Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 21 Á NÝJUM STAÐ Í REYKJANESBÆ, BOLAFÆTI 1 421 7708 - www.bilahusid.is Vox Felix er sönghópur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson sem Suðurnesja- menn þekkja fyrir margvísleg skapandi tónlistarstörf, ekki síst á sviði popptónlistar. Nægir þar að nefna sýninguna, Með blik í auga, sem sýnd var fjórum sinnum á Ljósanótt, fyrir fullu húsi. Þarna gefst ungu fólki tækifæri til þess að kynnast spennandi hliðum á tónlistinni og láta á sig reyna í þessu skapandi verkefni. Kórinn mun taka fyrir létt trúar- leg verk auk annars tónflutnings. Kirkjurnar á Suðurnesjum standa í sameiningu fyrir kórnum. Nemendur FS geta fengið góða ástundun metna sem eina ein- ingu. Æfingar fara fram í Gamla Grá- gásar húsinu að Vallargötu 14, kl. 16:45 á fimmtudögum. Ekki þarf að senda tilkynningu, bara mæta á svæðið! Seldu listaverk fyrir alvarlega veik börn Hugulsöm börn í Vogunum tóku til hendinni og söfn- uðu töluverðu fé fyrir börn sem glíma við alvarlega, sjaldgæfa og ólæknandi sjúkdóma. Börnin sem eru á aldrinum þriggja til níu ára söfnuðu pening með því að teikna sjálf myndir og ganga í hús og selja íbúum Voga, sem tóku afar vel í uppátækið. Móðir eins listamannsins sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi átt hugmyndina alveg skuld- laust og voru þau vöknuð fyrir allar aldir og farin að teikna nú um helgina. Vel gekk að selja glæsileg listaverkin og söfnuðust á annan tug þúsunda króna sem renna munu í söfnunina Á allra vörum, en um 100 milljónir hafa þegar safnast. Fimmtudaginn 23. ágúst hélt 0% Suðurnes stofn-fund sinn í Grágás í Keflavík. 0% Suðurnes er klúbbur í 0% hreyfingunni sem eru samtök fyrir ungt fólk á aldrinum 14 - 30 ára sem valið hefur sér lífsstíl án áfengis og annarra vímuefna. Á stofnfundinum var kosin ný stjórn og er stjórninni ætlað að gera starfsáætlun fyrir klúbbinn og hafa m.a. hitting og viðburði fjórum sinnum í mánuði til að byrja með. 0% Suðurnes er í Grágás Vallarbraut 14 í Keflavík en þar er hópur fólks sem ætlar að gera gamla Grágásar- húsið að flottri félagsmiðstöð fyrir ungt fólk. 0% Suðurnes stóðu fyrir kynnningu starfsins í opnu húsi í Grágás á Ljósanótt. Margir velunnarar klúbbsins hafa styrkt þau myndar- lega meðal annars með fjárstyrkjum eða gjafabréfi á hraðlestrarnámskeið og munu styrkirnir nýtast vel. 0% Suðurnes ætlar að hafa samvinnu við æskulýðsstarf á Suðurnesjum, íþróttafélög og fleiri. Ný stjórn 0% 2012-2013: Formaður, Helgi Laxdal, rit- ari, Þorgeir Steingrímsson og gjaldkeri, Ólafur Veigar Jarlsson ásamt meðstjórnendum og varamönnum. 0% hreyfingin hefur í 3 ár staðið fyrir vikulegum at- burðum í Reykjavík þar sem félagsfólk hittist sér til skemmtunar og afþreyingar. Sumarnámskeið ACTIVE Evrópusamtakanna var haldið á Úlfljótsvatni í byrjun ágúst og voru hér 250 ungmenni frá 25 þjóðum sem skemmtu sér í viku í vímulausu umhverfi. „0% hreyfingin sér þörf fyrir því að skapa vímulausa skemmtun fyrir ungt fólk og vill bæta aðstöðu ungs fólk á þeim vettvangi,“ sagði Helgi Laxdal nýkjörinn formaður 0% Suðurnes. 0% Suðurnes tekið til starfa í gömlu Grágás Ungbarna- söngnámskeið í Keflavík Fimmtudaginn 27. sept. kl. 11:00 hefst í "Gamla Grágásar húsinu" í Keflavík ungbarnasöng- námskeið í umsjá Ester Daníels- dóttur van Gooswilligen. Ungbarnatrallið eða "Babysong" er frábært námskeið sem farið hefur sigurför um alla Skandinavíu. Nám- skeiðið að þessu sinni er sérstaklega ætlað ungum mæðrum og nær yfir 10 skipti. Námskeiðið er ókeypis og er skrán- ing þegar hafin. Hámark 12 börn með foreldri komast að. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Ester í síma 694 3146 eða hjá ester@herinn.is Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ Vox Felix - sönghópur fyrir 16-25 ára Frá vinstri efri röð: Björn Hermann, Kristín Júlíana 10 ára, Alexandra Líf 7 ára, Anna Hjartadóttir 7 ára, Anna Ingibjörg 7 ára, Emma 8 ára. Neðri röð frá vinstri: Viktoría 6 ára, Arnbjörg Hjartadóttir 5 ára, Andrea 3 ára. Karen Lind 7 ára.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.