Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Side 2
Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju, hið 6. í röðinni,
var kvatt saman í Reykjavík miðvikudaginn 16. október. Hófst
það með guðsþjónustu í Neskirkju kl. 14 þann dag. Sr.Þorgrímur
Sigurðsson, prófastur, pródikaði og þjónaði fyrir altari. Að
guðsþjónustu lokinni fór þingsetning fram í safnaðarsal Nes-
kirkju og þar voru þingfundir haldnir. í þingsetningarræðu
sinni minntist forseti þingsins, herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup, fyrrv. kirkjuþingsmanns, Jónasar Tómassonar, tónskálds,
ísafirði. Hann átti sæti á Kirkjuþingi 1958-64. Þingfulltruar
heiðruðu minningu hans með því að rísa ur sætum.
Á þessum fyrsta fundi var kosin kjörbréfanefnd.
Kjörnir voru: Steingrímur Benediktsson, sr. Þorgrímur Sigurðs-
son, sr. Björn Magnósson, sr. Sigurður Guðmundsson og Þóróur
Möller.
Kl. 16 sama dag var 2. fundur þingsins. Kjörbrófanefnd
skilaði áliti. Hafði hún athugað kjörbréf þingmanns VII. kjör-
dæmis, Erlends Björnssonar, Vatnsleysu, en hann hafði ekki áður
getað setið á þingi. Var kjörbréf hans samþykkt.
Fyrri varaforseti var kjörinn Þórarinn Þórarinsson,
annar varaforseti sr. Gunnar Árnason.
Skrifarar voru kosnir þeir Steingrímur Benediktsson og
sr. Sigurður Guðmundsson.
Samkvæmt þingsköpum voru kosnar tvær fastanefndir.
í löggjafarnefnd hlutu kosningu:
Friðjón Þórðarson,
Jósefína Helgadóttir,
sr. Þorsteinn B. Gíslason,
sr. Gunnar Árnason,
Þgrður Möller,
Þórarinn Þórarinsson,
sr. Þorbergur Kristjánsson,
sr. Björn Magnósson.
Form. löggjafarnefndar var kosinn sr. Þorsteinn B. Gxslason,
ritari sr. Gunnar Árnason.