Nesfréttir - 01.01.2006, Page 8

Nesfréttir - 01.01.2006, Page 8
8 NES FRÉTTIR Hinn 4. febrúar nk. verður haldið prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda sveitarstjórnarkosinga. Margir hæfir einstaklingar gefa kost á sér í kjörinu, þar með talið fólk sem átt hefur ríkan þátt í velgengni flokks- ins á Seltjarnarnesi og verkefnum á þessu kjörtímabili. Einnig er ánægju- legt að sjá nýja frambjóðendur stíga fram á sjónarsviðið og skapa þannig möguleika á endurnýjun og breidd sem hverju stjórnmálaafli er nauð- synleg. Prófkjör hefur um langt skeið verið háttur okkar sjálfstæðismanna á að velja fulltrúa í bæjarstjórn og ég er þess fullviss að nú sem fyrr verði til sigurstranglegur listi sem líklegur er til afreka fyrir hönd bæjarbúa á næsta kjörtímabili. Eftir fjögur viðburðarík ár sem oddviti og átta ár í bæjarstjórn óska ég sjálfur eftir áframhaldandi stuðningi í fyrsta sæti listans. Með því leita ég eftir umboði til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í kosning- unum í vor og til áframhaldandi starfa fyrir bæjarbúa á næsta kjörtímabili. Metnaður og ábyrgð hafa verið lyk- ilhugtök sem ég tel að einkenna eigi þjónustu Seltjarnarnesbæjar við íbúa. Metnaðurinn felst í því að lífsgæði Seltirninga verði efld sem kostur er. Ábyrgðin í því að standa vörð um fjár- hag bæjarins og þar með sjálfstæði hans til framtíðar litið. Ábyrg fjárstjórn - lægri skattar Verkefni Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn er að treysta enn frekar þann stöðugleika og ráðdeild sem einkenna fjármál Seltjarnarnesbæjar. Góður árangur í rekstri bæjarins hefur skilað sér í lægri sköttum á íbúa og hófleg- um þjónustugjöldum og mun gera það áfram. Góð samstaða hefur verið um þessar áherslur í bæjarmálahópi okkar sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu sem hefur látið verkin tala með lækkun fast- eignagjalda og útsvars ásamt varkárni á gjaldtöku fyrir þjónustu bæjarins við íbúa. Það er mér sérstakt metn- aðarmál að Seltirningar búi áfram við bestu skilyrði á höfuðborgarsvæðinu og því tel ég það verkefni bæjarstjórn- ar á næsta kjörtímabili að gera enn betur að þessu leyti en tryggja um leið góða þjónustu. Á bæjarfulltrúum hvílir sú skylda að nýta skattfé okkar með ábyrgum og árangursríkum hætti. Seltjarnarnes er eitt eftirsóttasta bæjarfélag landsins til að búa í og það er brýnt að því jákvæða orðspori verði viðhaldið, ekki síst með tilliti til eigna- verðs sem oft á tíðum endurspeglar drjúgan hluta af sparnaði fólks. Á næsta kjörbili er þýðingarmikið að stig- in verði enn frekari skref í að efla þjón- ustu bæjarins við fjölskyldur, börn og fullorðna, unga jafnt sem aldna. Snyrti- legur og vel skipulagður bær ásamt efl- ingu skólastarfs, íþrótta og þjónustu við aldraða eru meðal veigamestu þátta í þjónustu bæjarins á komandi árum. Áræðni frumkvöðulsins Ef vikið er að einstökum verkefn- um er brýnt að við látum ekki staðar numið í skólamálum, heldur gerum enn betur. Seltjarnarnes hefur lengi ver- ið í fararbroddi á þessu sviði og sýnt áræðni frumkvöðulsins í verki. Nú rennur um helmingur af tekjum bæjar- ins til fræðslumála og mörg dæmi eru um að fólk flytji um langan veg á Nesið til að koma börnum sínum í leikskóla okkar og grunnskóla. Sem bæjarfull- trúa finnst mér vilji til góðra verka og árangur einkenna skólastarf á Seltjarn- arnesi og sem faðir fjögurra barna gleðst ég yfir sýnilegri viðleitni stjórn- enda og starfsfólks skólanna til að gera vel. Eftir áralanga dvöl við nám og störf erlendis er ég þeirrar skoðun- ar að það felist forskot í því fyrir börn að njóta menntunar á Íslandi - og alveg sérstaklega á Seltjarnarnarnesi Ánægja er með skólastarf á Sel- tjarnarnesi. Sem dæmi má nefna að í nýlegri og viðamikilli þjónustukönnun á vegum IMG Gallup reynist yfirgnæf- andi meirihluti aðspurðra eða um 92% ánægð með þjónustu grunnskólans og rúm 95% segja hið sama um starf á leikskólum bæjarins. Við Seltirningar getum fyllst stolti í ljósi þessarar niður- stöðu fyrir hönd starfsfólks skólanna jafnt sem nemenda. Um leið ættum við að líta á þessar upplýsingar sem áskorun til að gera enn betur, sníða af agnúa er ætíð fyrirfinnast, halda á lofti góðum verkum og stefna að enn frek- ari umbótum. Tryggja verður að fjármagn skili sér með áhrifaríkum hætti til nemenda. Þannig stuðlum við að árangri. Bæj- aryfirvöld eiga að skapa skilyrði fyrir fyrsta flokks skólastarf en þurfa jafn- framt að sýna festu, samstarfsvilja og tryggja að skólastarf byggi á ábyrgð og metnaðarfullum markmiðum. Öflugt íþróttalíf og heilsu- efling allra aldurshópa Útivist, íþróttaiðkun og almenn heilsuefling eru veigamiklir þættir í nútíma samfélagi og því er brýnt að skilyrði séu fyrir hendi til að slíkra lífs- gæða verði notið af hálfu bæjarbúa á öllum aldri. Íþróttastarf og aðstaða til íþróttaiðkunar á Seltjarnesi hefur ver- ið eflt verulega í tíð núverandi bæjar- stjórnar sem komið hefur að uppbygg- ingu öflugrar íþróttamiðstöðvar, hrint af stokkunum miklu endurbótaátaki við Sundlaug Seltjarnarness og gerð fullkomins keppnisvallar með gervi- grasi ásamt minni sparkvöllum. Fjöl- margir bæjarbúar, börn og fullorðnir njóta góðs af öfl- ugu starfi Gróttu, golfíþróttin nýtur ört vaxandi vin- sælda á meðal ungra sem ald- inna Seltirninga og bæjarstjórn hefur stuðlað að heilsueflingu íbúa og útivistar í náttúru Seltjarnarness með lagningu göngustíga, skipulagningu opinna útivistarsvæða og fegrun og frágangi opinna svæða sem og varðveislu á þeim náttúruperlum sem bæjarfélagið státar af. Sérstaða Seltjarnarness felst ekki síst í möguleikum á útivist í fal- legri náttúru og fjölbreyttri aðstöðu til heilsueflingar eða ástundun íþrótta. Bætt lífsgæði eldri borgara er næsta stórverkefni Næsta stórverkefni okkar er að hlúa vel að eldra fólki á Seltjarnarnesi. Mik- ilvægt er að elstu bæjarbúarnir, sem mikið hafa lagt af mörkum til samfé- lagsins, fái góða þjónustu hvort sem þeir kjósa að búa áfram á heimilum sín- um eða annarsstaðar. Ekkert stendur í vegi fyrir því að Seltjarnarnes geti orð- ið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd í þessum efnum og efli nýopnaða dag- vist aldraðra til muna, reisi nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimil á Lýsislóð, sem loks hillir undir fyrir frumkvæði Seltjarnarnesbæjar. Þá er nauðsynlegt stígin verði markviss skref í þá átt að rjúfa einangrun sem of margir aldraðir búa við og tryggi öryggi og umönnun eldri Seltirninga á heimilum sínum. Öflugur listi tryggir sigur í vor Eins og sjá má hér að framan er af mörgu að taka enda er í sveitarstjórn- um fengist við flest svið mannlífsins. Á forystumönnum framboðslista eða bæjarfélaga hvílir þess vegna sú skylda að vera talsmenn allra bæjar- búa og allra brýnna verkefna. Um leið verða þeir að geta greint á milli mikil- vægis einstakra mála og hafa hæfni til að forgangsraða verkefnum með heill allra umbjóðenda sinna og bæjarsjóðs að leiðarljósi. Þá verður að hafa í huga að hlutverk forystumanns er einnig að takast á við pólitíska andstæðinga og leiða sam- verkafólk sitt til sigurs í kosningum. Traust staða Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi er ekki sjálfgefin, heldur afrakstur af öflugu starfi fólks sem skil- ur og bregst við tækifærum og vanda í málefnum bæjarins og íbúanna. Það er of djarft að reikna sér sigur áður en í orrustuna er komið. Sigur okkar sjálf- stæðismanna mun sem endranær að byggjast á dómi kjósenda um frammi- stöðu okkar í bæjarstjórn og barátt- unni í aðdraganda kosninga. Ég hvet alla Seltirninga til þátttöku í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna og nýta þar með gott tækifæri til að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri. Stillum upp sigurlista Jónmundur Guðmarsson. Metaðsókní Seltjarnarneskirkju Kirkjusókn á aðventu, um jólin og nýárið hefur aldrei verið meiri í Seltjarnarneskirkju en í þetta sinn, að sögn séra Sigurðar Grétars Helgasonar, sóknarprests. Í desem- ber mánuði, með aðventukvöldi meðtöldu sóttu 1650 manns guðs- þjónustur á móti 1164 á sama tíma í fyrra. Það er afar ánægjulegt að sjá hve mikil aukning er í kirkjusókn á Nesinu að mati séra Sigurðar, sem segir: „Það er samdóma álit okkar hér í kirkjunni að við munum ekki eftir svona góðri messusókn í jóla- mánuðinum.” Á aðventukvöldi komu 300 manns til kirkju miðað við tæplega 200 í fyrra. Afar vel var vandað til dagskrár og á vakti tónlistin mikla hrifningu kirkjugesta. Tónlistarstjóri kirkjunnar, Viera Manasek, stjórn- aði bæði barnakór, kammerkórnum og hljómsveitinni svo eftir var tek- ið. Frú Vígdís Finnbogadóttir, fyrrv. Foresti Íslands, sagði ávarpi sínu: „Þetta er listviðburður á heimsmæli- kvarða í túnfæti Reykjavíkur.” Kirkjustarfið er að aukast dag frá degi alla vikuna. Um þetta segir sóknarpresturinn: „Leikskólabörn komu í jólastundir í kirkjuna sem og allir nemendur úr Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla ásamt starfsfólki. Kyrrðarstundirnar á miðvikudögum hafa einnig tekið verulega við sér og þörfin fyrir slíka þjónustu er sannar- lega brýn.” Samverustundir eldri borgara hafa verið afar vel sóttar í vetur og voru um 85 manns í jólasamverunni fyrir jól. Þá fjölgar mjög bókunum fyrir afnot af kirkjunni og safnaðar- heimilinu fyrir tónleika, æfingar, afmæli, skírnar- og fermingaveislur. Það er ljóst að Seltjarnarneskirkja er ekki einvörðungu guðshús, held- ur og menningarmiðstöð bæjarfé- lagsins.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.