Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 5
6. KirkjuÞinq
1. mál
• 1* gr.
Biskupsdæmi hinnar íslenzku þjóðkirkju skulu vera þrjú,
Reykjavíkur- Skálholts- og Hólabiskupsdæmi, og skulu biskupar
sitja á stöðum þeim, sem biskupsdæmin eru við kennd. Kirkju-
málaráðherra getur ákveðið, að Holabiskup skuli einnig hafa
annað aðsetur í biskupsdæminu, ef meiri hluti sóknarpresta og
safnaðarfulltrua biskupsdæmisins óskar þess.
2. gr.
Takmörk biskupsdæmanna eru hin sömu og var til forna,
en undan Skálholti takast Reykjavíkur- og Kjalarnessprófasts-
dæmi og verða Reykjavíkurbiskupsdæmi.
3. gr•
Forseti Islands veitir biskupsaæmi að undangengnu biskups-
kjöri. Prófastar og þjónandi prestar hvers biskupsdæmis kjósa
sér biskup. Kennarar við Guðfræðideild Háskóla íslands, þeir er
kjörgengir eru til biskups, hafa kosningarrétt í Reykjavíkur-
biskupsdæmi. Skipa skal þann er hlýtur 3/5 atkvæða við biskups-
kjör. Nú hlýtur enginn það atkvæðamagn og skal þá kjósa að nýju
milli þeirra tveggja, sem flest hlutu atkvæði. Veroi þeir jafnir
skal veita embættið þeim, sem eldri er £ þjónustu kirkjunnar.
Kjörgengir eru allir þeir, sem fullnægja skilyrðum til prests-
embættis í þjóðkirkjunni, án tillits til pess, hvar búsettir eru.
Kirkjumálaráðherra setur með reglugerð fyrirmæli um framkvæmd
biskupskosningar.
4. gr.
Biskupar eru sjálfkjörnir á Kirkjuþing, enda verði leik-
mannafulltrúum á Kirkjuþingi fjölgað um 2. Biskupar eru forsetar
þingsins á víxl eftir þeirri röð, sem þeir koma sér saman um.
Biskupar eru og sjálfkjörnir í kirkjuráð, en það skal auk