Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 Hanna María K r i s t j á n s - dóttir hefur verið ráðin forstöðu- maður Þekkingar- seturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði. Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrinu, sem stofnað var í apríl sl., er jafnframt ætlað að stuðla að marg- víslegri háskólakennslu og fræðslu- starfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæð- inu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Hanna María hefur starfað sem verkefnastjóri hjá menntamála- ráðuneytinu vegna þróunarverk- efnis um eflingu menntunar á Suðurnesjum og sem kennslustjóri hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í vímu ók upp á torg Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karl- mann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtorgi á Hafnargötu. Maðurinn var óánægður með afskipti lögreglu og lét ófriðlega. Flytja þurfi hann í járnum á lög- reglustöð, þar sem hann játaði neyslu á kannabis. Þá hafði lög- regla afskipti af öðrum ökumanni sem reyndist bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna við akstur- inn. Þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði, reyndist hafa neytt áfengis áður en hann ók af stað. Tveir hinir síðarnefndu voru einnig fluttir á lögreglustöð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Hvað er löggan að skipta sér af? Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði á sunnudag akstur rúmlega tvítugs karlmanns, sem reyndist ekki hafa ökuréttindin í lagi. Spurður um ökuskírteini kvaðst hann ekki eiga svoleiðis skilríki, enda ekki nema von þar sem hann væri í miðjum klíðum að taka ökupróf. Hann tjáði lög- reglu að hann væri búinn með verklega þáttinn í prófinu, en ætti eftir þann bóklega og væri meira að segja með prófbókina með sér í bílnum. Hann kvaðst vera stóru- ndrandi á að lögreglan skyldi vera að skipta sér af honum þegar málum væri svona háttað. Honum var tjáð að hann yrði að ljúka öllum prófferlinum áður en hann gæti farið að keyra og svo var hann sektaður á staðnum. Átta óku of hratt Lögreglan á Suður- nesjum hafði afskipti af átta ökumönnum um og eftir helgina sem allir áttu það sameiginlegt að aka yfir löglegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók á Reykjanes- brautinni, þar sem hámarks- hraði er 90 km, mældist á 129 kílómetra hraða. Annar ökuþór mældist á 111 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km og hinn þriðji mældist á rúmlega 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á allt að 50 km hraða. Þá voru númer klippt af þremur bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma. ›› FRÉTTIR ‹‹ TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR NÁMSKEIÐ Í HLJÓMASLÆTTI Á KASSAGÍTAR Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í litlum hópum, 1 klst. í senn á þriðjudagskvöldum í 8 vikur. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. október nk. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Þórustíg 7, Reykjanesbæ. Kennari er Þorvaldur Már Guðmundsson Námsgögn innifalin í námskeiðsgjaldi. Innritun stendur yfir til miðvikudagsins 3. október nk. frá kl. 13:00 - 17:00 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 421-1153 Skólastjóri NJÁLS SAGA Þorvaldur Sigurðsson, bókmennta- og íslenskufræðingur fjallar um Njáls sögu á þriðjudag- skvöldum kl. 20-22 á bókasafninu, alls 7 skipti. Hefst 25. september nk. Skráning í afgreiðslu safnsins, í s. 421 6770 eða með tölvupósti á bokasafn@reykjanesbaer.is Bókasafn Reykjanesbæjar. FRÍSTUND HEIÐARSKÓLI Frístund Heiðarskóla óskar eftir að ráða starfsmann í 50 % starf. Vinnutími er frá kl. 13:00 - 16:00 Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri í síma 420 4500 Daglegar fréttir www.vf.is ›› Ásbrú: Réttað verður í Þórkötlustaðaréttum laugardaginn 22. september kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Haustmarkaður handverksfólks verður starfræktur á svæðinu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að ganga austur í Þórkötlustaðahverfi á nýjum malbikuðum göngustíg sem nær að Þórkötlustaðaréttum. Bílastæði verða sérmerkt að þessu sinni svo bílar teppi ekki umferð á Suðurstrandarvegi/Austurvegi. Björgunarsveitarmenn munu leiðbeina ökumönnum hvar best er að leggja. Árásargjarn hákarl sýndi köfurum mikinn áhuga við höfnina í Garði í hádeginu á mánudag. Hákarlinn synti ítrekað í áttina að köfurum sem voru í höfninni. Engin hætta var á ferðum, enda hákarlinn fjarstýrður og fer líklega með hlutverk í kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life of Walter Mitty. Höfnin í Garði verður notuð til að taka upp stórar senur í myndinni en undirbúningur fyrir tökurnar stendur nú yfir í Garði. Sett hefur verið upp flotbryggja við Gerða- höfn og þar var verið að prófa há- karlinn góða á mánudag. Höfnin í Garði er vinsæl til kvik- myndagerðar. Nú er t.a.m. verið að frumsýna í bíó kvikmyndina Djúpið eftir Baltasar Kormák. Í þeirri kvikmynd eru mörg atriði sem eru tekin við höfnina í Garði og einnig í Helguvíkurhöfn. Þau at- riði myndarinnar hafa fengið góða dóma kvikmyndagagnrýnenda sem segja atriðin jafnast á við það besta sem James Cameron gerði í Titanic og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Árásargjarn hákarl í höfninni í Garði Þórkötlustaðaréttir á laugardaginn Hanna María til Þekk- ingarseturs Suðurnesja BMW hreiðrar um sig hjá Verne Global Þýski bílarisinn BMW hefur leigt pláss hjá Verne Global gagnaverinu á Ásbrú í Reykja- nesbæ. Ætlunin hjá fyrirtækinu er að nota tölvubúnaðinn í að keyra öfluga gagnareikna (ofurtölvur) sem verða notaðir af verkfræð- ingum fyrirtækisins við hönnun á nýjum bílum. Í upphafi verða 10 tölvur í gagna- verinu en til stendur að þeim fjölgi innan skamms. Fyrirtækið segir aðstæður hér á landi vera ákjósan- legar þar sem gagnaverið sé um- hverfisvænt og auk þess þurfi ekki mikla orku til að kæla tölvukerfi þeirra með sérstökum kælum, heldur sér íslenska veðráttan alfarið um það.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.