Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. desember 2012 17
SAMÞYKKT
SVÆÐISSKIPULAGS SUÐURNESJA
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
samþykkti þann 12. nóvember 2012 tillögu að Svæðis-
skipulagi Suðurnesja 2008-2024. Svæðisskipulagið
leggur fram stefnu um auðlindir, atvinnu, veitur og
samgöngur, flugvallarsvæðið og samfélag, ásamt
umhverfisskýrslu.
Tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024,
ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til
kynningar á tímabilinu 20. júlí -13. september 2012.
Alls bárust fimm umsagnir frá lögbundnum umsagnar-
aðilum og fjórar athugasemdir frá landeigendum og
lögaðilum. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga
á stefnu en breytingar voru gerðar á skýringarkortum
og texti uppfærður í greinargerð og umhverfisskýrslu.
Nefndin sendi sveitarstjórnum á Suðurnesjum, Skipu-
lagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Landhelgisgæslunni
tillögu sína að svæðisskipulagi og umhverfisskýrslu,
ásamt athugasemdum og umsögn sinni um þær,
og samþykktu aðilar tillöguna.
Nefndin hefur afgreitt Svæðisskipulag Suðurnesja
2008-2024 til Skipulagsstofnunar til staðfestingar
og svarað innkomnum athugasemdum.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
Ólafur Þór Ólafsson, formaður
Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menntamálaráðu-neytið gerðu samning sín á milli í síðustu viku
um aukna fjárveitingu sem gerir það að verkum að
allir þeir nemendur sem hafa sótt um skólavist fyrir
vorönn 2013 fá inn. FS hafði hafnað 51 nemanda um
skólavist vegna skorts á fjármagni en með aukinni
fjárveitingu náðist að tryggja að allir nemendur
fengu inngöngu.
„Þessi niðurstaða er mjög góð fyrir þá nemendur sem
fá tækifæri til að koma í skólann. Við samþykktum að
taka inn 51 nemanda sem við höfðum hafnað bréflega
um skólavist. Ráðuneytið mun greiða sérstaklega fyrir
þá. Einnig var lofað að fara sérstaklega ofan í kjölinn í
þau mál sem okkur hefur greint á milli um varðandi
þá áfanga sem við teljum að hafi verið vantaldir. Við
teljum okkur ekki hafa fengið sömu hækkanir og aðrir
skólar,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari FS.
„Ég vona að menntamálaráðuneytið standi við sinn
hlut og að við fáum réttlátar hækkanir. Auðvitað er
æskilegt að það verði ekki sama óvissa í vor þegar við
innritum nýnema og var nú. Það þýðir lítið annað en
að vera bjartsýnn.“
Búið að segja upp starfsfólki
FS hefur staðið í talsverðum niðurskurði á undan-
förnum árum. Sem dæmi hefur kvöldskólinn verið
lagður niður en þangað leituðu margir sem voru í
fullri vinnu á daginn. „Skólinn má ekki við frekari
niðurskurði. Því fylgir mikil skerðing á þjónustu að
geta ekki boðið upp á kvöldskóla en við verðum að
draga saman seglin á þessum tímum líkt og allir aðrir.
Það höfum við svo sannarlega gert. Þetta er að bitna
á þeim nemendum sem eru að byrja eða hafa hætt og
vilja snúa aftur,“ segir Kristján. Hann segir að starfs-
fólki hafi verið sagt upp áður en samningar náðust við
menntamálaráðuneytið. Kristján segir óvíst hvort allir
þeir starfsmenn sem sagt var upp muni snúa aftur til
starfa á vorönn.
„Við vorum búnir að segja upp starfsfólki – kennurum
sem voru með samning til loka þessarar annar og
einnig stundakennurum. Við erum að skoða stöðuna
núna og vonandi getum við fengið hluta þessa starfs-
fólks til baka en það er óvíst að það verði allir.“
Tryggt að allir fái
skólavist á næstu önn
n Menntamálaráðuneytið og FS sömdu um aukna fjárveitingu
Fyrsta blað á nýju ári kemur út 10. janúar
1. tölublað ársins 2013 kemur út fimmtudaginn 10. janúar.
Skilafrestur auglýsinga er þriðjudaginn 8. janúar.
Þeir sem þurfa að koma að auglýsingum fyrr er bent á auglýsingamöguleika á vf.is
Ritstjórn og auglýsingadeild Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-17.
Sími ritstjórnar er 421 0000 en sími auglýsingadeildar er 421 0001
Gleðilegt nýtt ár!
ÁRAMÓTABLAÐIÐ
Útskriftarhópurinn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn 2012.
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Kristján Ásmundsson, skólameistari FS.