Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 17
6. KirkjuÞing 9. mál Tillaqa til þinqsályktunar. Flm. sr. Gunnar Árnason. Kirkjuþingið 1968 samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd, sem semji frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á greiðslum fyrir aukaverk presta. Verði gjald þetta lagt á með svipuðum hætti og lífeyris- sjóðsgjald, en innheimt með sóknargjöldum og upphæð þess miðuð við að prestar beri ekki minna ur býtum fyrir verk þessi en verið hefur. Nefndin leggi frumvarpið fyrir næsta Kirkjuþing. Visað til löggjafarnefndar. Nefndin mælti með till. óbreyttri. Við 2. umræðu voru samþykktar orðalagsbreytingar: í stað "semji frumvarp til laga", komi "geri tillögur". Og í niðurlagi:"Nefndin leggi tillögur sínar fyrir næsta Kirkjuþing". Með þessum breyt. var tillagan samþykkt. í nefnd þá, sem till. gerir ráð fyrir, voru kosnir: Friðjón Þórðarson, sr. Bjarni Sigurðsson og sr. Gunnar Árnason. Til vara: Erlendur Björnsson, sr. Grímur Grímsson og sr. Sigurður Pálsson.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.