Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 12
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Alvörujólasveinar og ekki
Þeir sem taka að sér hlutverk jóla-
sveinsins verða að vanda til verka.
Það var á jólaballi fyrir drjúgt löngu
sem ungur drengur efaðist strax um
uppruna jólasveinanna sem áttu að
vera hrókar alls fagnaðar. Hann kom
efasemdum sínum ákveðið á fram-
færi við föður sinn, sem reyndi hvað
hann gat til að fá barnið ofan af
þessari skoðun. Rökræður feðg-
anna ágerðust. Báðir fundu svör
við athugasemdum hvor annars.
Sonur einlæg, faðirinn ekki. Að
því kom að sonur spilaði út
síðasta trompinu. Hann
sagði stundarhátt: „Pabbi,
jólasveinar eru ekki í
adidassokkum.“ Þar með
féllu frekari samræður
um málið niður.
Hlutverk jólasveinsins
Það er alvörumál að taka sér hlutverk
jólasveins og þau sem það gera verða
að standast kröfur. Verða að kunna
jólalög og ekki síst að kunna að klæðast
jólasveinabúningi. Ekki er leggjandi á
börn og fullorðna að horfa upp á illa
tilhafðan jólasvein. Skeggið verður að
vera gott, búningurinn trúverðugur, létt-
leikinn verður að vera til staðar. Eins
og sagt var frá hér til hliðar má alls
ekki klæðast adidassokkum eða
öðrum þeim fötum sem fást í
næstu búð. Engin vörumerki
mega sjást. Gera ætti
kröfur um jólasveina-
próf, og þau sem
ekki standast
það fái ekki að
vera í hlutverki
jólasveins.
Frændi forsetans
Vinsælastur allra í Noregi er Selfyss-
ingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari
norska kvennalandsliðsins í hand-
bolta. Á Vísi er haft eftir Camillu
Herrem, leikmanni liðsins, að Þórir viti
nákvæmlega hvað hann eigi að segja
við leikmenn liðsins og að hún fái
stundum gæsahúð við að hlusta
á hann. „Hann veit hvað
hann á að segja upp á hár.
Þórir hefur verið í þessu mjög
lengi og það er enginn betri
en hann í að halda rónni
þegar mikið liggur við. Það
gerir hann einstaklega vel.“
Þórir og Ólafur Ragnar
Grímsson eru bræðrasynir,
og ætla má að ræðusnilld-
in sé ættgeng.
sme@frettabladid.is
Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samning-
ar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerð-
ir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans
eru þegar farnir að segja upp og búast má
við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið
er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa
kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að
læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst
mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri
tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og
allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð
eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um
árabil en nú er komið los á mannskapinn og
ástæðurnar tel ég þessar:
1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem
sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta
gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd
þessa er stóraukin aðsókn með aukinni
eftir spurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu
á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofur-
álagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði
sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða.
2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki
gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur
leitt til miðstýringar og samþjöppunar
valds, fækkað starfsstöðvum og dregið
úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetu-
möguleikum. Hún hefur líka orðið þess
valdandi að gripið er fyrr til dýrari með-
ferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki
lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið
eftirlitslaust.
3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígis-
menn heilbrigðiskerfisins, eru eins og
danski forsætisráðherrann Monrad í Slés-
víkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveru-
leikatengsl, eru enn að bera sig saman við
þjóðir sem standa okkur langtum framar
og reka í ofanálag gegndarlausan áróður
fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun
vandann.
4. Eftir bankahrunið áttu margir von á
breyttu gildismati og lýðræðisumbótum.
Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa
landsmenn á kennitöluflakkara vaða
uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra
og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu
saman. Ei furða þótt áhugi á samfélags-
legri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem
eygja aðra kosti hugsi sinn gang.
Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna.
Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er
svo komið að heill heilbrigðiskerfisins velt-
ur á tiltölulega fámennum hópi. En það er
ekki hans að bera samfélagið á herðum sér,
ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk
að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta
lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins
um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo
kosti. Annars vegar að semja við lækna og
fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja
inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert
í fiskvinnslunni.
MONRAD 2014
HEILBRIGÐISMÁL
Lýður Árnason
læknir í Laugar-
ási og vaktstjóri
Lýðræðisvaktar-
innar
Gleðilega
hátíð
Í
kvöld höldum við jólin hátíðleg. Það skiptir ekki máli hvort
við gerum það vegna fæðingar frelsarans, sigurs ljóssins
yfir myrkrinu (í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu) eða
einfaldlega vegna þess að það er hefð, burtséð frá því hvaðan
hún kemur. Fyrst og fremst er það samveran, hátíðleikinn og
hlýjan sem gera jólin að því sem þau eru.
En það eiga ekki allir gleðileg jól og hafa fjölmiðlar undanfarið
greint frá þeim sem ekki hafa efni á að halda jólin með mann-
sæmandi hætti. Fréttaskýringaþátturinn Brestir sagði í desember
frá neyð þeirra sem lítið hafa
milli handanna fyrir jólin. Hjálp-
arsíður á Facebook eru stút-
fullar af beiðnum um aðstoð frá
einstaklingum og fjölskyldum
sem hafa ekki efni á því að fæða
sig og klæða. „Það eru foreldrar
að svelta sig til að eiga mat fyrir
börnin,“ segir umsjónarmaður
slíkrar síðu. Fréttablaðið greindi einnig frá því í gær að Hjálp-
ræðisherinn, sem býður þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda
eða vilja ekki vera einir, í hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld,
hafi sprengt utan af sér húsnæðið. Þá er Konukot, næturathvarf
fyrir heimilislausar konur, Gistiskýlið, athvarf fyrir heimilislausa
karla, Kaffistofa Samhjálpar, Dagsetrið og fleiri staðir að undir-
búa sína hátíðarstarfsemi fyrir þá sem á þurfa að halda.
Svona fréttir eru oft óvelkomnar í desember. Eftir allt þá vill
fólk ekki eyðileggja jólastemminguna með samviskubiti yfir
bágindum annarra. Vonandi verður það til þess að einhverjir láti
sitt af höndum rakna til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín
en langalgengastur er þó meirihlutinn sem fær sína friðþægingu
úr því að frjáls félagasamtök séu að sinna vandamálinu. Og satt er
að félagasamtök og einstaklingar hafa unnið þrekvirki til að gera
líf þessa fólks bærilegra yfir hátíðarnar. Svo mikið að auðvelt er
að réttlæta sinnuleysið og gleyma því að við búum í þjóðfélagi þar
sem okkar minnstu bræður geta ekki haldið mannsæmandi jól.
Í kvöld á að vera hátíð ljóss og friðar, tími náungakærleiks og
alls þess besta sem býr í okkur. Sinnuleysi gagnvart fólki í neyð
gengur ekki einungis gegn öllu sem við kennum börnunum okkar
um jólahátíðina heldur er einnig dæmi um hið óæskilega sem býr
í mannskepnunni; sjálfselsku, eigingirni og skort á hluttekningu.
Allt tilfinningar sem eiga að vera úti í kuldanum um jólin. Það
ætti að vera markmið okkar flestra að hætta að tilheyra hinum
sinnulausa meirihluta og leggja okkar af mörkum til að tryggja
að allir geti haldið jól. Þannig að í kvöld þegar við sitjum í for-
réttindum okkar, vel mett af kræsingum og tökum á móti dýrum
gjöfum frá ástvinum okkar þá væri ekki úr vegi að hugsa til
þeirra sem minna mega sín. Til þeirra sem hafa þurft að svelta
sig til að eiga fyrir málamyndagjöfum og mat í kvöld. Til þeirra
sem þurfa að leita á náðir ókunnugra til að geta yfirhöfuð haldið
daginn hátíðlegan. Og vonandi verður það til þess að um næstu jól
muni aðeins fleiri láta sig þennan hóp varða, annaðhvort í formi
fjárframlaga, vinnu eða annarra góðverka. Því jólin verða aldrei
hátíð kærleika, ljóss og friðar ef öllum gefst ekki tækifæri til að
njóta þess. Hugsum um það í kvöld.
Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla!
Hættum að tilheyra sinnulausa meirihlutanum:
Ekki geta allir
haldið gleðileg jól
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is