Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 Skatan var fyrirferðamikil á Suðurnesjum sl. föstudag þegar forskot var tekið á Þorláksmessu og víða mátti finna samkomur þar sem skata var á boðstólnum. Ljós- myndarar Víkurfrétta skelltu sér í skötu í Stapanum, að Nesvöllum og í Garðinum. Skötulyktin var sem fyrr fyrirferða mikil og var skatan vel kæst að venju. Það er gamall og góður siður að borða skötu á Þorláksmessu en að þessu sinni ber Þorláksmessa upp á sunnudegi og því voru margir sem tóku forskot á sæluna og fengu sér skötu 21. desember. Að sögn þeirra sem ljósmyndarar Víkurfrétta ræddu við að þessu sinni þá var skatan góð í ár og þótti vel kæst. Heiðargerði 23a er jólahús Voga Bæjarráð sveitarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd ákvað á fundi sínum þann 19. desember 2012 síðastliðinn að Heiðargerði 23a sé jólahúsið í ár. Húsið var valið eftir að auglýst hafði verið eftir til- nefningum og ábendingum. Húsið er smekklega skreytt í alla staði og prýði í sveitarfélaginu. Það er Orkusalan sem gefur verðlaunin að þessu sinni. Íbúar að Heiðargerði 23a eru þau Lára, Jón Dofri og fjölskylda. Myndirnar eru af heimasíðu Voga. ÁRAMÓTABLAÐIÐ Fjölmenni í kæstri skötu Ska tan Hlynur Snær Snorrason, Heiðargarði 21 í Keflavík, hlaut 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó í lokaúrdrætti Jólalukku Víkurfrétta. Bjarni Sigurðs- son, Svölutjörn 9 í Njarðvík, hlaut næst stærsta vinn- inginn, Icelandair farmiða til Evrópu að eigin vali. Þeir Páll Orri Pálsson og Bárður Sindri Hilmarsson, synir rit- og fréttastjóra Víkurfrétta, drógu tuttugu heppna vinningshafa úr stórum kassa sem hafði að geyma á annan tug þúsunda jólalukkumiða sem fólk hafði skilað í verslanir Kaskó og Nettó. Bjarki Þór Árnason, verslunarstjóri Nettó hafði þá hrært vel í kassanum og var viðstaddur úrdráttinn. 100 þús. kr. Nettó gjafabréf - Hlynur Snær Snorrason, Heiðargarði 21 Icelandair farmiði frá Víkurfréttum - Bjarni Sigurðs- son, Svölutjörn 9 Tuttugu aðrir vinningshafar hljóta vinning frá Nettó og má vita í versluninni. Þeir eru eftirtaldir: Benedikta Bendiktsdóttir, Efstaleiti 32 Fanna Dís Kristinsdóttir Heiðargarður 10 Kristín Gestsdóttir Melteig 18 Ingibjörg Steindórsdóttir Hlíðarvegi 44 Katrín Friðjónsdóttir Hraunsvegi 13 Linda Jóhannsdóttir Skógarbraut 1105-2 2a Kristján Valtýsson Pósthússtræti 3 Ingibjörg Björgvinsdóttir Austurvegur 22 Grindavík Elísabet Mjöll Jensdóttir Lágmói 7 Laufey Erlendsdóttir Lyngbraut 15 Guðrún Arnadóttir Ægisvellir 17 Gústav J. Daníelsson Kjarrmói 8 Ingunn H. Rögnvaldsdóttir Melteigur 1b Pálína Erlingsdóttir Háaleiti 3a Hafrún Víglundsdóttir Fríholti 6 Garði Helena Jónsdóttir Krossmói 3 Matthildur Óskarsdóttir Kirkjuvegi 11 Jóhanna Ása Evensen Fífumóti 1 a Ágústa Gunnarsdóttir 1a María Andrews Vatnsnesvegi 28 Hlynur snær og Bjarni unnu stærstu jólalukkuvinningana

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.