Nesfréttir - 01.01.2006, Blaðsíða 9
NES FRÉTTIR 9
TAKTU NÆSTA SKREF
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
1
2
8
VEXTIR
FRJÁLS ÍBÚ‹ALÁN
Frjáls íbú›alán eru ver›trygg› fasteignalán me› föstum 4,35% vöxtum sem eru endursko›a›ir á fimm ára fresti.
fiú hagar ö›rum bankavi›skiptum eins og flér s‡nist
og kaupir n‡tt húsnæ›i e›a endurskipuleggur fjár-
haginn. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í síma
540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is.
DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.*
Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár
4,35% vextir 18.575 kr. 5.474 kr. 4.400 kr.
*Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta
4,35%
Ég hef oft hugsað um það þegar
R-listinn, sem ráðið hefur höfuðborg-
inni um árabil en er nú allur, hvernig
flokkspólitík á Nesinu hefur þróast
eftir að N-listinn, sem er einskonar
hræðslubandalag minnihlutans,
hefur leikið flokkastarfið í bænum
grátt. Þegar ég flutti á Nesið í upphafi
áttunda áratugarins voru starfandi
fjórir flokkar með líflegt flokksstarf
og blaðaútgáfu. Flokkarnir voru Sjálf-
stæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn,
Framsókn og Alþýðubandalagið.
Þetta voru skemmtilegir og líflegir
tímar í bæjarpólitíkinni.
Á þessum árum var fimm manna
hreppsnefnd og áttu bæði kratar og
framsókn sinn fulltrúann hvor í minni-
hlutanum. Njáll heitinn Ingjaldsson
var leiðtogi krata og Njáll Þorsteins-
son sat fyrir framsókn. Fulltrúi alla-
balla var í þriðja sæti sem varamað-
ur. Meirihlutann skipuðu þá Sigurgeir
Sigurðsson, Karl B. Guðmundsson,
Snæbjörn Ásgeirsson og Kristinn
Michelsen.
Flokkarnir boðuðu reglulega fundi
um bæjarpótíkina og oft var umræð-
an mjög fjörug á þessum árum. Tek-
ist var á um menn og málefni. Flokks-
blöð komu út öðru hvoru en fyrir
kosningar fjölgaði tölublöðum hratt.
Kratarnir áttu hér drjúgt og ágætlega
sterkt fylgi. Framsókn var m.a. sterk í
nokkrum rótgrónum Nesfjöskyldum
og átti sinn mann í hreppsnefnd og
síðan bæjarstjórn. Alþýðubandalag-
ið á Nesinu naut óformlegrar forystu
þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og
Guðrúnar heitinnar Þorbergsdóttur
konu hans og bar talsvert á flokknum
á þeim tíma. Sjálfstæðisflokkurinn var
þá eins og nú, öflugasti flokkurinn og
stóð fyrir reglulegum fundum um bæj-
armálin; auk þess sem Seltirningur
kom reglulega út.
Íbúum fjölgaði hratt. Seltjarnars-
nes varð kaupstaður árið 1974 og
bæjarfulltrúar urðu sjö. Í bæjarstjórn-
arkosningum sama ár fékk minnihlut-
inn þá flugu í höfuðið að ef flokkarnir
þrír og óflokksbundnir sameinuðust
um N-lista gætu þeir velt D-listanum
úr sessi. Auðvitað tókst það ekki. N-
listinn lifir enn sem minnihlutahópur
ólíkra pólitískra sjónarmiða og flokks-
brota, sem stöðugt þarf að samhæfa
með málamiðlunum. Fyrst var Guð-
rún Þorbergsdóttir oddviti listans og
sat í fjögur kjörtímabil eða 16 ár, en
þá tók Siv Friðleifsdóttir, Framsókn,
við forystunni sem framsóknarmenn
hafa haldið síðan af einhverjum
ástæðum.
Það sem gerst hefur hér á liðnum
kjörtímabilum er það sama og gerðist
hjá R-listanum í Reykjavík. Flokksmeð-
vitund fylgismanna flokkanna þriggja
hefur dofnað og jafnvel horfið. Flokks-
starf er nánast ekki til hjá Framsókn,
Samfylkingu eða Vinstri grænum.
Ef það er eitthvað þá sést það ekki.
Enginn veit hversu veikt eða sterkt
fylgi þessara flokka er á Nesinu. Senni-
lega er Samfylkingin næst fjölmenn-
asti flokkurinn hér. Það undarlega er
að sá flokkur lætur sér nægja annað
sætið á lista minnihlutans, meðan
Samfylkingin í Reykjavík hefur farið
með forystuhlutverkið. Framsókn fær
fyrsta sætið óáreitt í hverjum kosning-
unum á fætur öðrum þótt að fylgið sé
eflaust rétt eins og í borginni. Nánast
gufað upp.
Það má vel vera að sameiginleg
flokkaframboð eigi rétt á sér stöku
sinnum. Eitt er víst að ef slíkt sam-
starf tórir lengi, þá hverfur flokksmeð-
vitund fylgisins, sem er öllum flokk-
um afar hættulegt. Flokkur sem ekki
hefur sterkan kjarna stuðningsmanna
deyr. Það verður þess vegna mjög
fróðlegt að sjá hvernig R-listaflokkarn-
ir í borginni koma út úr kosningunum
í vor hver í sínu lagi. Spurningin er
hvort allir þeirra lifi kosningarnar af?
Jón Hákon Magnússon,
fyrrv. bæjarfulltrúi.
Einu sinni var
Veislan Veitingaeldhús óskar eftir lítilli íbúð
á Seltjarnarnesi eða nærliggjandi hverfum fyrir
norska konu (kokkur) sem var að flytja til landsins
og starfar í Veislunni. Ábyrg og snyrtileg. Skilvísum
greiðslum heitið. Vinsamlega hafið samband við
Árný í síma 821-1031 eða arny@veislan.is
Íbú› óskast