Nesfréttir - 01.03.2008, Síða 5

Nesfréttir - 01.03.2008, Síða 5
NES FRÉTTIR 5 Auglýsingasími 511 1188 OPNUNARTÍMI YFIR PÁSKANA Skírdag 20. mars kl. 8 - 16 Föstud. langi 21. mars Lokað Laugard. 22. mars kl. 8 - 16 Páskadag 23. mars Lokað Annar í páskum 24. mars kl. 8 - 16 Austurströnd 14 • Sími 561 1433 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 K a u p t u b r a u ð i ð h j á b a k a r a n u m Berið saman verð og gæði. bætandi samfélagi. Kvenfélagið Seltjörn er aðili að Kvenfélagasam- bandi Gullbringu- og Kjósarsýslu sem og að Kvenfélagasambandi Íslands, sem eru stærstu félags- samtök kvenna á Íslandi. Í tilefni afmælisins hefur félagið gefið út uppskriftarbókina „Taktu áhættu! Ástardrykkur, Gróttu-unaður og fleiri leyndarmál eldhússins” þar sem finna má margar góðar, hand- hægar og spennandi uppskriftir sem auðvelt er að fylgja. Bókin kostar kr. 2000 og er seld í síma 8621819 hjá Rannveigu Ívarsdótt- ur og síma 8612343 hjá Kristínu B. Kristinsdóttur. Hátíðarhófið 3. apríl Á afmælisárinu tekur kvenfélagið þátt í ýmsum atburðum. Á afmæl- isdeginum þann 3. apríl verður haldinn hátíðarkvöldverður í Félags- heimili Seltjarnarness þar sem all- ar konur á Seltjarnarnesi eru vel- komnar. Hófið hefst með fordrykk kl.17. Matur hefst kl.19:30. Hressileg skemmtiatriði verða í hófinu. Skrán- ing í hátíðarhófið fer fram í síma 6909201 hjá Eddu Margréti Jens- dóttur og í síma 8621819 hjá Rann- veigu Ívarsdóttur fyrir 26. mars og vonast kvenfélagskonur eftir góðri mætingu. Rjúkandi vöfflukaffi í Gróttu 20. apríl Þann 20. apríl er Gróttudagurinn, en þá sjá kvenfélagskonur um kaffi- og vöfflusölu milli kl.12:00-15:30 fyr- ir unga sem aldna í Fræðasetrinu í Gróttu. Skora kvenfélagskonur á alla þá Seltirninga og aðra íbúa höf- uðborgarsvæðisins sem vilja hreyfa sig í fögru umhverfi, að leggja leið sína út í Gróttu þann 20. apríl, taka röska fjörugöngu og fá sér rjóma- vöfflurog rjúkandi kaffi í leiðinni. Bent skal á að Gróttuvitinn verður opinn þ.a. gott tækifæri gefst til að skoða nesið í nýju ljósi úr vitanum. Kvenfélagið er opið fyrir nýjum félögum sem vilja láta gott af sér leiða. Hægt er að gerast aðili að Kvenfélaginu Seltjörn með því að hafa samband við formann félags- ins, Eddu Margréti Jensdóttur. Stjórn Hitaveitu Seltjarnar- nesbæjar lætur nú kanna mögu- leika til raforkuframleiðslu þar sem umfram vatn Hitaveitunnar er nýtt með svokallaðri Kalina- tækni. Stjórnin fékk VGK-hönnun til að gera úttekt á möguleikum á raforkuframleiðslu. Niðurstaða hennar er að mögulegt er að nýta umfram vatn Hitaveitunnar á allt að 1600 kw á ári en það jafngild- ir um hálfri rafmagnsnotkun Seltirninga. Verkefnið er á frumstigi en rann- sóknin sýnir að stofnkostnaður við svokallað „Kalina-orkuver” er um 300 milljónir króna. Markmið veitustjórnar með athuguninni er tvíþætt: Í fyrsta lagi að vinna bet- ur úr þeirri auðlind sem heita vatn- ið er og í annan stað að auka bæði þjónustu og verðmæti Hitaveitunn- ar. Niðurstaða liggur ekki fyrir en ganga þarf úr skugga um stofn- og rekstrarkostnað orkuversins og aðgæta hvort borholurnar standi undir aukinni dælingu sem verður óhjákvæmileg ef til kemur. Tæknin, í orkuveri sem þessu, nefnist Kalina-tækni og er nefnd eftir rússnesk-amerískum vísinda- manni. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Norðurþings, sem hefur starfrækt Kalina-orkuver frá árinu 2000, byggist hún á því að vatn, 120 gráða heitt í tilfelli Sel- tjarnarness, er notað til að hita upp lokað hringrásarkerfi um leið og það er kælt niður í 80 gráður fyrir dreifingu og úrverður breyti- leg blanda vatns og ammóníaks sem hefur mjög lágt suðumark. Við hitnun verður því til háþrýst gufa sem er notuð til að knýja túrbínu sem snýr rafal. Raforkuframleiðsla á Seltjarnarnesi

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.