Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 10

Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 10
10 NES FRÉTTIR „Af hverju ferðu fram á móti sitj- andi bæjarstjóra?” Þessa spurningu hef ég vissulega heyrt á undanförn- um dögum. Þetta er eðlileg spurning en í mínum huga er ég þó ekki að fara á móti einum eða neinum. Ég er ein- faldlega að bjóða fram starfskrafta mína á heiðarlegan hátt og leggja það í dóm flokksbræðra minna og -systra hvort og þá hvar hægt er að nýta þá krafta. Reynslan hefur sýnt að prófkjör verða Sjálfstæðisflokknum yfirleitt til framdráttar. Prófkjör er lýðræðis- leg aðferð til að velja frambjóðend- ur á opinn hátt samkvæmt fyrirfram settum reglum. Fólið velur en ekki fámennur hópur flokksforystunnar. Niðurstaðan mun því endurspegla vilja þeirra sem taka þátt og þannig styrkja flokkinn og tryggja breiða skírskotun til íbúa bæjarins. Þessi aðferð gerir þá kröfu til okkar sem tökum þátt í prófkjöri eins og því sem framundan er á Sel- tjarnarnesi, að við etjum kappi við félaga okkar af drengskap og heiðar- leika. Við leggjum spilin á borðið og gerum kjósendum grein fyrir stefnu okkar og verkum og ekki síst fram- tíðarsýn. Að prófkjöri loknu standa allir Sjálfstæðismenn saman sem einn maður og takast í sameiningu á við kosningar að vori. Ég hef lengi haft brennandi áhuga á málefnum bæjarfélagsins og á þann draum heitastan að geta gef- ið alla mína starfskrafta til góðra verka bænum mínum til heilla. Allt frá því að ég 15 ára gamall var einn af stofnendum Taflfélagsins, sem síðar varð Taflfélag Seltjarnarness, hef ég með einum eða öðrum hætti lagt mitt af mörkum til bæjarfélags- ins. Á mínum yngri árum var ég leikmaður og þjálfari hjá Íþróttafé- laginu Gróttu. Síðar var ég kennari í Mýrarhúsaskóla og umsjónarmað- ur skólaskjóls og félagsstarfs fyrir börnin, formað- ur Íþróttafé- lagsins Gróttu í fjölda ár og nú frá árinu 2002 bæjarfulltrúi og formaður skóla- nefndar. Málefni fjölskyldunnar hafa verið mér afar hugleikin og síðasta ár hef ég setið í nefnd sem mun á næstu vikum skila mótaðri fjölskyldustefnu bæjarins. Þá leiði ég einnig vinnu við mótun skóla- stefnu Seltjarnarness sem mun verða kynnt núna í vor. Ég vil með sterkri og ábyrgri fjár- málastjórn sjá Seltjarnarnesbæ vera bæjarfélag þar sem fjölskyldufólki eru skapaðar bestu aðstæður til að ala upp börn í öruggu og barnvænu samfélagi. Til að laða til okkar fjöl- skyldufólk þurfum við góða skóla, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og fjölskylduvæna skattastefnu. Þar verður samvinna skóla, íþróttafé- lags og æskulýðsstarfs að vera í öndvegi. Þá vil ég geta tryggt eldri borgurum á Seltjarnarnesi þá þjón- ustu sem best er hverju sinni. Í störfum mínum sem kennari, lögreglumaður og ráðgjafi á Íslandi og víða um Evrópu hafa hæfileikar mínir til að vinna með fólki með ólíkan bakgrunn og úr ýmsum stétt- um ætíð verið taldir sem minn aðal- styrkleiki. Þá eiginleika vil ég nýta til að leiða þann hóp bæjarfulltrúa sem kosnir verða í vor til að stjórna bæjarfélagi okkar. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum hvet ég þig til að heimsækja mig á kosningaskrifstofu mína á Austurströnd 14, þar sem áður var Litabær, en skrifstofan verður opin alla daga fram að kjördegi frá kl. 15.00. Með kærri kveðju, Bjarni Torfi Álfþórsson. Af hverju? Bjarni Torfi Álfþórsson. Kæru Seltirningar, Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjót- andi að hafa búið hér í bæjarfélaginu öll mín búskaparár, eða rúm 30 ár. Börnin mín þrjú hafa gengið í gegnum öll skólastig bæjarfélagsins frá Fögru- brekku, Sólbrekku til Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og jafnframt stundað það félags- og íþróttastarf sem í boði hafa verið, á hverjum tíma. Sjálf hef ég fylgt þeim eftir með þátttöku í foreldra- ráðum og stuðningshópum á hinum mismunandi stigum lífsgöngunar bæði í skólum og í íþróttafélaginu. Eiginmað- ur minn Stefán Örn Stefánsson er einn af stofnendum Gróttu og hefur æft og keppt í öllum flokkum knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Ásamt því að ég hef unnið á bæjarskrifstofum Seltjarnarnes á þriðja ár og tel ég mig því þekkja innviði bæjarfélagsins mjög vel. Seltjarnarnes hefur allar þær for- sendur, til að skara framúr meðal íslenskra bæjar- og sveitarfélaga, hvort sem er í málefnum aldraðra, skólamál- um, menningarmálum eða íþrótta- og æskulýðsmálum. Með festu og mark- vissri fjármálastjórn er hægt að halda álögum í lágmarki en um leið hækka þjónustustigið við íbúa bæjarfélags- ins. Það var oft rætt hjá okkur hjónum áður fyrr, að ef við þyrftum að flytja af Nesinu yrði það ekki fyrr en börnin lykju skólaskyldu, því hér töldum við okkur fá besta hugsanlega skólaum- hverfið og eitt það fjölskylduvænasta samfélag sem til væri hér á landi. Síð- an hafa framfarir orðið miklar og enn er hægt að gera betur. Seltjarnarnes er ólíkt flestum bæj- ar- og sveitarfélögum hvað varðar landrými og legu að fyrirséð var fyrir löngu að ekki væri hægt að mæta þeim þörfum bæjarfélagsins til langframa að bæta við íbúðabyggð. Hefur sérstaða Seltjarnarness um varðveislu útivistar- svæða og sem einstök náttúruperla með fjölbreytt fuglalíf og annað náttúru- far gert þetta samfélag einstakt meðal íslenskra bæjarsamfélaga. Bæjaryfir- völd og stoltir íbúar hafa á öllum stund- um hreykt sér af sérstöðunni, þar sem umhverfi og útsýni eru aðalsmerki sem djúp sátt hefur ríkt um. Undan- farna áratugi hafa framangreind ein- kenni bæjarfélagsins styrkst eftir því sem íbúum hefur fjölgað og átt þátt í því að gera þetta samfélag eitt það eftir- sóttasta á landinu, þar sem íbúðaverð er töluvert hærra en gerist almennt annars staðar. Sjá sumir fyrir sér þá þróun hér sem átt hefur sér stað víða erlendis, að ákveðin hverfi eða bæjar- félög nálægt stórborgum hafa öðlast eftirsóttan sess sem skapast hafa, út frá bæði landfræðilegum, félagslegum og ofannefndum umhverfisforsendum og gert þau eftirsótt. Nálægðin við Reykjavík og sú stað- reynd að hlutfall þeirra íbúa sem starfa innan bæjarfélagsins er með því lægsta sem þekkist hér á landi styrk- ir ofannefnda skoðun. Ennfremur er ljóst að skatttekjur á hvern íbúa eru óvíða hærri en hér, þótt skattstofnar séu ekki nýttir til fulls. Seltjarnarnes- bær stendur því mjög vel fjárhagslega og félagslega með tillliti til annara bæj- ar- og sveitarfélaga. Með framboði mínu í 5.sæti próf- kjörslistans, sem við sjálfstæðismenn lítum á sem baráttusæti í komandi kosningum, vil ég stuðla að áframhald- andi framþróun bæjarfélagsins. Ein- kunnarorð mín í lífinu hafa ávallt ver- ið þau að „það er alltaf hægt að gera betur”. Við verðum að standa vörð um þau gildi sem skapað hafa það umhverfis- og fjöl- skylduvæna sam- félag sem Seltjarn- arnes er. Ég mun beita mér að alefli við að hafa þau gildi í heiðri. Ég vil búa í fjölskyldu- vænu bæjarfélagi með metnaði í mál- efnum aldraðra, framsæknum skóla og öflugu íþrótta- og menningarlífi, en umframt allt með virðingu fyrir þeirri náttúruperlu sem almættið hefur gefið okkur. Skipulagsmál hafa verið átakamál á núverandi kjörtímabili og er það skiljanlegt því þau eru einstaklega vandmeðfarin í bæjarfélagi með svo takmarkað landrými sem Seltjarnarnes hefur. Taka verður tillit til ofannefndra umhverfisáhrifa og þess að skylda bæj- aryfirvalda hlýtur ávallt vera meiri við núverandi íbúa umfram nýrra á kostn- að umhverfis. Ég býð krafta mína fram, til að efla enn frekar það einstaka bæjarfélag, sem svo margir dugnaðarforkar á liðn- um árum hafa komið að, að gera að eft- irsóttasta bæjarfélagi landsins. Oddný Rósa Halldórsdóttir Oddný Rósa Halldórsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti Oddný Rósa Halldórsdóttir. Messur í Seltjarnarneskirkju 29. janúar Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Kam- merkór Seltjarnarneskirkju. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdótt- ir. Sunnudagaskóli á sama tíma. 5. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Seltjarnarneskirkju syng- ur undir stjórn Vieru Manasek. Org- anisti Pavel Manasek. Söngur, leikrit, fræðsla. Sr. Arna Grétarsdóttir og leiðtogar barnastarfsins. 12. febrúar Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarn- arneskirkju. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskóli á sama tíma. 19. febrúar Messa kl. 11. Konudagurinn. Konur úr kvenfélagi Seltjarnarness aðstoða við helgihaldið. Konur úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða messusvör og sálmasöng. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdótt- ir. Sunnudagaskóli á sama tíma. 26. febrúar Guðsþjónusta kl. 11. Kammer-kór Seltjarnarneskirkju. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helga- son. Sunnudagaskóli á sama tíma. 5. mars Léttmessa kl. 11. Æskulýðsdag- urinn. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Líf og fjör með rafmagn- aðri tónlist fyrir alla aldurshópa. Nánar auglýst síðar. Sr. Arna Grétars- dóttir. Verið hjartanlega Velkomin í kirkjuna www.seltjarnarneskirkja.is

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.