Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 4
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
38-41 prósent þjóðarinn-ar gæddu sér í gær
á skötu til hátíðarbrigða, ef eitt-
hvað er að marka skoðanakann-
anir fjölmiðla síðustu árin.
SAMGÖNGUR Vörugámar hafa tap-
ast af tveimur skipum Eimskips á
siglingaleiðinni á milli Íslands og
Evrópu að undanförnu. Sjómenn
muna vart annað eins sjólag þar
sem hvert illviðrið hefur rekið
annað frá því í nóvember. Pers-
ónulegir munir, eins og búslóðir,
hafa ekki tapast við óhöppin, er
talið víst.
Ólafur William Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips, segir að
20 tapaðir vörugámar segi aðeins
söguna að litlu leyti hvað varðar
þær aðstæður sem sjómenn á
flutningaskipum á siglingaleið-
inni eru að vinna við.
„Þetta er eiginlega búinn að
vera hreinn hryllingur frá því í
byrjun nóvember. Veturinn byrj-
aði með djúpum lægðum sem skil-
uðu hörðum austanáttum en lagð-
ist svo í hina áttina. Niðurstaðan
er sú að svæðið á milli Færeyja og
Íslands hefur verið eins og sjóð-
andi nornapottur, eins og skip-
stjórnarmennirnir lýsa þessu,“
segir Ólafur og bætir við að öldu-
hæð hafi dögum saman verið tíu
til tólf metrar – eða eins og reisu-
leg skrifstofubygging.
„Menn geta kannski gert sér í
hugarlund þessar vinnuaðstæður
þar sem útilokað er að sofa sól-
arhringum saman, en heilt yfir
hafa skipin verið einum til tveim-
ur sólar hringum lengur á leiðinni
vegna þessara aðstæðna,“ segir
Ólafur.
Það hafsvæði sem er sýnu verst
viðureignar er þar sem gámarn-
ir fóru í sjóinn af Dettifossi, eða
70 til 80 sjó míl ur norðaust ur af
Fær eyj um. Annað skip Eimskips,
Goðafoss, missti fyrr í þessum
mánuði fjóra gáma í sjóinn á
svipuðum stað. Ólafur segir að í
tilfelli Goðafoss hafi engar pers-
ónulegar eignir fólks tapast, og
talið að það sama eigi við um gám-
ana 20 sem nú eru farnir veg allr-
ar veraldar. Þó eigi eftir að ganga
úr skugga um það með óyggjandi
hætti þegar Dettifoss kemur til
heimahafnar.
„Það sem er þó mest um vert er
að engin slys hafa orðið á áhöfn-
um skipanna, en um borð í Goða-
fossi og Dettifossi eru 13 manns
í áhöfn. Því má þakka hversu vel
menn eru þjálfaðir og leggja ekki
út í neina óvissu – eins og að senda
menn út á dekk þegar aðstæður
eru hvað erfiðastar. Betri mennt-
un sjómanna, sem aðrar þjóðir
líta til, hefur skilað því að alvar-
legum slysum hefur fækkað. Það
er nefnilega ekkert sjálfgefið að
sigla hér á milli á vetrum eins
og þessum og skila öllum heil-
um í höfn. Það má þakka reynslu
þeirra og menntun, og erfitt fyrir
fjölskyldur þessara manna að
vita af þeim við vinnu í þessum
aðstæðum,“ segir Ólafur.
svavar@frettabladid.is
Illviðri tefja flutningaskip
svo sólarhringum skiptir
Farmur hefur tapast af tveimur skipum Eimskips í vetur í illviðrum á siglingaleiðinni milli Íslands og Evrópu.
Vistin um borð í skipunum hefur verið mjög erfið. Siglingartíminn lengist um sólarhringa vegna veðursins.
DETTIFOSS Skipið er 14.600 tonn og siglir stöðugt óháð veðri og vindum. MYND/EIMSKIP
Þetta er
eiginlega
búinn að vera
hreinn
hryllingur frá
því í byrjun
nóvember.
Ólafur William Hand,
upplýsingafulltrúi Eimskips
SAMGÖNGUR „Sýnilegt er að
tækjakostur Vegagerðarinnar
annar engan veginn því álagi
og snjómagni sem nú er,“ segir
bæjarstjórn Vesturbyggðar sem
„lýsir áhyggjum vegna þess
ástands sem upp er komið í snjó-
mokstursmálum á sunnanverðum
Vestfjörðum“.
Bæjarstjórnin skorar á Vega-
gerðina að bæta tækjakost og
fyrirkomulag snjómokstursins.
„Einbreið leið er milli Bíldudals
og Patreksfjarðar sem og frá Pat-
reksfirði yfir á Barðaströnd. Þá
er ekki hægt að treysta á að búið
sé að ryðja leiðina milli þéttbýlis-
staðanna snemma að morgni sem
er óboðlegt.“ - gar
Áhyggjur á Vestfjörðum:
Snjómokstur
ekki boðlegur
LEIÐIN RUDD Tækin eru gagnrýnd.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KJARAMÁL Fljótsdalshérað hefur
fengið gullmerki frá PWC fyrir
mjög góða útkomu í könnun fyrir-
tækisins á kynbundnum launamun
hjá sveitarfélaginu.
„Samkvæmt niðurstöðu jafn-
launaúttektarinnar eru laun
kvenna [...] 1,5% hærri en grunn-
laun karla, en heildarlaun karla
eru 1,9% hærri en heildarlaun
kvenna,“ segir í fundargerð bæj-
arráðs. Skýrsluhöfundar segja
muninn innan skekkjumarka og
gjaldgæft að svo lítill munur komi
fram við fyrstu úttekt. - gar
Gullmerki til Héraðsbúa:
Litlu munar á
launum kynja
EFNAHAGSMÁL „Það er eiginlega
kominn meiri kraftur í þetta
en við áttum von á,“ segir Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri.
Umsækjendur gátu staðfest
umsókn um niðurfellingu á höf-
uðstól húsnæðislána frá klukkan
13:14 í gær. Skúli Eggert segir
að mjög fljótt hafi strax á annað
hundrað manns verið búnir að
samþykkja. Hnökrar voru í kerf-
inu strax eftir að fyrstu menn
fóru að staðfesta. Starfsfólk frá
Advania kannaði málið og reynd-
ust hnökrarnir vera vegna álags.
Skúli segir að ferlið hafi geng-
ið vel. „Þetta er flókið ferli,“
segir Skúli og ráðleggur fólki að
gefa sér nægan tíma til að fara í
gegnum það. Það sé mikilvægt
að hafa í huga að samþykktar-
ferlið er ekki búið fyrr en það
kemur skjámynd sem merkt er
kvittun.
Skúli Eggert segir að ferlið
sé ekki síst flókið þar sem eru
breyttar aðstæður hjá mörgum.
Til dæmis breytt hjúskaparstaða,
þar sem fólk hefur eignast aðra
maka og eignast önnur heimili.
Skúli Eggert segir að um 88-89
prósent þeirra sem sóttu um leið-
réttingu í upphafi geti staðfest.
Verið sé að vinna í málum hinna.
„Það tekur bara lengri tíma. Það
eru flóknari tilfelli þar sem lána-
söfn hafa verið keypt, bankar hætt
starfsemi ,“ segir hann. Aðstæður
einstaklinganna spili ekki bara inn
í heldur líka aðstæður fjármála-
stofnananna. - jhh
Ríkisskattstjóri hvetur umsækjendur til þess að taka sér góðan tíma í að staðfesta leiðréttinguna
Hundruð manna staðfestu umsókn í gær
NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Oddvitar
ríkisstjórnarinnar kynntu niðurstöður
leiðréttingarinnar á blaðamannafundi í
Hörpu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Gleðileg Jól
KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS
Jólabúðin þín!
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
GLEÐILEGA HÁTÍÐ! Kuldi og hægviðri einkenna jólaveðrið í ár. Í dag verður hæg
breytileg átt og kalt, yfirleitt léttskýjað S- og V-til en skýjað og stöku él N- og A-lands. Á
morgun þykknar upp með snjókomu sunnan- og vestanlands.
-2°
3
m/s
-2°
4
m/s
-3°
3
m/s
3°
2
m/s
Hægur
vindur
en 10-15
m/s á
Snæfells-
nesi.
Yfi rleitt
hæg
breytileg
átt.
Gildistími korta er um hádegi
15°
26°
-1°
11°
15°
-1°
7°
6°
6°
22°
12°
17°
18°
18°
10°
10°
7°
10°
-2°
3
m/s
1°
7
m/s
0°
2
m/s
-1°
3
m/s
0°
2
m/s
-2°
3
m/s
-10°
2
m/s
-1°
-2°
-2°
-3°
-2°
-1°
-3°
-2°
-1°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN