Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Hvers vegna Noregur? Jú, maðurinn minn sem er raf- virkjameistari vildi takast á við ný verkefni þar, vinna stuttan vinnu- dag fyrir góð laun og prófa að búa erlendis. Hann sá auglýsingar í blöðunum hérna heima og ákvað að sækja um. Fyrst var ég ekkert voða spennt fyrir þessari hug- mynd en svo vissi ég að hann yrði að fá að prófa þetta ef hjarta hans kallaði á svona ævintýri. Ég hafði áður prófað að búa í Danmörku og þekkti þessa tilfinningu að vilja flytja til útlanda, maður verður bara að láta það eftir sér. Það er engu að tapa, allt að vinna, ég vissi það af eigin reynslu. Ég hafði sjálf lært helling af því að búa erlendis og vildi una honum þess einnig að prófa. Honum var svo boðin vinna hjá stöndugu fyrirtæki í litlum bæ, sem er á stærð við Grindavík og þar blómstrar hann í nægum verkefnum. Það er nóg að gera hjá honum en hann er einn af verk- stjórum fyrirtækisins, sem telur á fjórða tug starfsmanna. Er Marta þá komin á fullt í nám- skeiðahald? Nei, veistu, ég ákvað að prófa eitt- hvað allt annað þegar við fluttum hingað út. Fyrst hafði ég enga at- vinnu í Noregi og þegar ég var búin að þrífa húsið hátt og lágt, sem við leigjum þá ákvað ég að gera eitthvað meira skapandi við krafta mína og settist við tölvuna. Bækurnar hafa komið til mín eins og fuglar með skilaboð en á þessu ári hérna úti hef ég skrifað þrjár heilar bækur og er byrjuð á þeirri fjórðu, sem einnig er á ensku en hinar tvær eru á íslensku. Ég byrjaði fyrst að skrifa endur- minningar mínar á íslensku um Það þurfti landflutninga til að hún opnaði fyrir rithöfundinn innra með sér. Já hún Marta Eiríksdóttir sem áður var með Púlsinn námskeið og skrifaði reglulega í Víkurfréttir undir „Lífið í bænum“ og „Blómstrandi mann- líf“ hefur nú söðlað um. Hún er flutt til Noregs og getur kallað sig alþjóð- legan rithöfund núna, því hún er búin að gefa út bók á enskri tungu, sem dreift er víða um heim í gegnum Amazon og Barnes & Nobles og fleiri bókaverslanir á veraldarvefnum. Við forvitnuðumst nánar um Keflvíking- inn sem hefur verið á þönum síðustu daga og vikur yfir Atlantsála og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. ›› Marta Eiríksdóttir þurfti að flytja til útlanda til að opna fyrir rithöfundinn sem bjó innra með henni: Skrifar bækur í Noregi hvernig mér fannst að verða full- orðin og fann hvernig ég vann úr eigin lífi við þá upprifjun. Þegar ég var í kringum tvítugt var ég nefnilega vansæl og óörugg ung kona, sem gekk í gegnum andlegar raunir. Það var gott að skrifa sig í gegnum þann texta. Svo ákvað ég að skrifa næstu bók á ensku, sem ég vildi tileinka öllum konum, öllum gyðjum veraldar, þar sem ég rifja upp alla þá þætti sem hafa mótað mig sem sjálfsörugga konu, sem veit hvað hún vill. Þetta er í leiðinni sjálfstyrkingarhvatning til kvenna. Ég vissi af bókaútgáfu Louise Hay í Ameríku en hjá hennar fyrirtæki hafði ég sótt nokkrar ráðstefnur og ákvað að gefa út fyrstu bókina mína þar. Ég vil að bækurnar mínar skilji eftir sig góð og uppbyggileg spor í lesendum mínum. Eftir rúman mánuð hérna úti fékk ég hlutastarf á leikskóla og uni mér enn þar á meðal lítilla barna við leik. Hvernig gengur að tala norsku? Það gengur bara mjög vel, við erum bæði orðin næstum altalandi eftir eins árs dvöl hérna. Við fórum ekki á nein námskeið, heldur bara kom þetta en við ákváðum að tala aldrei ensku hérna, frekar nota fingramál í fyrstu til að gera okkur skiljanleg eða töluðum bara íslensku. Þetta tungumál er svo skylt íslenskunni og þeir eru duglegir Norðmenn- irnir að minna okkur á að við erum brottfluttir Norðmenn, sem tölum ennþá gammelnorsk. Hvernig er að búa í Noregi? Það er mjög fínt en við búum hérna inni í djúpum firði, umkringd háum fjöllum og skógi á alla vegu. Það er mjög grænt hérna allan ársins hring vegna barrtrjánna og auðvitað fullt af góðu súrefni einnig vegna trjánna. Við leigjum hús í næstum þrjú hundruð metra hæð á Fjallgötunni og erum með stórkostlegt útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Fólkið er mjög líkt okkur Íslendingum finnst okkur, vin- gjarnlegt og heilt en þeir dásama íslensku þjóðina og vilja heimsækja landið okkar. Það virðist vera á óskalistanum hjá öllum þeim sem við hittum hérna. Norðmenn minna okkur reglulega á að við séum nánir frændur þeirra og að við séum fólkið sem flutti burt frá Sognfirði, Vestlandinu, svæðinu sem við hjónin búum núna á. Þegar við komum hingað þá fundum við mikið fyrir sögu Íslendinga hérna, því í bænum okkar er kóngagröf frá árinu 870 en þar hvílir Auðbjörn kóngur, sem var veginn af Haraldi Hárfagra. Ég er alveg viss um að við Íslendingar höfum ekki bara Marta Eiríksdóttir og Friðrik Friðriksson, eiginmaður hennar, við Hvíta húsið í ferð þeirra til Bandaríkjanna á dögunum. Útsýnið út um eldhúsgluggann hjá Mörtu í Noregi. Á myndinni að ofan má svo sjá yfir Geirangursfjörð sem er ægifagur og er í næsta nágrenni við heimabæ Mörtu. Marta á meðal þeirra bestu á bókamessunni í Bandaríkjunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.