Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 Leiðari Víkurfrétta Eyþór Sæmundsson, blaðamaður vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 27. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is Kveðja Það eru breytingar í loftinu, bókstaflega. Það er farið að kólna og liturinn á trjánum er meira farinn út í rautt og gult. Það breytist hjá manni lundin og venjur verða aðrar þegar hausta tekur og enn eitt frábært sumar að baki. Hjá mörgum Suður- nesjamanninum boðar haustið upphaf körfuboltans og um leið lok fótboltans. Skólinn byrjar jú líka. Fótboltatímabilið er reyndar orðið full langt að mati undirritaðs en það er orðið helvíti kalt undir það síðasta. Það hefur svo líklega einhver áhrif á aðsókn á leikina sem hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hjá Suðurnesjamönnum þetta árið. Grindvíkingar urðu loks að sætta sig við fall í 1. deild karla í fótbotanum en undanfarin ár hafa þeir jafnan bjargað sér frá falli á einhvern ótrúlegan hátt. Það verða því aðeins Keflvíkingar sem halda uppi heiðri Suðurnesjamanna í fót- boltanum næsta tímabil. Reyndar hefur sumarið ekki verið gott hjá knattspyrnuliðum á svæðinu yfir höfuð. Ekkert lið hefur verið að ná áberandi góðum árangri og ekki fóru neinir bikarar á loft þetta árið í meistaraflokkunum. Það kemur vonandi bara í körfunni enda eru allir stóru titlarnir þar í eigu Suðurnesjaliða. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að Sport- húsið opnaði nýlega glæsilega líkamsræktarstöð uppi á Ásbrú. Þar er mikið líf enda mikil gróska í líkamsræktar- bransanum hér sem annars staðar á Íslandi. Þetta er líka sá tími þar sem flestir byrja aftur að hreyfa sig eftir afslappað sumar. Eigendur Sporthússins segja viðbrögð hjá fólki hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum og það hefur verið „brjálað“ að gera frá opnun um síðustu helgi. Þarna er nú komin aðstaða eins og best verður á kosið og er Sporthúsið á Ásbrú þriðja stærsta líkamsræktarstöð landsins, rúmir 2000 fermetrar. Eitt að lokum. Nú líður að því að ég segi skilið við starf mitt sem blaðamaður hjá Víkurfréttum. Við tekur nám og búferlaflutningur erlendis. Þetta rúma ár sem ég hef starfað hér hefur verið ákaflega lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég er uppalinn hér í Reykjanesbæ (lesist Njarðvík), en hafði búið um nokkurt skeið á höfuðborgarsvæðinu og erlendis áður en ég kom hingað til starfa. Eftir þessa fjarveru þá leit ég samfélagið hérna á Suðurnesjum óneitanlega öðrum augum en þegar ég kvaddi heimahagana rúmlega tvítugur. Ég hef nú fengið einstakt tækifæri til að kynnast ýmsu hér á svæðinu sem ég hefði annars aldrei gefið mér tíma í að skoða. Jafnframt tækifæri til þess að starfa við það sem ég hef áhuga á. Hundruð manna hafa orðið á vegi mínum og margir spennandi atburðir hafa gerst á þessum tíma. Fyrir utan allt það sem ég hef lært af reynslumiklu samstarfsfólki. Takk fyrir mig. Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Menntun og Mannrækt Svipmyndir úr skólastarfi í Háaleitisskóla Gaman í skólanum. Duglegir nemendur niðursokknir í námið. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt. Háaleitisskóli: Háaleitisskóli á Ásbrú tók til starfa haustið 2008 og er nú á fimmta starfsári. Í skólanum eru 135 nemendur í 1. - 7. bekk. Háaleitisskóli er útibú frá Njarð- víkurskóla en rekinn sem sjálf- stæður skóli með eigin hefðir og skólamenningu. Ásgerður Þor- geirsdóttir er starfandi skólastjóri Háaleitisskóla og Njarðvíkurskóla en Anna Sigríður Guðmunds- dóttir er aðstoðarskólastjóri Háa- leitisskóla og sinnir daglegum rekstri skólans. Skólinn er á fyrsta framkvæmda- rári í Heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS) og eru ein- kunnarorðin ÁBYRGÐ – SAM- VINNA – TILLITSEMI. Heild- stæður stuðningur er árangursríkt stjórnunartæki sem reynist öllum nemendum vel og líka þeim sem hættir til hegðunarvandamála. PBS er inngrip vegna hegðunar einstakra nemenda, bekkja og skóla í heild og samvinnu við fjölskyldur. Kerfið byggist á stuðningi handa öllum nemendum skólans. Verkefnið byggist á því að skólasamfélagið setji fram skýrar reglur um æski- lega hegðun á viðeigandi svæðum og nemendum eru kenndar vænt- ingar til hvers svæðis fyrir sig. Heildstæður stuðningur við já- kvæða hegðun byggist á samvinnu og samskiptum allra starfsmanna skólans. Settar eru skýrar reglur um afleiðingar óæskilegrar hegð- unar og aðgerðir starfsfólks við að styrkja jákvæða hegðun nemenda. Nemendum eru kenndar reglur og væntingar fyrir hvert svæði skól- ans og sýnileg umbun notuð til að styrkja æskilegu hegðunina með svokölluðum hrósmiðum. Lögð er áhersla á gagnasöfnun til að meta árangur verkefnisins og til að vinna jafnvel frekar með þau svæði sem nemendur hafa ekki náð að tileinka sér viðeigandi væntingar fyrir. Í Háaleitisskóla eru starfandi metn- aðarfullir og áhugasamir kennarar sem hafa að leiðarljósi að koma til móts við þarfir nemenda skólans. Einkunnarorð skólans, menntun og mannrækt, eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Skólastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt, gert til að höfða til nemenda skólans og virkja áhuga þeirra á námi. Listaaka- demía opnar í Reykjanesbæ ListaAkademía Reykjanes-bæjar tekur til starfa að Klif- tröð á Ásbrú þann 16. október nk. ListaAkademían verður með fjölþætta kennslu í listum. Kennd verður m.a. grafík, málun, teikning, kvikmyndagerð, hljóð- vinnsla, skúlptúr og listasaga. Það er myndlistarmaðurinn Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson sem stendur að akademíunni. Einnig verður boðið upp á fyrir- lestra myndlistarmanna um ýmis- legt er varðar nútíma myndlist. Markmið skólans verður að koma á fót almennri akademískri kennslu í listum á sömu forsendum og m.a. Myndlistaskóli Akureyrar. Í fyrstu mun skólinn verða rekinn í anna- skiptum áföngum sem hver stendur í 3 mánuði í senn. Fyrir áramót og eftir áramót. Nemendur verða að velja a.m.k. fjögur fög í hverjum áfanga, en öllum er frjálst einnig að sækja alla áfanga sem í boði eru hverju sinni. Skólagjald fyrir hvern áfanga verður 45.000.- kr og gildir það fyrir allt skólastarf. Skólinn hefur sett upp heimasíðu á slóðinni; www.listaakademia.com. Stálu olíu af vörubíl Á annað hundrað lítrum af olíu var stolið af vörubifreið í Reykjanesbæ í síðustu viku. Sá sem tilkynnti stuldinn tjáði lög- reglunni á Suðurnesjum að gul slanga hefði legið meðfram hlið vörubílsins þegar komið var á vettvang. Þetta vakti að vonum grunsemdir og þegar að var gáð reyndust 100 til 150 lítrar af olíu horfnir úr tanknum. ›› FRÉTTIR ‹‹

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.