Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 23 Helgina 28.-30. september næstkomandi verður fullt hús fróðleiks hjá Keili á Ásbrú, sem er í sjálfu sér ekki frétt- næmt, nema að þá helgi stendur Íþróttaakademía Keilis fyrir ráð- stefnu fyrir fagfólk úr íþrótta- og heilsugeiranum. Slíkar ráðstefnur eru mikilvægur þáttur í endur- menntun þjálfara og annars fag- fólks er starfar við heilsutengd störf þar sem mikil framþróun á sér stöðugt stað í rannsóknum og aðferðafræði íþrótta- og heilsu- fræðinnar. Um 20 fyrirlesarar flytja erindi og standa að vinnustofum, þar af koma tveir erlendis frá. Johnny Gillespie, þekktur yoga- og styrktarþjálfari frá Bandaríkjunum verður aðalfyrir- lesari en hann er eigandi líkams- ræktarstöðva í Delaware og hefur getið sér gott orð innan Banda- ríkjanna fyrir þjálfunaraðferðir sínar og er reglulegur fyrirlesari hjá hinum virtu þjálfarasamtökum National Strength & Conditioning Association. Johnny er sérfræð- ingur í hreyfikeðju mannslíkamans og kennir áhrifaríka aðferð við að virkja vanvirka vöðva, hvort sem um er að ræða atvinnufólk í íþróttum eða almennt kyrrsetufólk. Til þessa blandar hann saman yoga-æfingum og hefðbundinni styrktarþjálfun en hann predikar að keðjan sé aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Einnig mætir Norðmaðurinn Altle Arntzen sem starfar sem þjálfunar- og vörustjóri (product manager) hjá líkamsræktarkeðjunni ELIXIA sem er ein sú stærsta á Norðurlöndum. Atle á einn stærstan þátt í viðsnún- ingi í söluaukningu einkaþjálfunar innan fyrirtækisins en ELIXIA hefur stungið samkeppnisaðila sína af í veltuaukningu síðan 2007 og ber nú herðar og höfuð yfir aðra á einkaþjálfaramarkaði Norður- landa. Fyrirlestrar Atle fjalla um mikilvægi þjónustu og áhrifaríkar aðferðir við sölu á þjónustu eins og einkaþjálfun. Flest heilsufagfólk, svo sem nuddarar, sjúkraþjálfarar og styrktarþjálfarar geta auðveld- lega tileinkað sér aðferðafræðina sem Atle kennir. Fjöldi íslenskra fyrirlesara verða einnig á staðnum með fyrirlestra og vinnustofur þar sem hugsunin er að miðla þekkingu og reynslu fagfólks til fagfólks. Þátttakendur geta valið á milli tveggja til þriggja fyrirlestra hverju sinni svo að dag- skráin verður ekki einslit hjá öllum þátttakendum. Þannig ná gestirnir að hámarka hag sinn af ráðstefn- unni með því að velja efnistök eftir áhugasviði hvers og eins. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara þjálfararáðstefnu ÍAK er að finna á vefsíðu Keilis: www. keilir.net/iak. Keflvíkingar náðu í langþráðan sigur á heimavelli í Pepsi-deild karla í fótbolta um síðastliðna helgi, en þá unnu þeir stór- sigur á liði Fram, 5-0. Glöggir áhorfendur hafa sjálfsagt tekið eftir því að Keflvíkingar hituðu upp á vallarhelmingi Nettóvallarins sem snýr að íþróttahúsinu við Sunnubraut og svo skiptu þeir einnig um varamannaskýli en vanalega sitja varamenn í skýlinu sem er nær Hringbrautinni. Zoran Ljubicic þjálfari Keflvíkinga viðurkenndi að þarna hafi Keflvíkingar verið að reyna að breyta til en þeim hefur ekki gengið sérlega vel á heimavelli í sumar. „Okkur hefur gengið betur á útivelli í sumar og ákváðum að vera útiliðið að þessu sinni,“ sagði Zoran léttur í bragði í sam- tali við Víkurfréttir. „Það var ákveðin sálfræði í þessu og maður getur svo sem sagt ýmislegt eftir á, þar sem þetta virðist hafa heppnast.“ Zoran hrósaði engu að síður leikmönnum sínum enda vinnast leikirnir ekki í varamannaskýl- unum. „Þeir lögðu sig alla fram og sýndu þetta Keflavíkurhjarta, þannig unnum við leikinn.“ Þjálfarinn viðurkenndi að honum hafi verið létt enda var þetta sannkallaður sex stiga leikur. „Þarna voru að mætast lið sem voru að berjast fyrir lífi sínu og það var allt undir. Nú förum við aðeins rólegri í næsta verkefni en þar mætum við öðru liði sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni,“ en þar á Zoran við lið Selfoss en sá leikur fer fram í dag, fimmtudag. Zoran segir að Keflavíkurliðið geti með með góðu móti komist upp töfluna í lok móts en það sé algerlega undir leikmönnum komið, möguleikinn sé sannarlega fyrir hendi. Keflvíkingar eiga þrjá leiki eftir: Gegn Selfossi á útivelli í dag, Breiðablik heima og loks KR á útivelli. Sem stendur eru Keflvíkingar í 7. sæti með 27 stig en liðið í 2. sæti er með 31 stig. Það getur því ýmislegt gerst á lokasprettinum í þess- ari jöfnu deild. Flestum knattspyrnuáhugamönnum er líklega ljóst að Grindvíkingar féllu ný- lega úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 tap gegn ÍBV í Eyjum. Þar náðu þeir á ævintýralegan hátt að bjarga sér frá falli í fyrra en frá byrjun sumars hafa Grindvík- ingar siglt hægt og bítandi að feigðarósum, og nú er fallið orðið staðreynd. „Stemningin er eins og búast má við, en þegar þetta er orðið að veruleika þá er soldið þungt yfir mönnum,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Ólafur Örn Bjarnason í samtali við Víkurfréttir fyrr í vikunni. „Þetta er kannski búið að vera í kortunum undanfarinn mánuð eða svo, jafnvel í allt sumar. Þetta kemur alls ekki upp sem eitt- hvert áfall allt í einu. Við vitum það sem erum í þessu og þeir sem hafa verið að fylgjast með fótbolta að þetta hefur alveg verið í spilunum,“ heldur Ólafur áfram. Grindvíkingar eiga enn eftir að leika þrjá leiki og telur Ólafur að nálgunin verði sú sama í þá leiki eins og alla aðra. „Þó svo að liðið sé fallið þá þýðir það ekki að menn leggi sig ekki fram í þá leiki sem eftir eru. Við erum jú íþróttamenn og viljum alltaf vinna, sama hver staðan er. Ég veit ekki hvort það sé einhver misskilningur en menn vilja alltaf vinna og reyna að gera sitt besta. Það verður ekki skortur á vilja í síðustu verkefnunum en það er bara spurning um hversu langt menn fara á því.“ Síðasti heimaleikur Grindvíkinga í efstu deild að sinni er gegn Íslandsmeisturum síðasta árs, KR en þeir röndóttu hafa ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. „Þó svo að þeim hafi ekki gengið vel að undanförnu þá vita flestir Ís- lendingar að KR er sennilega best mannaða lið Íslands í dag. Við erum væntanlega ekki að fara að spila við KR á næsta ári og því verður gaman að mæta þeim,“ segir Ólafur en hann vill jafn- framt hvetja Grindvíkinga til þess að fjölmenna á leikinn og hita vel upp fyrir lokahófið sem fram fer fljótlega. Ólafur segir að stuðningurinn á bak við liðið og gengi liðsins haldist að vissu leyti í hendur. „Það hefur alltaf verið viss stuðningur bak við Grindavíkurliðið sama hvert gengið er. Þegar útlitið var orðið fremur svart fyrr í sumar, þá fann maður að trúin var aðeins farin að minnka og því voru kannski færri að mæta á völlinn. Þetta var þó svipað og undanfarin ár nema í ár var útlitið orðið slæmt snemma á tímabilinu.“ En eru Grindvíkingar þá með lakasta lið deildarinnar? „Það skiptir ekki öllu máli hvað mér finnst, því taflan lýgur ekki. Þegar þú ert þetta langt frá hinum liðunum og miðað við framistöðuna í sumar, þá er ekki hægt að mótmæla stöð- unni. Svo má alltaf reyna að finna einhverjar ástæður fyrir slæma genginu. Auðvitað hafa mikið af lykilmönnum verið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þannig er hægt að segja, að ef við hefðum haft alla þá leikmenn, hvernig hefði okkur gengið þá? Það er tilgangslaust að tala um það, staðan er eins og hún er og menn verða bara að sætta sig við það.“ Á tvö góð ár eftir Fyrirliðinn Ólafur er nú orðinn 37 ára gamall og segist hann ætla að hugsa sig vel um að loknu tímabili um hvert framhaldið á hans ferli verði. „Maður þarf vissa fjrlægð frá þessu áður en maður tekur fullmótaða ákvörðun um fram- haldið. Maður heldur öllu opnu,“ segir Ólafur en hann segir að líkamlega sé hann enn í fínu standi. „Það er þó þannig að þegar það gengur illa þá tekur það bæði á líkamlega og andlega, frá því verður ekki hlaupið og maður tekur það með í reikninginn þegar tímabilið verður gert upp.“ Í fyrra þjálfaði Ólafur lið Grindvíkinga ásamt því að leika sjálfur með liðinu en það segir hann hafa verið ómögulegt. „Ég hef tvímæla- laust áhuga á því að þjálfa en fyrir mér var erfitt að sameina það að spila og þjálfa í fyrra. Ég hef þó ennþá gaman af því að spila fótbolta og sé fyrir mér að geta gert það áfram. Þjálf- unina hefur maður þó bak við eyrað en ég hef áhuga á að reyna fyrir mér á þeim vettvangi.“ Blaðamaður þykist greina að Ólafur hafi hug á að spila áfram og hann segist vilja gera það meðan hann hefur enn gaman af fótboltanum. „Þetta eru kannski tvö síðustu árin sem maður getur spilað fótbolta en þjálfun er svo í boði síðar. Maður verður bara að setja þetta inn í þessa jöfnu og taka svo einhverja gáfulega ákvörðun,“ segir Ólafur að lokum. - Grindvíkingar munu leika í 1. deild í knattspyrnu að ári Taflan lýgur ekki Keflvíkingar voru útilið á heimavelli Fagráðstefna þjálfara á vegum Íþróttaaka- demíu Keilis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.