Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Side 8
6. KirkjuÞinq
1. mál
Frv. var vísað til löggjafarnefndar.
Nefndin klofnaði um málið. Fjórir nefndarmenn: Þorsteinn B.
Gíslason, Þórarinn Þórarinsson, Friðjón Þórðarson og Þórður
Möller, lögðu til, að þingið afgreiddi málið með eftirfarandi
dagskrá:
Þar sem frumvarp um biskupa hinnar íslenzku þjóðkirkju hefir
verið til umræðu á öllum þeim Kirkjuþingum, sem haldin hafa verið
frá því að þau voru upp tekin 1958, og skoðanir þingmanna hafa
einatt verið all skiptar um veruleg efnisatriði frumvarpsins,
svo sem tölu biskupa, afstöðu þeirra innbyrðis og afstöðu biskups--
dæmanna og takmörk, og ekki hefur verið leitað álits kirkjufunda
úti um land í þessum efnum, ályktar Kirkjuþingið að vísa málinu
til kirkjuráðs til könnunar á vilja prófastsdæmanna um takmörk
biskupsdasmanna og tölu biskupanna, ef henni skuli breytt, og að
þeirri könnun lokinni verði málið lagt fyrir næsta nýkjörið
Kirkjuþing, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.
Hinn helmingur nefndarinnar: Jósefxna Helgadóttir,
Þorbergur Kristjánsson, Björn Magnússon og Gunnar Árnason, lögðu
til, að frv. væri samþykkt með þessum breytingum:
1»qr. Orðið rftinnig" falli niður.
2. gr. Orðist svo: Takmörk biskupsdæmanna eru J>essi: Reykja-
víkurbiskupsdæmi nái yfir Reykjavíkurprófastsdæmi og Kjalarness-
pxofastsdæmi að Vestmannaeyjum undanskildum, Hólabiskupsdæmi yfir
HÓlabiskupsdæmi hið forna, Mulaprófastsdæmin og Strandaprófasts-
dæmi, Skálholtsbiskupsdæmi yfir aðra landshluta.
3. gr. 3.1iður: 1 stað "kennarar" komi prófessorar.
b♦qr. l.liður orðist svo : Embættisskrifstofa Reykjavíkur-
biskups er jafnframt skrifstofa kirkjuráðs.
2.1iður orðist svo: Kirkjumálaráðherra skipar henni
skrifstofustjóra (biskupsritara) að fengnum tillögum^iskups.
3.liðux í stað "skrifstofu kirkjuráðs" komi:skrifstofuna
Síðasti liður falli niöur.
7.gr. 3ja málsgrein orðist svo: Biskup getur tilnefnt prest
eða prófast í biskupsdæminu sem varamann (officialis) sinn.