Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 11
Laugardaginn 4. febrúar n.k. fer fram
prófkjör Sjálfstæðismanna á Seltjarnar-
nesi fyrir komandi sveitastjórnarkosning-
ar. Í kosningunum 2002 var ég í 7. sæti og
hef verið formaður menningarnefndar
og varabæjarfulltrúi frá síðustu kosning-
um. Þessi ár hafa bæði verið skemmtileg
og lærdómsrík enda er ég stolt af starfi
menningarnefndar síðustu fjögur ár. Til
að fá sterkari stöðu til góðra verka stefni
nú ég á 2. sæti listans. Hér á eftir mun ég
gera grein fyrir helstu áherslum mínum á
nýju kjörtímabili.
Tómstundahús á Seltjarnarnes,
áframhaldandi efling bæjarbragsins og
miðbæjarkjarnans á Eiðistorgi
Í júní síðastliðnum sótti ég vinabæj-
armót í Lieto í Finnlandi. Fundirnir fóru
fram í ráðhúsi bæjarins og heillaðist ég
af þeirri starfssemi sem þar fer fram. Ráð-
húsið samanstóð af öllum skrifstofum
bæjarins, bókasafni, náttúrugripasafni,
sýningarsal, unglingastarfi, starfi eldri
borgara, foreldrastarfi o.fl. Á jarðhæð
hússins var matsalur þar sem starfsmenn
hússins borðuðu í matar-og kaffitím-
um en veitingasalan var jafnframt opin
gestum og gangandi. Húsið var hlýlegt,
einfalt að allri gerð en notagildi þess jafn-
framt mikið. Ekki síst hafði það mikil áhrif
bæjarbraginn sem aðalsamkomustaður
bæjarbúa.
Ég hef rætt hugmyndina að slíku húsi
við marga og fengið jákvæð viðbrögð
m.a. átti ég gefandi samtal við Margréti
forstöðumann Selsins sem gaf mér auk-
inn innblástur. Tómstundahús myndi
hýsa allt núverandi tómstundastarf ung-
linga og fleira til s.s. æfingaraðstöðu fyrir
hljómsveitir, kvikmyndaklúbba og hvers
kyns listiðkun fyrir eldri jafnt sem yngri
bæjarbúa.
Hugmyndin er hús þar sem saman
færu áðurnefndir þættir sem og öflugt
starf í líkingu við það sem unnið er í Hinu
húsinu í Reykjavík sjá www.hitthusid.
is en það er ætlað ungmennum 16-25
ára og sambærilegt við það sem unnið
er í menningarmiðstöðinni Gerðuberg
í Breiðholti sjá www.gerduberg.is auk
fjölbreytts tómstundastarfs fyrir alla
aldurshópa á vegum bæjarins sem og
einkaaðila. Húsið myndi samþætta alla
aldurshópa auk þess að hýsa skifstofur
bæjarins. Í aðalskipulagi er gert ráð fyr-
ir að suðurhorn við Nesveg og Suður-
strönd miðist við að styrkja og efla mið-
bæjarstarfssemi á Seltjarnarnesi. Þetta
svæði er 2.350 fm að stærð og þar mætti
auðveldlega koma fyrir tómstundahúsi.
Bílakjallari þyrfti að vera undir því og góð
tenging t.d. með göngubrú yfir í kjarnann
á Eiðistorgi. Hér er varpað fram hugmynd
að staðsetningu en nálægð við Eiðistorg
væri að mínu mati ekki aðeins lyftistöng
fyrir miðbæjarkjarnann heldur allt mann-
líf á Seltjarnarnesi.
Hvatapeningar til eflingar íþrótta,
æskulýðsstarfs og listrænnar þáttöku
barna frá 6-16 ára
Hið öfluga starf Gróttu er mikilvægt for-
varnar-og uppbyggingarstarf sem stór
hluti Nesbúa tekur eða hefur tekið þátt í.
Seltjarnarnesbær kemur að rekstri Gróttu
m.a. með 53 milljón króna árlegu framlagi
sem deilist á 600 unga iðkendur sem að
meirihluta eru Seltirningar. En mörg börn
kjósa að stunda aðrar íþróttir en boðið er
upp á hjá Gróttu s.s. karate,sund, dans,
tennis, skylmingar eða listnám eins og
ballett, tónlist, leiklist eða myndlist. For-
eldrar þessara barna njóta engrar niður-
greiðslna frá bænum. Til að jafnræðis sé
gætt og jafnframt valfrelsis og fjölbreytni
legg ég til að foreldrar barna á aldrinum
6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni
upphæð til að greiða niður kostnað við
íþrótta-eða menningariðkun barna sinna
og lækka þannig
bein útgjöld
fjölskyldunnar.
Upphæðin væri
hin sama hvort
sem um væri
að ræða félags-
gjöld til Gróttu
eða til annarra
íþrótta- eða menn-
ingarþáttöku. For-
eldrar myndu reiða af hendi fullt gjald en
fá síðan hluta gjaldsins endurgreiddan
gegn framvísun á kvittun. Í Garðabæ eru
hvatapeningar komnir til framkvæmda
hvað varðar íþróttaiðkun og miðast
upphæðin við 20 þúsund per.barn. Mín
tillaga gengur lengra því hún tekur einnig
til listgreina.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr
hvað varðar valfrelsi einstaklingsins og
rétt hans til að þroska hæfileika sína til
að skapa sér framtíð á eigin forsendum.
Skólarnir okkar
Nokkuð umrót hefur fylgt sameiningu
Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Ég tel
nauðsynlegt að skólinn fái tíma til að laga
sig að breyttum aðstæðum og ná fullu
jafnvægi í innra starfi. Mikilvægi góðra
skóla verður seint ofmetið. Í góðum skóla
líður nemendum og starfsfólki vel undir
styrkri forystu með skýra sýn.
Markviss kennsla í framkomu og tján-
ingu á öllum skólastigum
Eitt stefnumála minna í prófkjöri
Sjálfstæðismanna 2001 var markviss
kennsla í framsögn og tjáningu á öllum
skólastigum. Því miður hefur gengið seint
að fá þetta í gegn en þó hillir undir að
kennsla í tjáningu hefjist í Valhúsaskóla
á komandi hausti. Mér er það mikið fagn-
aðarefni en betur má ef duga skal. Örugg
framkoma,opin tjáning og markviss sjálfs-
styrking er einn helsti lykillinn að öflugu
sjálfstrausti sem skilar heilbrigðum ein-
staklingum út í lífið. Von mín er sú að
skólar Seltjarnarness verði í fararbroddi
á þessu sviði.
Eldri borgarar-virkir þáttakendur
Það er mikið fagnaðarefni að eitt
helsta baráttumál síðasta kjörtímabils,
bygging hjúkrunarheimilis, sé að verða
að veruleika. Aðstæður aldraðra sem
geta og kjósa að búa á eigin vegum eiga
einnig að vera eins góðar og völ er á. En
í eldri borgurum liggur ónýttur fjársjóður
fróðleiks og reynslu.Ég legg til að komið
verði á samstarfi milli bæjarins og eldri
borgara t.d. með hlutastarfi í skólunum,
í æskulýðsstarfi eða við sértæk verkefni.
Slíkt samstarf gæti síðan orðið öðrum að
fyrirmynd s.s. einkaaðilum og fyrirtækj-
um. Mín trú er sú að því lengur sem ein-
staklingurinn er virkur í samfélaginu því
meiri séu lífsgæði hans.
Traust fjármálastjórnun
Bæjarfélagið okkar er vel rekið. Ofan-
greindar hugmyndir geta vel orðið að
veruleika án þess að til komi skattahækk-
anir.Við eigum að vera í fararbroddi sem
vinalegt og samheldið bæjarfélag þar sem
einstaklingar á öllum aldri fá notið sín.
Sólveig Pálsdóttir.
Seltjarnarnes, líflegt samfélag!
Sólveig Pálsdóttir.
Skýrsla um varpfugla á
Seltjarnarnesi sumarið
2005
Útbreiðsla og þéttleiki varp-
fugla á Seltjarnarnesi hefur að
verið kannaður annað hvert ár
að frumkvæði Seltjarnarnesbæj-
ar. Jóhann Óli Hilmarsson fugla-
fræðingur hefur annast verkið og
skilaði nýverið af sér skýrslu fyrir
sumarið 2005.
Helstu niðurstöður hans eru
m.a. að kríuvarp er enn í aukningu
en varpið telur 4.550 pör, sem er
43% aukning frá árinu 2003 og var
fjölgunin mest í Gróttu. Afkoma
kríuunga var í slöku meðallagi
þetta árið og er ætisskorti kennt
um.
Æðarfugl er annar algengasti
varpfuglinn á Nesinu. Í Gróttu
voru taldar æðarkollur með unga
svo og æðarhreiður og fundust
15 hreiður og þar sáust 47 kollur
með unga. Talið er að þær komi
frá Álftanesi, Akurey, Engey eða
annars staðar úr nágrenninu, en
þær fara nokkuð víða í ætisleit.
Ýmsar andategundir áttu sér
bústað við Bakkatjörn og víðar
og er talið að þær hafi verið um
140 talsins. Varpafkoma anda var
fremur slök, en mófuglum virtist
vegna betur.
Margæs var mjög áberandi
þetta vorið. Hún er hér umferð-
arfugl, sem hefur hér viðkomu
á leið milli varpstöðva á Írlandi
og víðar í Vestur-Evrópu og varp-
stöðva á Íshafseyjum í Kanada.
Ýmsir aðrir fuglar eiga sér búsetu
á Seltjarnarnesi en aðrir eiga hér
stutt stopp.
Skýrsluna má sjá á vef Seltjarn-
arnesbæjar, www.seltjarnarnes.is.
f.h. umhverfisnefndar
Seltjarnarness.
Stefán Bergmann
U M H V E R F I S H O R N I Ð
NES FRÉTTIR 11
Ég hef ákveðið að gefa kost á
mér í sjötta sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæj-
arstjórnarkosningar sem fram fara
í vor. Prófkjörið fer fram 4. febrú-
ar næstkomandi.
Helstu baráttumál mín eru m.a.
uppeldis- og skólamál, skipulags-
mál, íþrótta- og tómstundamál
ásamt því að tryggja áframhald-
andi stöðugleika í rekstri bæjarfé-
lagsins. Það skiptir miklu máli að
á lista Sjálfstæðisflokksins á Nes-
inu veljist góð blanda af fólki með
þekkingu og reynslu af bæjarmál-
um og nýju fólki sem kemur með
nýjar og ferskar hugmyndir.
Ég er 38 ára gömul og hef verið
búsett á Seltjarnarnesi frá árinu
1991 að undanskildum 5 árum
sem ég var búsett í Bandaríkjun-
um. Þar lagði ég stund á nám í
ferðamálafræðum og vann við
þjónustustörf. Í vor lík ég BS. prófi
í viðskiptafræði
við Háskóla
Íslands með
áherslu á
stjórnun. Ég
hef unnið við
ýmis skrifstofu-
störf þar af
lengst hjá Flug-
félaginu Atlanta
sem skrifstofu-
stjóri. Síðustu 6 ár hef ég starfað
í foreldrafélagi Sólbrekku og hef
m.a. verið gjaldkeri og formaður.
Ég er gift Birgi Thoroddsen,
verkfræðingi og við eigum tvö
börn, Björk 9 ára og Arnar 5 ára.
Ég hef áhuga á að starfa í þágu
Seltirninga og óska eftir stuðningi
þínum.
Bestu kveðjur,
Helga Jónsdóttir
Kæru Seltirningar
Helga
Jónsdóttir.