Nesfréttir - 01.01.2006, Side 2
ÚTGEFANDI: Borgarblö›, Vesturgötu 15, 101 RVK. S: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
RITSTJÓRI: Kristján Jóhannsson • ÁBYRG‹ARMA‹UR: Kristján Jóhannsson
UMBROT: Valur Kristjánsson • NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍ‹A: borgarblod.is
Nesfréttir er a›ili a› samtökum bæjar- og héra›sfréttabla›a
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 NES FRÉTTIR
www.borgarblod.is
Fasteignaálögur áfram
lægstar á Seltjarnarnesi
Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun
Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2006
lækka álagningarstuðlar fasteigna-
gjalda á Seltjarnarnesi annað árið
í röð. Í desember var samþykkt að
fasteignaskattur lækkuðu úr 0,32%
í 0,30% og vatnsgjald úr 0,13% í
0,115%. Í útreikningum bæjarins við
gerð fjárhagsáætlunar var meðal
annars gengið út frá því að fasteigna-
mat í sveitarfélaginu myndi hækka
um 30% og voru álagningarstuðl-
ar lækkaðir með tilliti til þess. Við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar í bæjar-
stjórn hinn 14. desember síðastlið-
in lét meirihluti Sjálfstæðisflokks
jafnframt bóka að yrði fasteignamat
verulega hærra er mat yfirfasteigna-
matsnefndar lægi fyrir myndi meiri-
hlutinn fara yfir málið að nýju til að
fylgja eftir stefnu sinni um lágar álög-
ur á bæjarbúa.
Nú liggur fyrir að fasteignmat í
bæjarfélaginu mun hækka um 35%.
Því stefnir í að fasteignaskattar
lækki enn frekar á Seltjarnarnesi.
Með þessari aðgerð er ljóst að
kostnaður fasteignaeignenda á Sel-
tjarnarnesi verður fyrirsjáanlega
hinn lægsti á höfuðborgarsvæðinu
að teknu tilliti til fyrirliggjandi lækk-
ana fasteignagjalda annarra sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Uppskerutími í
skipulagsmálum
framundan
Það er óhætt að segja að mikilla
tíðinda sé að vænta í skipulagsmál-
um á Seltjarnarnesi á næstunni. Eins
og kunnugt er hefur mikið verið unn-
ið í aðal- og deiliskipulagsmálum á
kjörtímabilinu og hefur sumt í þeim
efnum gengið hægar en vonir stóðu
til í upphafi. Nú er þó svo komið að
framundan eru ákveðin vatnaskil
þar sem það hillir undir að nýtt aðal-
skipulag verði staðfest af umhverf-
isráðuneyti. Einnig má búast við að
deiliskipulagshugmyndir fyrir Hrólfs-
skálamel verði kynntar í kjölfar stað-
festingar aðalskipulags.
„Ég held að það sé óhætt að segja
að framundan séu gróskumiklir tím-
ar hvað varðar skipulagsmál,” sagði
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri, þegar tíðindamaður Nesfrétta
hitti hann á förnum vegi. „Það má
búast við að við fáum að sjá nýjar
hugmyndir um framtíðarskipulag
miðbæjarins alveg á næstunni en
þær hafa verið í vinnslu undanfarið
í nánu samstarfi við fulltrúa versl-
unar og þjónustu. Ég met það svo
að sú vinna sé að komast á lokastig
og það verði jafnvel hægt að kynna
þessar hugmyndir fljótlega eftir
mánaðarmót. Á næstunni ættum
við einnig að sjá nýjar deiliskipu-
lagshugmyndir fyrir Hrólfsskálamel
með glæsilegu íbúðasvæði þar sem
áhersla verðu lögð á vandað hús-
næði.”
Iðunarhúsinu breytt
í íbúðarhúsnæði
Á dögunum var húsið á horni
Skerjabrautar og Nesvegar selt.
Kaupandinn er Frjálsi Fjárfestingar-
bankinn ásamt byggingaverktaka
og er ætlunin að breyta húsnæð-
inu í íbúðarhúsnæði. Heyrst hefur
að annaðhvort eigi að rífa húsið
og byggja nýtt, eða að innrétta
húsið fyrir íbúðir, byggja við það
og byggja eina hæð ofaná. Mikill
skortur er á íbúðarhúsnæði á Nes-
inu og margir hafa flutt burt vegna
of lítils framboðs af húsnæði.
Ágætu Seltirningar!
Fyrir hönd ÆSÍS,
Ásgerður Halldórsdóttir formaður.
Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2005
fer fram í febrúar n.k. Af því tilefni óskar
Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness eftir
ábendingum frá ykkur um íþróttafólk sem skarað
hefur framúr í sinni grein.
Þetta kjör hefur verið árviss viðburður síðan
1993 í umsjón ÆSÍS sem vill með því vekja
athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að
öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi.
Athuga að viðkomandi íþróttamaður/kona
þarf að hafa lögheimili á Seltjarnarnesi en ekki er
nauðsynlegt að hann stundi íþrótt sína þar.
Ábendingum skal skila fyrir 6. febrúar á
tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is með
upplýsingum um íþróttamanninn/konuna.