Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 10
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 ÁRAMÓTABLAÐIÐ Tilefni ferðarinnar kom í upphafi vegna mikilla breytinga sem er að vænta hér á Suðurnesjum. Við, ásamt íbúum Suðurnesja, bíðum óþreyjufull eftir að sjá nýja hjúkr- unarheimilið verða að veruleika og við vildum leggja okkar að mörkum til að móta okkur og okkar svæði. Þá fannst okkur nauðsynlegt að kynnast stefnum og straumum er- lendis ásamt því að sjá og upplifa mismunandi aðstæður milli landa. Ákveðið var að heimsækja hjúkr- unarheimili í hinni stóru Ameríku – Garden Spot Village 433 South Kinzer Avenue New Holland, PA 17557 – sem er mjög stór og fjöl- menn öldrunareining, með samtals 1000 íbúum með öllu talið. Við völdum okkur fararstjóra af Suðurnesjum, Eygló Eyjólfsdóttur, sem við vissum að væri öllum hnútum kunnug á okkar ferða- svæði. Það voru orð að sönnu, hún hafði öll tengsl sem við þurftum, bæði áður en við fórum og meðan á ferðinni stóð. Við nutum einnig góðs af tengslum við Guðrúnu systur Eyglóar, sem er búsett í Lan- caster og þannig vorum við eins og blóm í eggi í einu og öllu. Með framhaldið er það að segja, það gekk allt upp eins og best verður á kosið og Eygló fræddi okkur eins og heimamanneskja um svæðið og átti svör við öllu. Það sem gerði ferðahópa beggja heimila einstaklega skemmtilega var að þeir voru blandaðir af starfs- fólki, bæði fag- og ófaglærðu, sem starfa við hjúkrun, umönnun, félagsstarf, eldhús og þvottahús. Það kom strax í ljós að mikill áhugi, samheldni, eftirvænting og metn- aður var meðal starfsfólks heimil- anna fyrir ferðunum og hófst mikil fjáröflunarstarfsemi. Öll þessi mikla samheldni gerði það að verkum að úr varð mikið og sterkt hópefli. Staðreyndin í fjáröflunar- starfseminni varð augljós þ.e. að mikill og látlaus kleinubakstur skil- aði mestu í sjóðina og sannaðist þá máltækið að margt smátt gerir Skoðuðu fimm stjörnu lúxusheimili fyrir aldraða Fyrir u.þ.b. einu ári var tekin sú stefna hjá starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum, D.S., að fara í kynnis- og skoðunarferð erlendis og víkka þar með sjóndeildarhringinn. Farnar voru tvær ferðir, þ.e. starfs- fólk frá hvoru heimili ferð- aðist saman. Báðar þessar ferðir voru farnar í ágúst sl. Með þessari blaðagrein viljum við deila með ykkur Suðurnesjabúum okkar tækifæri og upplifun ferðar- innar, ásamt því og ekki síst að koma á framfæri hvað þetta gerði mikið jákvætt fyrir vinnustaðina okkar, að hafa ferðast saman. n Starfsfólk Garðvangs og Hlévangs í kynnis- og skoðunarferðir til Bandaríkjanna: eitt stórt. Ferðahópar beggja heim- ila vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu málinu lið og keyptu af okkur kleinur. Garden Spot Village er 5 stjörnu lúxus heimili, um er að ræða heildarskipulag fyrir aldraða, þar sem þjónustuhlutinn er aðal þungamiðjan og allt íbúðarhús- næðið í heild sinni er í kringum þjónustuhlutann. Það sem greinir þetta heimili frá öðru sem við höfum áður séð, var að fá að vera þátttakandi, sjá og upplifa þá ótrúlegu stærð, fjöl- breytni og þjónustustig sem þetta heimili getur boðið sínum íbúum upp á. Ferðasvæðið okkar var á helstu svæðum Amish fólksins í Banda- ríkjunum og nutum við sannarlega að sjá og upplifa nærveru þeirra. Við vorum svo heppin að fá tæki- færi til að fara inn á þeirra heimili, ásamt því að skoða þeirra nánasta umhverfi, þetta var einstök upp- lifun og geymir þetta hver með sér. Ferðalag þessara hópa frá Íslandi vakti greinilega mikla athygli í Ameríku og hóparnir – „gerðu „Garðinn frægan“ – úr varð fjöl- miðlaumræða, bæði blaðafrásagnir og sjónvarpsviðtal og báðar þessar frásagnir birtust meðan á dvöl hóp- anna stóð. Það sem okkur fannst þessar ferðir hafa skilið eftir sig var jákvæðni, væntumþykja, samheldni og hópefli sem var á við margra daga náms- skeið, við nutum sannarlega lífsins á allan hátt. Það er mikið ævintýri að slíkar ferðir gátu orðið að veruleika á báðum okkar vinnustöðum, sem eru 24 klst. vinnustaðir, en með samstilltu átaki og samvinnu starfs- fólks beggja heimila tókst þetta og eiga allir bestu þakkir skildar. Við viljum senda Eygló Eyjólfs- dóttur fararstjóra, okkar bestu kveðjur og þakklæti, um leið og við óskum öllum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla, árs og friðar. Með bestu kveðjum Ferðahópar Hlévangs og Garðvangs Garden Spot Village er 5 stjörnu lúxus heimili, um er að ræða heildarskipulag fyrir aldraða, þar sem þjónustu- hlutinn er aðal þungamiðjan og allt íbúðarhúsnæðið í heild sinni er í kringum þjónustuhlutann. Hópur starfsmanna frá Hlévangi. Í skólastofu hjá Amish-fólkinu. Það er víða fallegt um að litast. Starfsmenn af Garðvangi. H H H H H

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.