Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 18
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 Of mikil fram- kvæmdagleði að mati minni- hlutans Fjárhagsáætlun Grinda-víkurbæjar fyrir árið 2013 var samþykkt á bæjarstjórnar- fundi 27. nóvember síðast- liðinn. Þar kom fram að stefnt er að framkvæmdum fyrir allt að 700 milljónir á næsta ári. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Pálsson, bókaði á fundinum að framkvæmd- irnar væru of umfangsmiklar og gagnrýndi of mikla fram- kvæmdagleði meirihlutans. „Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári. Öllum hefur verið gert að sæta aðhaldi í rekstri til að ná tökum á fjármálum Grindavíkurbæjar og það hefur tekist með óeigin- gjörnu vinnuframlagi starfs- manna bæjarins í samvinnu við bæjarstjórn. Þessum árangri er sýnd lítil virðing og stefnt í hættu með áætluðum framkvæmdum sem munu kal la á aukinn rekstrarkostnað upp á tugi millj- óna. Það að ráðast í tvær stórar framkvæmdir á sama tíma er mjög vitlaust. Þetta getur leitt til þess að útboð hækki og verkefni færist frekar til aðila utan bæjar- félagsins,“ segir í bókun minni- hlutans. Meirihlutinn svaraði með eftir- farandi bókun: „Bæjarfulltrúar B-, G- og S-lista vilja benda á að þær framkvæmdir sem farið verður í á næsta ári snúa allar að því að búa til betri aðstöðu fyrir starfsfólk bæjarins og samnýta starfsfólkið betur svo hægt sé að veita betri þjónustu til bæjarbúa. Öllum er ljóst að húsnæði þessara stofnana og aðstaða starfsfólks sem þar vinnur er löngu komið til ára sinna. Bæjarfulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála því að mikilvægt er að fara í fram- kvæmdir á tímum sem þessum. Sveitarfélögum ber skylda til þess að framkvæma þegar niður- skurður er í samfélaginu enda mun ódýrara að framkvæma þá en í góðæri. Einnig er mikilvægt að taka fram að ástæðan fyrir því að miklar framkvæmdir verða á árinu 2013 er vegna þess að framkvæmdir við íþróttahúsið og tónlistarskólann/bókasafnið áttu að hefjast á þessu ári en töfðust.“ Fjárhagsáætlun Grindavíkur- bæjar var samþykkt með sex atkvæðum en fulltrúi minni- hlutans sat hjá. „Ertu til í að vera með í að skipuleggja og taka þátt í Maríumessu“. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum, ég að tala í kirkju. Fyrir kristinfræðikennarann og núverandi nemanda í guðfræðideild hljómaði þetta eiginlega of gott til að vera satt. Ég var ekki lengi að samþykkja þetta og svo hugsaði ég „nú skal ég sko vanda mig sem aldrei fyrr og pússa gamla geislabauginn svo stirni á og stífa vængina – heilaga Lóa mætt á svæðið“. Sunnudagurinn fór í að skrifa hugvekju um kærleikann – sem var svo brakandi fín að þegar ég bað vin minn að lesa yfir átti hann í mestu vandræðum. „Anna Lóa, þetta er mjög fínt hjá þér en ólíkt öllu sem þú hefur skrifað, það var eiginlega bara erfitt að lesa þetta“. Hrokinn kom upp í minni og ég hugsaði „hann skilur bara ekki hvað það er mikilvægt að hafa þetta nánast heilagt – ég meina ég ER að fara að tala í kirkju“. En þetta hreyfði við mér og ég fór að hugsa – sem ég geri stundum á tyllidögum; af hverju var ég beðin að tala í kirkjunni. Jú líklega af því að ég hef náð til fólks, bæði sem ráðgjafi og pistlahöf- undur. Ég hef reynt að sleppa yfirborðs- mennskunni og einsett mér að vera einlæg í því sem ég er að fást við og passa mig á þeirri gildru að reyna ekki að vera það sem ég tel að aðrir vilja að ég sé. En það gildir bara annað þegar maður er að tala í kirkju!!! Mér fannst að ég yrði að sýnast æðri, meiri, merkilegri........úff, einhvern veginn ekki alveg rétti andinn og ég var komin á mjög hættulegan stað. Hvernig ætlaði ég að ná til þeirra sem þarna voru ef ég þorði ekki að gera það sem ég er alltaf að tala um – vera ég sjálf. Ætlaði ég að segja við aðra að besta ein- takið af okkur sjálfum er frumeintakið, en ekki léleg kópía af einhverjum öðrum – nema þegar þú talar í kirkju!! 12.12.2012 rann upp – þessi flotti dagur og Maríumessan framundan. Ég var enn að vesenast með þetta – heilaga Lóa eða ég sjálf!! Ég ákvað að biðja um hjálp – fá þetta til mín sem það gerði svo sannarlega (það er efni í annan pistil). Ég skrifaði nýja hugvekju og var búin með hana rétt áður en messan hófst – ég ákvað að hug- vekjan um kærleikann kæmi frá hjartanu – án ritskoðunar og efasemda um hvort það sem ég hafði fram að færa væri nógu „kirkjulegt“. Sannur kærleikur í mínum huga snýst um að maður beri það mikinn kærleik til sín og annarra að maður þori að koma fram til dyranna eins og maður er klæddur og það var hárrétt ákvörðun hjá mér þetta kvöld – takk þið sem voruð þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að treysta því samfélagi sem maður tilheyrir fyrir sjálfum sér og trúa því að fólk sé almennt þannig gert að það dæmi manneskjuna út frá því hver hún er en ekki hvernig þeim finnst hún eiga að vera. Kæri lesandi, hvet þig að beina kærleik- anum inn á við ekkert síður en til okkar hinna. Stór hluti af því er að vera sáttur í eigin skinni og átta sig á því að um leið og þú tekur sjálfan þig í sátt bregst umhverfið við og býður sáttarhönd á móti. Ef við erum alltaf að senda út þau skilaboð að við séum ekki alveg nógu góð – þá bregst umhverfið gjarnan þannig við okkur eins óréttlátt og það hljómar. Það er endalaust verið að endurmeta og endurreikna þessa dagana. Hvernig væri að nota árið 2013 í að endurmeta eigið ágæti og sýna sjálfum sér og öðrum meiri kærleika. Jákvætt sjálfsmat og gott sjálfs- traust með slatta af kærleika er líklegast eitt af því mikilvægasta þegar kemur að ham- ingju og hagsæld heimilanna. Björgum því frá niðurskurðarhnífnum – okkur sjálfum og samfélaginu til heilla. Langar að nota tækifærið og þakka sam- fylgdina á árinu um leið og ég óska þér og þínum gleðilegs árs! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér http://www.facebook.com/ Hamingjuhornid ,,Kirkjuleg“ áramótakærleikskveðja! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Það var kátt í höllinni þegar árlegt jólaball var haldið á Ránni við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Ballið er haldið af bæjarstjóra fyrir þjónustunot- endur Hæfingarstöðvarinnar, sambýla, þjónustuíbúða, Dósasels og iðkenda í NES. Skyrgámur mætti á staðinn og var hrókur alls fagnaðar eins og vanalega. Védís Her- vör söngkona og Baldur Guðmundsson héldu uppi stuðinu og dansað var vel og lengi í kringum jólatréð. Meðfylgjandi myndir tók Eyþór Sæmunds- son, ljósmyndari Víkurfrétta. ... og pússa gamla geislabauginn svo stirni á og stífa vængina - heilaga Lóa mætt á svæðið. ÁRAMÓTABLAÐIÐ SkyRgÁMuR geRÐI Lukku Á jÓLABALLI Jólafjör

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.