Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 1. júní 2015 | FRÉTTIR | 11 Nýjar uppþvottavélar frá Siemens með Zeolith®-þurrkun sem er afburðagóð og árangursrík þurrkun og byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Orkuflokkur A+++. Þurrkhæfni A. 13 manna. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. „aquaStop“- flæðivörn. Stytta má vinnslutímann á öllum kerfum vélanna. Eitt sjálfvirkt kerfi. Siemens uppþvottavélar hafa lent í fyrsta sæti hjá virtum neytendasamtökum í Evrópu undanfarin ár. -allt svo glitrandi og þurrt! Kynningarverð: 109.900 kr. Uppþvottavél, SN45M208SK (hvít) Uppþvottavél, SN45M508SK (stál) Kynningarverð: 122.900 kr. Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. „All in 1“ uppþvotta- töflurnar frá Finish fylgja með öllum Siemens uppþvottavélum. SAMFÉLAG Nær tvö hundruð gjafa- kort Hjálparstarfs kirkjunnar hafa selst í verslunum Hagkaups nú í maímánuði. Ágóðanum af sölu gjafakortsins „Gleðilegt sumar“, sem kostar 1.200 krónur, verð- ur varið til að styrkja efnaminni barnafjölskyldur í sumar. „Um nokkur hundruð börn hafa notið góðs af styrkjum frá okkur á sumrin og fjöldinn verður svip- aður nú,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi. Stuðningurinn er margþættur, að því er hún greinir frá. „Við kaup- um árskort í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og miða í útileikhús- ið. Við gefum auk þess gjafakort svo að fjölskyldan geti keypt ís og hamborgara svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið er að fjölskyldan geti gert eitthvað skemmtilegt saman.“ Verkefnið Samvera og góðar minningar er skipulagt sumarfrí fyrir barnafjölskyldur í sumar- búðum skáta við Úlfljótsvatn 8.-12. júní. Í sumarbúðunum verða 20 fullorðnir og 50 börn. Áætlað er að um helmingur þátttakenda verði fjölskyldur af erlendu bergi brotn- ar. Í sumar er jafnframt á dagskrá tilraunaverkefni sem heitir Að rækta garðinn sinn, en það er mat- jurtarækt og námskeið um rækt- un, næringargildi, matreiðslu og geymslu grænmetis. Því er ætlað að stuðla að samveru fjölskyld- unnar, útivist, hreyfingu, góðri næringu, verkkunnáttu og bættri sjálfsmynd barna jafnt sem for- eldra. - ibs Hjálparstarf kirkjunnar selur gjafakort til stuðnings barnafjölskyldum sem standa höllum fæti: Hundruð barna njóta styrkja í sumar Í SUMARBÚÐUM Hjálparstarf kirkjunn- ar býður barnafjölskyldum í sumarbúðir við Úlfljótsvatn. MYND/HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR HAGSTOFAN Verðmæti afla upp úr sjó nam tæpum 16,2 milljörðum í febrúar eða 41,7 prósent hærra en í febrúar 2014. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands. Vegur þar þyngst aflaverðmæti loðnu sem nam tæpum 6 milljörð- um og jókst um um 4 milljarða samanborið við febrúar 2014. Aflaverðmæti þorskaflans nam 6,2 milljörðum í febrúar sem er ríflega 24% aukning miðað við sama mánuð 2014. Aflaverðmæti á tólf mánaða tímabili frá mars 2014 til febrúar 2014 nam 142,6 milljörðum. - ngy 42 prósent hækkun í febrúar: Aflaverðmæti eykst milli ára MENNINGARMÁL Minjastofnun Íslands hefur veitt 10 milljóna króna styrk úr húsafriðunar- sjóði vegna hins 167 ára gamla Faktorshúss á Djúpavogi. Sveitar- stjórn þar segir styrkinn mjög mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu við húsið. Fara á í samfellda vinnu við fyrsta áfanga við Faktorshúsið, það er frágang lóðar og 1. hæð, og ljúka þeim áfanga á næsta ári að því er segir á vef hreppsins. Sam- hliða á að halda áfram að leita stuðnings við verkefnið. - gar Styrkur úr húsfriðunarsjóði: Fá tíu milljónir í Faktorshúsið DJÚPIVOGUR Faktorshúsið er gráa húsið fremst. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR REYKJAVÍKURBORG „Mikils ósam- ræmis gætir í aksturssamning- um hjá borginni annars vegar og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarinnar hins vegar,“ segir í bókun sjálfstæðismanna í borgar- ráði. Þeir vilja vita um áhrif upp- sagna á aksturssamningum 432 borgarstarfsmanna fyrir hálfu ári. BHM krefjist að uppsagnirnar verði dregnar til baka því þær séu kjaraskerðing. „Hver er sparnaðurinn af upp- sögnum aksturssamninga? Hefur notkun leigubíla eða bílaleigubíla aukist eða útgjöld aukist af öðrum ástæðum?“ er meðal annars spurt. - gar Spurt um aksturssamninga: Vilja vita hvað hefur sparast JAFNRÉTTI Orkuveita Reykjavíkur hlaut Hvatningarverðlaun jafn- réttismála árið 2015. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti Bjarna Bjarnasyni, for- stjóra Orkuveitunnar, viðurkenn- inguna í gær. Orkuveitan hefur markvisst tekið skref til jafnréttis og að jafna stöðu kynjanna. Fyrir- tækið hefur unnið að því að breyta vinnuumhverfinu þannig að það henti betur báðum kynjum. Verðlaunin eru veitt í annað sinn en í fyrra fóru þau til Rio Tinto Alcan. - srs Jafnréttisverðlaun til OR: Vinnan henti báðum kynjum VIÐURKENNING Rio Tinto Alcan fékk verðlaunin í fyrra. MYND/FESTA 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -C 5 6 C 1 7 D 5 -C 4 3 0 1 7 D 5 -C 2 F 4 1 7 D 5 -C 1 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.