Nesfréttir - 01.01.2006, Page 4
4 NES FRÉTTIR
Fjárhagsáætlun 2006
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness
fyrir árið 2006 var samþykkt við
seinni umræðu á fundi bæjarstjórn-
ar Seltjarnarness miðvikudaginn
14. desember s.l. Í henni kemur
m.a. fram að þrátt fyrir að áfram
verði gætt aðhalds í rekstri og
skattar lækkaðir verði framkvæmd-
ir á árinu 2006 í sögulegu hámarki.
Áætlaður rekstrarhagnaður A-
hluta bæjarsjóðs mun nema um
230 milljónum króna og nemur
rekstrarhlutfall aðalsjóðs 85,4% af
skatttekjum. Rekstrarafgangur sam-
stæðunnar hækkar um 6,7% á milli
ára. Ekki er gert ráð fyrir að ný lán
verði tekin á árinu. Peningaleg staða
Seltjarnarnesbæjar er þannig með
því besta sem gerist á meðal sveit-
arfélaga og skuldir á hvern íbúa þær
lægstu á meðal stærri sveitarfélaga,
hvort sem litið er til A-hluta bæj-
arsjóðs eða samstæðu. Áætlað er
að langtímaskuldir bæjarins verði
áfram greiddar niður en sé miðað
við veltufé frá rekstri getur Seltjarn-
arnesbær greitt upp allar sínar
skuldir á um 1,4 árum, sé miðað við
óbreytta afkomu bæjarsjóðs.
Áfram umtalsverður
rekstrarhagnaður
af bæjarsjóði
Orkuveita Reykjavíkur (OR)
vinnur þessa dagana við að tengja
heimili á Seltjarnarnesi við ljósleið-
arakerfi sitt. Nú eru tugir verktaka
að störfum víðsvegar á þessum
svæðum við að grafa og tengja ljós-
leiðara. Fyrstu heimilin voru tengd
í haust og fjölgar tengingunum í
samræmi við gang verksins.
OR selur enga þjónustu um kerfi
sitt heldur leggur til burðarnet sem
gerir heimilum mögulegt að kaupa
þjónustu í frá þeim þjónustuaðil-
um. Þegar hefur verið samið við
fjölmörg fyrirtæki og verða samn-
ingar við fleiri kynntir á næstu mán-
uðum. Í fyrstu er boðið er upp á
sjónvarps-, síma- og internetþjón-
ustu. Tekjur Orkuveitunnar af starfs-
seminni myndast annars vegar með
tengi- eða áskriftargjaldi heimila og
hins vegar af tekjuhlutdeild í seldri
þjónustu á netinu. Gjald til heimila
vegna þjónustunnar er 1.990 kr. á
mánuði og eru tenging við kerfið
ásamt netaðgangstæki og myndlykli
innifalið í því gjaldi. Þau heimili sem
nýta munu ljósleiðaratenginguna
til þjónustukaupa geta í mörgum til-
fellum sparað sér tengigjald af síma-
línu þar sem sama eða sambærileg
þjónusta og nú er oftast flutt með
koparlínum verður í boði á ljósleið-
aranum.
Í byrjun desember hóf verktaki
framkvæmdir við 2. áfanga ljósleið-
aratengingar heimila á Seltjarnar-
nesi. Við lagningu ljósleiðarans
verður m.a. notuð bortækni sem
er nýjung í lagnavinnu sem þess-
ari. Miklar vonir eru bundnar við
bortæknina og að með henni muni
reynast unnt að lágmarka rask á lóð-
um íbúa og umhverfis þær. Byrjunin
lofar góðu en undanfarið hefur ver-
ið unnið við að leggja rör að húsum
við Hrólfsskálamel.
Fleiri heimili tengjast
ljósleiðaraneti OR
Engar hækkanir eru áformað-
ar á þjónustugjöldum stofnana
Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætl-
un ársins 2006.
Allar gjaldskrár lækka því að
raungildi á árinu þar sem þær
munu ekki fylgja verðlagsþróun.
Einnig eru dæmi um beinar krónu-
tölulækkanir. Þannig lækkaði gjald
fyrir skólamáltíðir í Mýrarhúsa-
skóla um tæplega 12% um áramót-
in þegar verð á hverri máltíð fór úr
265 krónum í 235 krónur.
Mötuneyti nemenda í Mýrarhúsa-
skóla hefur nú verið rekið í eitt og
hálft ár og hefur þátttaka verið mjög
góð. Um 85% nemenda eru nú í
fastri mataráskrift sem gerir rekstr-
areininguna hagstæða. Velgengn-
ina mötuneytisins má að stærstum
hluta þakka starfsmönnunum og þá
sérstaklega matreiðslumeistaranum
sem þykir framreiða sérlega góðan
og hollan mat.
Gjaldskrár standa
í stað eða lækka
Fjölskyldustefna
Seltjarnarness
Blaðamaður Nesfrétta leit inn á
fund hjá starfshópi um mótun fjöl-
skyldustefna og fékk að forvitnast
aðeins um málið.
Starfshópur um mótun fjölskyldu-
stefnu fyrir Seltjarnarnes var skipað-
ur þann 9. apríl 2003. Bæjarstjórnin
skipaði í hópinn Guðrúnu B. Vil-
hjálmsdóttur, Bjarna Torfa Álfþórs-
son, Eddu Kjartansdóttur, Berglindi
Brynjólfsdóttur og Styrmi Þór Braga-
son. Guðrún hefur gegnt formennsku
í hópnum. Sigrún Hv. Magnúsdóttir
félagsráðgjafi hefur frá byrjun starf-
að með hópnum. Einnig hafa Sigrún
Edda Jónsdóttir, formaður félagsmála-
ráðs, og Snorri Aðalsteinsson félags-
málastjóri, tekið þátt í vinnu starfs-
hópsins. Hópurinn hefur haldið fjölda
funda og átt samstarf við fjölmarga
aðila í bæjarfélaginu um mótun stefn-
unnar. Allar nefndir og stofnanir á
vegum bæjarins hafa komið að gerð
hennar, svo og kirkjan, heilsugæslan
og allir þeir sem eitthvað hafa með
daglegt líf fjölskyldna á Seltjarnarnesi
að gera. Óskað var eftir hugmyndum
og tillögum frá íbúum og hafa margir
lagt hönd á plóginn með ábendingum
og tillögum.
Markmiðið með fjölskyldustefnu er
að efla fjölskyldur í okkar samfélagi
og gera fjölskylduvænt bæjarfélag enn
betra. Með mótun fjölskyldustefnu
viljum við ramma inn það sem hefur
verið gert fyrir fjölskyldur á Seltjarnar-
nesi og einnig það sem við viljum efla
og gera betur. Fjölskyldustefna tek-
ur til allra sem búa á Seltjarnarnesi,
óháð fjölskyldustærð. Fjölskyldan er
hornsteinn hvers samfélags.
Stefnan er að hlúa eins vel að fjöl-
skyldunni og hægt er. Í fjölskyldustefn-
unni eru sett fram markmið um hvern-
ig stuðla skuli að fjölskylduvænu sam-
félagi sem þjóni og taki mið af þörfum
íbúanna auk þess að gefa þeim kost
á að njóta sín sem einstaklingar eða
heild. Í stefnunni er tekið fram hver
staðan er í dag, lögð fram markmið
um hvernig við viljum hafa hlutina og
loks er skýrt frá leiðum að markinu.
Fjölskyldustefnan verður lögð fyrir
á fundi bæjarstjórnar í janúar og þeg-
ar hún hefur hlotið samþykki, verður
hún kynnt í framhaldinu f yrir öllum
bæjarbúum.
Frá vinstri fremst: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Kristján Rögnvaldsson
nemi í starfsþjálfun, Edda Kjartansdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Berglind
Brynjólfsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og
Bjarni Torfi Álfþórsson