Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Page 6
6. Kirkjuþing
« / o
mál
þeirra vera skipað 4 mönnum, kjörnum á Kirkjuþingi. ökuiu
3 þeirra vera leikmenn úr sínu biskupsdæmi hver, en sá fjóröi
þjónandi prestur. Kirkjuráð fer með umboð þjóðkirkju íslands
ót á við og fyrirsvar hennar í þeim málum, sem varða hana í
heild. Reykjavíkurbiskup er forseti Kirkjuráðs.
5. gr.
Kirkjuráð hefur skrifstofu í Reykjavík og er hún jafnframt
embættisskrifstofa Reykjavíkurbiskups. Kirkjumálaráðherra skipar
henni skrifst^fustjóra (biskupsritara) að fengnum tillögum biskupa
en Kirkjuráð ræður annað starfslið með samþykki ráðherra.
Kostnaður við skrifstofu Kirkjuráðs greiðist úr ríkissjóði. Hún
annast afgreiðslu og fyrirgreiðslu sameiginlegra mála kirkjunnar
gagnvart stjórnarvöldum og erlendum aðiljum og rekur erindi ein-
stakra biskupsdæma samkvæmt tilvísun biskupa. Biskupinn í Reykja-
vík hefur umsjón með skrifst^funni í umboði Kirkjuráðs.
6. gr.
Kirkjuráð hefur á hendi vörzlu sameiginlegra sjóða kirkjunna
og þeirra kirkjueigna, sem hún hefur eða fær umráð yfir. Það ráð-
stafar samkvæmt tillögu biskupa því fé, sem veitt er árlega til
prestssetra. Sjóðir og aðrar kirkjueignir, sem um hlutverk tak-
markast við tiltekir biskupsdæmi, skulu vera í vörzlu hlutaðeigand
biskups, ef lög eða reglugerðir mæla því eigi í gegn.
7. gr.
Biskup vígir eftirmann sinn, verði því við komið, ella fram-
kvæmir biskupsvígslu sá biskup, sem eldri er í biskupsembætti,
eða að árum, sé embættisaldur jafn.
Biskupar fara hver um sig með sérmál biskupsdæmis síns. Þeir
vígja presta og kirkjur og framkvæma annað það í biskupsdæminu,
sem lög, reglur eða venjur fella undir biskupsvald. Þeir skulu
vísitera presta og söfnuði biskupsdæmis síns eigi sjaldnar en á
fimm ára fresti.
Biskup skipar prófasta í biskupsdæmi sínu, svo og dómkirkju-
prest til þeirrar dómkirkju, sem undir hann heyrir. Prófastur í