: The Return of the King
201 mínúta
The Hobbit: An Unexpected Journey
169 mínútur
The Hobbit: The Desolation of Smaug
161 mínúta
The Hobbit: The Battle of the Five Armies
144 mínútur
Bjarni Þór Viðarsson, atvinnu-
maður hjá danska knattspyrnulið-
inu Silkeborg, kærasta hans, Dóra
Sif Ingadóttir, og móðir hennar,
Drífa Hilmarsdóttir, opnuðu á dög-
unum barnafatabúðina Bíumbíum.
Hún hefur þá sérstöðu að bjóða
upp á sandkassa frá fyrirtækinu
Krummu fyrir börnin sem þang-
að koma með foreldrum sínum. Í
honum er botnfylli af sandi, svo
að börnin verði nú ekki öll útötuð
í honum.
„Útgangspunkturinn þegar við
ákváðum að opna búð var að við
vildum vera með aðstöðu fyrir
börnin svo að foreldrarnir gætu
verslað í rólegheitum,“ segir
Dóra Sif, sem á sjálf tveggja og
hálfs árs dóttur með Bjarna Þór.
„Fólki fannst við brjáluð þegar við
vorum að útskýra þetta með sand-
kassann áður en við opnuðum en
þetta virkar fáránlega vel og for-
eldrar eiga oft erfitt með að koma
börnunum sínum út aftur,“ segir
hún. „Slagorðið okkar er að versl-
unin sé fyrir mikilvægasta fólk-
ið. Við viljum skapa upplifun líka
fyrir börn að koma hingað.“ Hvað
staðsetningu búðarinnar varðar í
Síðumúla 13 lögðu þau áherslu á
að hægt væri að aka alveg upp að
henni, þannig að auðveldara væri
fyrir foreldrana að komast þangað
með lítil börn.
Í Bíumbíum fást skandinavísk
föt í mildum litum fyrir börn á
aldrinum 0 til 8 ára og fransk-
ir fylgihlutir, þar á meðal skart
í hárið, inniskór, vegglímmiðar
og Barbapabba-næturljós. „Við
höfum fengið ótrúlega góðar við-
tökur og fólk hefur verið rosalega
ánægt,“ segir Dóra Sif, sem fer
aftur út til Danmerkur eftir jól
með Bjarna Þór. Mamma henn-
Með sandkassa fyrir
börnin í nýrri verslun
Bjarni Þór Viðarsson, atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ásamt kærustu sinni,
Dóru Sif Ingadóttur, og móður hennar opnað barnafatabúðina Bíumbíum.
HJÁ SANDKASSANUM Bjarni Þór og Dóra Sif, ásamt dóttur sinni, hjá sandkassa-
num sem hefur slegið í gegn eftir að búðin var opnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ar annast reksturinn í fjarveru
þeirra. „Mamma er búin að vera
að setja upp búðir frá því ég man
eftir mér. Ég var alltaf með henni
í vinnunni og fékk rosalega mik-
inn áhuga á þessu. Núna lang-
aði okkur að prófa að gera eitt-
hvað sjálfar,“ segir hún hress en
mamma hennar hefur m.a. starfað
í Pennanum og Epal.
Sjálf nýtir Dóra Sif í búðinni
reynslu sína af kaupum á vönduð-
um vörum í Danmörku og í Belgíu,
þar sem Bjarni Þór hefur einnig
spilað. freyr@frettabladid.is
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
11.12.2014 ➜ 16.12.2014
1 Ýmsir Óskalög þjóðarinnar
2 Skálmöld Með vættum
3 Gissur Páll Aría
4 Helgi Björns Eru ekki allir sexý
5 Raggi Bjarna 80 ára
6 Jón Jónsson Heim
7 Páll Rósinkranz og Margrét Eir If I Needed you
8 Páll Rósinkranz 25 ár
9 Ýmsir SG jólalögin
10 Ýmsir Pottþétt jól (2014)
1 Amabadama Gaia
2 Ed Sheeran Thinking Out Loud
3 Ásgeir Trausti Stormurinn
4 Jón Jónsson Gefðu allt sem þú átt
5 Hozier Take Me To Church
6 Meghan Trainor Lips Are Movin
7 Olly Murs/Travie McCoy Wrapped Up
8 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk
9 George Ezra Blame It On Me
10 Dotan Home
Slagorðið okkar er
að verslunin sé fyrir
mikilvægasta fólkið. Við
viljum skapa upplifun
líka fyrir börn að koma
hingað.
Dóra Sif Ingadóttir.
Herman Cph Limited púði no. 6
13.900.-
Pyropet kerti
4.900.-
Skjalm P kopar lampi
23.900.-
Mikið úrval af fallegum
hönnunarvörum.
Fáðu sent heim að dyrum.
www.snuran.is
vefverslun S: 537-5101
LÍFIÐ