Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 17

Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 17
Framundan er prófkjör Sjálfstæð- ismanna sem fer fram þann 4. febr- úar næstkomandi. Bæjarstjórnar- kosningarnar í vor munu snúast um framtíð Seltjarnarness. Framtíðarsýn mín er að Seltjarnar- nes verði áfram eftirsóknarvert og fjölskylduvænt bæjarfélag, hreint, lifandi og öll þjónusta verði í háum gæðaflokki. Við erum í harðri sam- keppni við önnur bæjarfélög um hylli íbúanna því að Seltirningar gera auknar kröfur um meiri þjón- ustu og við verðum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að búsetuskilyrði og þjónusta séu með því allra besta. Seltjarnarnesbær er ríkt og vel rekið bæjarfélag og skatt- ar eru með þeim allra lægstu á land- inu. Seltjarnarnes er þjónustufyrir- tæki sem á að hafa hag íbúanna að leiðarljósi. Við munum ekki sætta okkur við lokanir á leikskólum. Við eigum að stuðla að því að bjóða starfsmönnum okkar góð kjör og koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. Seltjarnarnes á að vera leiðandi bæj- arfélag hvort sem það er þjónusta við íbúanna eða kjör starfsmanna bæjarins. Mín helstu áherslumál og fram- tíðarsýn eru áframhaldandi styrk fjármálastjórn þar sem sköttum er haldið í lágmarki. Halda áfram að gera góða skóla enn betri og fylgja eftir metnaðarfullum endurbótum sem þegar eru hafnar á skólamann- virkjum bæjarins, setja markið hátt í menntun barnanna okkar, auka fjölbreytni og frelsi í menntamálum því þarfir barnanna okkar eru ekki alltaf þær sömu, bæta skólalóðirnar og gera þær meira aðlaðandi, leita betri úrræða á félagsaðstöðu ung- linga. Viðhalda áfram góðri samvinnu milli íþróttafélagsins, skólanna og æskulýðsstarfs. Koma á hvata- styrkjum 6 - 16 ára barna til efling- ar íþrótta- og æskulýðsmála, bæta opin leiksvæði, stuðla að því að laða meira af fjölskyldufólki til bæj- arfélagsins. Í skipulagsmálum, finna heild- stæða lausn á umferðarmannvirkj- um í kringum skólana og Hrólfskála- mel til að að draga úr umferðar- hnútum og auka öryggi gangandi vegfarenda. Mitt leiðarljós í skipu- lagsmálum verður, vandað og sam- ræmt skipulag, falleg byggingarlist, skynsamleg landnýting, gott íbúð- arhverfi, með umhverfissjónarmið í huga, nýting sérkenna þannig að umhverfisgæði skapist, umferðar- öryggi; skipu- lag miðist við að skapa skjól og mannvænt umhverfi í góð- um tengslum við göngustíganet og útisvæði. Ég vil efla mið- bæjarkjarnann í kringum Eiðis- torg. Fyrir aldraða vil ég kanna þjón- ustuþarfir þeirra og húsnæðisþörf, mynda öryggisnet og bjóða þeim upp á aukna valmöguleika. Ég vil einnig bæta aðgengi hreyfihamlaðra þannig að þeir geti farið um bæinn hindrunarlaust. Ég vil halda áfram að efla bæjar- braginn og auðga menningarlíf okk- ar Seltirninga til að við getum átt fleiri góðar stundir saman. Ég hef setið í skólanefnd frá árinu 2002 og er jafnframt varabæjarfull- trúi. Ég er einnig virkur í íþrótta- og æskulýðsmálum og hefur setið í stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu frá árinu 2002. Lárus B. Lárusson Höfundur býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins NES FRÉTTIR 17 Kæri Seltirningur Lárus B. Lárusson Nú þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar og verður hún kynnt á vordögum og send út til allra bæjarbúa. En hvað er fjölskyldustefna? Með fjölskyldustefnu er lagður grunnur að því hvernig best verði búið að fjölskyldum á Seltjarnar- nesi. Fjölskyldustefnunni er ætlað að hafa áhrif á umgjörð og velferð fjölskyldna, stuðla að minna álagi á fjölskyldur og er ætlað að hafa forvarnaráhrif og áhrif á lífsgæði. Í fjölskyldustefnunni er tekið á hinum ýmsu málaflokkum svo sem dagvist barna, skólum þ.m.t. leik- skólum, grunnskólum og tónlistar- skóla, málefnum aldraðra, íþrótta - og tómstundastarfi, heilsugæslu, forvörnum og fræðslu, menningu, fjölmenningu, safnaðarstarfi, úti- vist og umhverfi, jafnréttismálum, skipulagsmálum og húsnæðismál- um svo fátt eitt sé talið eða í stuttu máli öllu sem viðkemur daglegu lífi okkar hér í bæjarfélaginu. Mig langar að taka fyrir sérstak- lega eina grein í fjölskyldustefn- unni undir málaflokknum íþróttir og tómstundir en hún hljóðar svo: • Allir hafi sama rétt, fái sam- bærilegt viðmót og njóti sömu hvatningar til að taka þátt í því sem í boði er. Gæta skal sérstak- lega að börnum og unglingum sem standa illa félagslega og/eða fjár- hagslega. Eins og sýnt hefur verið fram á með könnunum og rannsóknum hefur það mikið forvarnargildi að börn og unglingar eigi sér einhver áhugamál hvort sem er í íþrótt- um, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum. Sýnt hefur ver- ið fram á það styrki sjálfs- traust þeirra, hafi jákvæð áhrif á félags- færni og haldi þeim þannig frá vímuefnum. Seltjarnarnes- bær hefur haft það sem keppikefli að allir eigi möguleika á að taka þátt í íþrótta og tómstundastarfi sem hluti af forvörnum og því hef- ur félagsmálaráð m.a. lagt áherslu á að styðja við þær fjölskyldur sem ekki hafa haft tök á að fjár- magna íþróttir og tómstundir barna og unglinga sinna. Hægt er að sækja um styrki vegna þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tóm- stundastarfi vegna fjárhagslegra aðstæðna til ráðsins. Sömuleiðis hefur verið mikið og gott samstarf milli félagsmála- ráðs og Selsins vegna leikja - og ævintýranámskeiða og annarra námskeiða fyrir þau börn og ung- linga sem þurfa sérstaka aðstoð til að geta tekið þátt hvort sem það er sérstakur aðstoðarmaður sem þarf til eða eitthvað annað. Með því móti er öllum gert kleift að vera með. Þetta er eingöngu einn af mörg- um jákvæðum punktum sem tekið er á í fjölskyldustefnu Seltjarnar- ness. Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður Félagsmálaráðs Seltjarnarness Íþróttir og tómstundir fyrir alla - Fjölskyldu- stefna Seltjarnarness Sigrún Edda Jónsdóttir Prófkjör Sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi 4. febrúar nk. Prófkjör okkar eru þekkt fyrir góða þátttöku þar sem stór hluti Seltirninga hef- ur áhrif á hverjir veljast til forystu á Seltjarnarnesi næstu 4 árin. Að loknu prófkjöri eru Sjálfstæðismenn þekktir fyrir að taka höndum saman og fylgja góðri þátttöku eftir til sig- urs í bæjarstjórnarkosningum með samstilltu átaki, skýrri stefnumörk- un og dyggum stuðningi bæjarbúa. Svona hefur þetta verið lengur en elstu menn muna. Bjarni Torfi Álfþórsson býður sig nú fram til forystu. Bjarni Torfi er innfæddur Seltirningur, vel þekktur af margvíslegum störfum sem hann hefur gegnt hér í bæ. Áhugasamur og vel liðinn kennari, áhrifaríkur leiðbeinandi í forvörnum, farar- stjóri ungra íþróttamanna á erlendri grund og farsæll formaður Gróttu. Er þá fátt eitt talið. Kynni mín af Bjarna Torfa fullvissa mig að hon- um er best treystandi til að tryggja Seltirningum áfram búsetugæði umfram önnur bæjarfélög. Það sem helst einkennir Bjarna Torfa er ; • Félagsvera með góða nærveru sem ósjálfrátt laðar að sér unga jafnt sem aldna. • Grasrótarmaður með meðfædd- an skilning á mikilvægi virkrar þátt- töku íbúanna í eigin umhverfi. • Mannþekkjari og góður hlust- andi þegar taka þarf vandasamar ákvarðanir en fylgir málum vel og einarðlega eftir þegar niðurstaða er fengin. • Tilfinningamaður sem lætur sér einstaklinginn varða og gefur sig á tal við hann. • Hvetjandi og nær að virkja fólk til átaka að settu marki. • Upphefst ekki af verkum sínum heldur leyfir samstarfsfólki sínu að njóta sannmælis. Bjarni Torfi Álfþórsson er leiðtog- inn sem Seltirningar þarfnast. Leið- togahæfileikar hans tryggja best áframhaldandi stjórn Sjálfstæðis- manna á Nesinu með uppbyggingu og sókn til framtíðar. Bjarni Torfi - einn af okkur - eftir Ásgeir Guðmund Bjarnason

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.