Nesfréttir - 01.03.2008, Qupperneq 13
Íbúasamtök um lágreista byggð
í Bygggörðum austan Gróttu á Sel-
tjarnarnesi hafa sent aðilum, sem
standa að byggingu nýs Lækninga-
minjasafns á safnasvæðinu við Nes-
stofu, bréf til þess að vekja athygli
á því að ekki sé gert ráð fyrir
aðkomu að safninu í deiliskipu-
lagstillögum sem fram hafa kom-
ið, heldur sé landrými sem átti að
fara undir veg að safnasvæðinu
gert að byggingarlandi.
Í bréfinu segir m.a „Athygli er vak-
in á því að svo virðist sem útfærsla
á aðkomu að safnasvæðinu í Nesi
hafi orðið útundan í þeirri vinnu
að deiliskipulagi fyrir vestursvæði
Seltjarnarness sem nú stendur yfir.
Annars vegar er átt við deiliskipu-
lag fyrir nýja íbúðarbyggð við Bygg-
garða norður af Nesstofu og hins
vegar við breytingu á deiliskipulagi
sjálfs safnasvæðisins.”
„Á 443. fundi bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness 23. október 1996 var
samþykkt deiliskipulagstillaga sem
gerir ráð fyrir aðkomugötu að safna-
svæðinu er liggi frá Norðurströnd
samhliða Sefgörðum og í aðalskipu-
lagi bæjarins kemur fram að hin
fyrirhugaða nýja vegtenging verði
útfærð í deiliskipulagi. Nú ber hins
vegar svo við að í öllum deiliskipu-
lagstillögum fyrir hina nýju íbúðar-
byggð við Bygggarða, sem lagðar
hafa verið fram eða kynntar, er gert
ráð fyrir nýbyggingum alveg upp að
Sefgörðum og hvergi er gert ráð fyr-
ir aðkomu að safnasvæðinu í Nesi.”
Samtökin telja að skipulags- og
mannvirkjanefnd Seltjarnarness
eigi að hafa forgöngu um útfærslu á
nýrri vegtengingu frá Norðurströnd
að safnasvæðinu við Nesstofu.
Bréfið var sent bæjarstjóra Sel-
tjarnarness, menntamálaráðherra,
fjármálastjóra Þjóðminjasafns
Íslands, formanni Læknafélags
Reykjavíkur og formanni Læknafé-
lags Íslands.
NES FRÉTTIR 13
2x25
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur
Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri
Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
VETRARDEKK
NEGLANLEG
ÚTSALA
HEILSÁRSDEKK
Dekk Stærð Áður Tilboð
NordMaster ST 13" 175/70R 13 5.990,- 3.990,-
NordMaster ST-310 14" 185/65R 14 6.900,- 4.900,-
NordMaster ST 15" 195/65R 15 7.990,- 5.990,-
NordMaster ST 15" 205/65R15 8.600,- 7.600.-
NordMaster ST 15" 205/70R 15 8.900,- 7.900,-
NordMaster ST-310 16" 205/55R 16 9.990,- 8.900,-
Ath! takmarkað magn
Frá Íbúasamtökum um lágreista byggð í Bygggörðum:
Aðkoma að
safnasvæðinu hefur
orðið útundan
Á aðalfundi Samfylkingarinnar
á Seltjarnarnesi, sem haldinn var
nýlega, var eftirfarandi ályktun
samþykkt:
Aðalfundur Samfylkingarinnar
á Seltjarnarnesi lýsir ánægju sinni
með þá stefnubreytingu sem orð-
ið hefur hjá sjálfstæðismönnum í
bæjarstjórn Seltjarnarness í málefn-
um hjúkrunarheimilis fyrir aldraða
bæjarbúa en þeir hafa nú tekið upp
það gamla baráttumál Neslistans
að reist verði 30 rýma hjúkrunar-
heimili í bænum. Þessi stefnubreyt-
ing meirihlutans í bæjarstjórn Sel-
tjarnarness er mikið fagnaðarefni
þar sem aldraðir sjá nú fram á að
geta dvalið á heimilislegu hjúkr-
unarheimili í sinni heimabyggð ef
heilsan brestur að einhverju leyti.
Á fundinum sem var vel sóttur
voru auk venjulegra aðalfundar-
starfa umræður um stjórnmál.
Sérstakur gestur fundarins var
Gunnar Svavarsson alþingismaður
og formaður fjárlaganefndar Alþing-
is. Gunnar ræddi um stjórnmál
og stjórnmálastarf í sveitarfélögum
og var góður rómur gerður að máli
hans.
Á fundinum lét Stefán Bergmann
af störfum formanns félagsins og í
stað hans var kjörin Sonja B. Jóns-
dóttir. Aðrir í stjórn eru: Gísli Svend-
sen, Reynir Jóhannesson, Stefán
Bergmann og Sunneva Hafsteins-
dóttir. Til vara: Jakob Þór Einarsson
og Sigrún Benediktsdóttir.
Nánari upplýsingar: Sonja B. Jóns-
dóttir símar 562-1665 og 696-8200
Aðalfundur
Samfylkingarinnar
á Seltjarnarnesi