Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 1

Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 1
Bæjarstjórn hefur samþykkt til- lögu meirihlutans um að stefnt verði að byggingu um 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi ásamt því að auka þjónustu við aldraða í heimahúsum. Tillagan sem samþykkt var samhljóða felur í sér að leitað verði eftir samningi við heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti um heilbrigðisþjónustu bæði í hjúkrunarrýmum og í heimahús- um samfara aukinni heimaþjón- ustu og samningi við félagsmála- ráðuneyti í samræmi við lög um málefni aldraðra. Fimm manna hópur undir forystu bæjarstjóra hefur verið skipaður til að vinna að málinu en í honum eru þrír fulltrúar tilnefndir af meiri- hluta og tveir af minnihluta. Ástæður þessarar áherslubreyt- ingar eru þær að framkvæmd þrí- hliða samkomulags heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Reykja- víkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um að reisa í samstarfi hjúkrunar- heimili á svokallaðri Lýsislóð við Grandaveg í Reykjavík hefur gengið of hægt að mati bæjaryfirvalda auk þess sem möguleiki hefur nýverið opnast fyrir sveitarfélög á borð við Seltjarnarnes á að reisa smærri hjúkrunarheimili sem ætlað er að koma til móts við staðbundna þörf fyrir hjúkrunarrými. Bæjar- stjóri segir að ljóst sé að bygging smærra hjúkrunarheimils innan bæjarmarka sem unnt sé að sníða að þörfum bæjarfélagsins geti ein- faldað skipulag og framkvæmd verk- efnisins og með því aukið líkur á að þessari mikilvægu þjónustu verði komið á fljótt og vel. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 561 1594MARS 2008 • 3. TBL. • 21. ÁRG. Bæjarstjórn vill hjúkrunarheimili Gæsir og álftir að spóka sig í fallega vetrarveðrinu við Bakkatjörn á dögunum. ���������������������������

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.