Fréttablaðið - 24.12.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.12.2014, Blaðsíða 46
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 42 SÓLSTAFIR Í ÞRIÐJA SÆTI Plata Sólstafa, Ótta, er í þriðja sæti á lista hins virta tónlistarmiðils The Quietus yfir bestu metalplötur ársins. „Jafn epísk, óheft og ævintýragjörn og hin mikla plata Svartir sandar frá 2011, sem manni fannst samt einhvern veginn vera of stórlát– flýjandi túndruna í staðinn fyrir að taka henni opnum örmum,“ segir í dómnum. „Ótta nær loksins að grípa þessa einangrunar- tilfinningu, þessa víðáttu höfuðskepnanna sem hefur verið svo kirfilega flækt við sándið þeirra síðan þeir hættu að hallast meira að dauðametal. - þij HÖFUNDAR HITTUST Bók Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar um 120 bjórtegundir var mest selda bók landsins um mat og drykk fyrir jólin. Útgefandinn Crymogea prentaði hana samanlagt í sex þúsund eintökum. Teiknarinn Rán Flygenring á stóran þátt í bók- inni. Hún býr í Ósló og hitti þá Stefán og Höskuld aldrei á meðan bókin var skrifuð. Hún er stödd á Íslandi í jólafríi og ákvað þríeykið því að hittast loksins í gær. Þrátt fyrir að Rán sé lítið fyrir bjór má telja líklegt að þau hafi látið renna í bjórkollu til að skála fyrir fundinum. - fb Kristín Ketilsdóttir, sérfræð- ingur hjá hjólaframleiðandanum Specialized í Kína, eyðir jólunum á eyjunni Koh Rong í Kambódíu. „Við erum sex mjög góðir vinir sem búum í Sjanghæ og okkur langaði að breyta til um jólin og heimsækja nýja staði. Við höfð- um ferðast til flestra landa í Asíu, en ekkert okkar hafði eytt tíma í Kambódíu og við vorum öll áhugasöm um land og þjóð,“ segir Kristín. Í hópnum ásamt Kristínu eru Þjóðverji, Ítali, Taívani og þrír Frakkar. „Einn Frakkinn kom með gæsalifur að heiman sem verður jólamaturinn, ásamt hverju því sem boðið er upp á á Koh Rong. Aðstæður þar eru mjög frumstæðar og sérstaklega á þessari eyju, þar sem aðgang- ur að rafmagni er aðeins á milli klukkan 18 og 22 á kvöldin. Við höfum því öll afsökun fyrir að láta hefðbundinn jólamat eiga sig í ár og allt það stúss sem fylgir,“ segir Kristín og hlær. Á Þorláksmessumorgun vökn- uðu þau klukkan fimm til þess að fylgjast með sólarupprásinni við Angkor Wat. „Það eru þvílík forréttindi að skoða þessi mann- virki og listaverk sem eru horf- in og við áttum ógleymanlegan dag, og svo sannarlega ólíkan þeim sem ég hef átt hingað til,“ segir hún. Aðfangadagskvöldi ætla þau að eyða á ströndinni. „Við munum líklegast sitja við varðeld, synda í sjónum og gefa hvert öðru gjafir. Ef aðstæður leyfa munum við hringja í okkar nánustu, en vegna þess hve raf- magnið er takmarkað er ekki víst að það verði hægt. Ég ætla því að hafa varann á og hringja áður en við förum með ferjunni yfir,“ segir Kristín. Gústaf Úlfarsson eyddi jólun- um 2012 einn í Dubai í sólinni með McDonald’s. „Ég ákvað bara að nota tækifærið og prófa þetta fyrst að ég gat það,“ segir Gúst- af. Hann hafði verið að vinna í Afríku og millilenti í Dubai, en í stað þess að fara heim til Íslands ákvað hann að eyða jólunum þar. „Ég hafði það bara sem mottó að gera allt sem ekki er hægt að gera á aðfangadag á Íslandi og gera alveg andstæðuna við það sem maður gerir venjulega. Í staðinn fyrir skötu borðaði ég flugvélamat og í staðinn fyrir hamborgarhrygg fékk ég mér McDonald’s,“ segir Gústaf. Kvöldmáltíðin hans á aðfanga- dag samanstóð af tveimur ost- borgum, frönskum og kók. „Svo varð ég að sjálfsðgðu að fá mér McFlurry í eftirmat, og auðvitað með Oreo.“ Restinni af aðfangadegi eyddi hann í að fara í hæstu byggingu heims, liggja í sólinni, synda í sjónum og í vatnsrennibrauta- garðinum Atlantis. „Maður er alltaf skjannahvítur á jólunum, en þarna varð ég eldrauður og flagnaði í staðinn,“ segir Gústi og hlær. En sá hann ekkert eftir þess- ari ákvörðun? „Nei, alls ekki. Ég er bara miklu þakklátari fyrir jólin núna og kann að meta þau og fjölskylduna betur,“ adda@frettabladid.is Eyðir jólunum við varðeld í Kambódíu Flest höldum við hefðbundin jól heima með okkar nánustu, en ekki alltaf. Það þekkja þau Kristín Ketilsdóttir, sem eyðir jólunum í ár við varðeld í Kambódíu, og Gústaf Úlfarsson sem borðaði jólamatinn árið 2012 á McDonald’s í Dubai. FLOTTUR HÓPUR Kristín ásamt ferðafélögum sínum í Kambódíu. GÚSTAF uppi í hæstu byggingu heims á aðfangadag. Á EYJUNNI mun Kristín eyða kvöldinu á ströndinni á Koh Rong. SKREIÐ UNDIR BÍL Gunnar Helgason leikari flaug á haus- inn á leiðinni á pósthúsið með fangið fullt af jólakortum. Kortin enduðu undir bifreið og sum ofan í polli en Gunnar lét ekki deigan síga og skreið undir bílinn. „Þegar ég var búinn að átta mig á því að ég var hvergi brotinn skreið ég undir bílinn og náði kortunum með herkjum. Þau síðustu lágu í polli undir miðju húddinu og það var ekki fyrr en fimm mínútum síðar og í þriðju tilraun að ég náði þeim með því að leggjast sjálfur í poll,“segir Gunnar og biður vandamenn afsökunar á skítugum kortum í ár. - kbg „Ég eyddi nokkrum árum í að reyna að láta mér líða betur. Það er erfitt að vera skapandi þegar þér finnst heilinn í þér vera eins og hrærð egg.“ LEIKKONAN REESE WITHERSPOON Í VIÐ- TALI VIÐ 60 MÍNÚTUR UM SKILNAÐ SINN VIÐ RYAN PHILLIPPE ÁRIÐ 2006.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.