Nesfréttir - 01.03.2008, Page 14

Nesfréttir - 01.03.2008, Page 14
14 NES FRÉTTIR G R Ó T T U S Í Ð A N www.grottasport. is Úrslitakeppnin á Íslandsmótinu innanhúss í fimmta flokki fór fram á Seltjarnarnesinu í dag. Grótta átti lið í úrslitunum og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og komust í úrslitaleikinn eftir góðan sigur á Keflavík í undanúrslitunum. En Breiðablik reyndist of stór biti fyr- ir Gróttustrákana í dag og urðu Íslandsmeistarar eftir 2 - 0 sigur á okkar mönnum. Grótta hóf leikinn í dag gegn sterku liði Leifturs frá Ólafsfirði. Spilað er skv. nýjum „futsal” regl- um og því verða leikirnir ekki mikl- ir markaleikir en nóg er af færum. Bessi Jóhannsson skoraði eina mark Gróttu í síðari hálfleiknum eft- ir frábæra sendingu frá Jóni Ívani markmanni. Því næst var spilað við sameiginlegt lið Vestfjarða en Bessi Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Gróttu eftir að Vestfirðingarnir höfðu jafnað leikinn. Með þessum sigri voru strákarnir búnir að tryggja sig í undanúrslitin og því skipti leikurinn við KR ekki öllu máli en þó meira máli fyrir KR- ingana. KR-ingarnir skoruðu eitt mark og urðu því í öðru sæti í riðl- inum og komust í undanúrslitin. Í fyrri undanúrslitaleiknum lék Grótta við Keflavík og enn var það Bessi sem að skoraði, en hann sett´ann í vinkilinn beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Það nægði og strákarn- ir voru því komnir í úrslitaleikinn gegn Breiðabliki sem að sigraði KR nokkuð örugglega. Í úrslitaleiknum var það ljóst að Grótta ætlaði ekki að gefa neitt eftir en Breiðablik hefur verið einkar sigursælt félag í yngri flokkum á síðastliðnum árum og því sigurstranglegri. Hart var barist og varist í fyrri hálfleiknum og fengur Blikarnir lítinn tíma á boltanum. Í þeim síðari fór leikurinn að opnast og fengu Gróttustrákarnir gott færi til að komast yfir en í næstu sókn skoruðu Blikarnir eftir glæsilegt samspil sem endaði með marki. Eft- ir þetta var allt reynt til að jafna en Blikarnir skoruðu öðru sinni og þar með var vindurinn úr Gróttuliðinu. 2 - 0 og silfrið því staðreynd. Það voru þreyttir en stoltir Gróttu- strákar sem fóru heim eftir langan og erfiðan dag. Þeir lögðu sig alla fram og lögðu sig fram hvor fyrir annan. Þeir sem að spiluðu í dag voru eftirtaldir: Jón Ívan, Bjarni R., Bjarna B., Pétur Steinn, Victor, Bessi J., Theódór, Arnar Þór, Davíð Fannar, Sigurður E., Arnór og Ólafur Baldvin. Þjálfarar strákanna eru þeir Ásmund- ur Haraldsson, Orri Axelsson og Magnús Helgason. En það er ekki hægt að loka þessu án þess að minnast á foreldrarana í 5. flokknum sem að lögðu töluvert á sig í dag til þess að láta þetta allt ganga upp. Allt frá því að baka kök- ur, standa vaktina í sjoppunni og afgreiða gos og samlokur í það að sjá um mótsstjórn, skrá úrslit og sjá um aðkomuliðin. Frábært framlag og öll umgjörð mótins var félaginu og foreldrum til mikils sóma. Efri röð frá vinstri: Ásmundur Haraldsson þjálfari, Bjarni Rögnvalds- son, Bjarni Bjarnason, Bessi Jóhannsson, Arnar Helgason, Pétur Steinn Þorsteinsson, Magnús Helgason aðstoðarþjálfari, Orri Axelsson þjálf- ari. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Egilsson, Victor Teitsson, Theódór Andrésson, Ólafur Baldvin Thors, Davíð Fannar Ragnarsson, Jón Ívan Rivine, Arnór Guðjónsson. Mikið hefur verið í gangi síð- astliðnar vikur hjá Fimleikadeild Gróttu. Keppnistímabilið stendur nú sem hæst og hafa Gróttu krakk- arnir verið að vinna fjöldann allan af verðlaunum. Bikarmót í áhaldafimleikum Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram helgina 16 til 17. febrúar. Þar náðu nokkrir Gróttu krakkar að vinna sér inn keppnisrétt á Íslands- mótinu í þrepum. Þeir krakkar sem unnu sér inn keppnisréttinn hafa verið að standa sig glæsilega í vetur og eru það einungis 10 hæstu kepp- endur í hverju þrepi sem komast inn á Íslandsmót og í erfiðustu þrep- unum komast einungis sex keppend- ur að. Keppendur byrja að keppa í sjötta þrepi og vinna sig svo upp í fyrsta þrep með árunum. Á eftir þrepunum fara krakkarnir svo upp í frjálsa gráðu. Þeir Gróttu krakkar sem komust inn á Íslandsmót í þrep- um 2008 voru eftirfarandi: Í stúlkna- flokki: Aníta María Einarsdóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Eva Katrín Friðgeirsdóttir, Helga Laufey Haf- steinsdóttir, Hrafnhildur Arna Niel- sen og Hrafnhildur Sigurjónsdóttir. Í drengjaflokki drengjaflokkur: Bjarki Snær Smárason, Guðmundur Óli Ólafarson, Ingi Guðmundsson og Stefán Atli Sigtryggsson. Aníta María Íslandsmeistari í öðru þrepi Íslandsmótið fór fram laugardag- inn 1. mars og eignaðist Grótta Íslandsmeistara í öðru þrepi kvenna. Aníta María Einarsdóttir varð þriðja árið í röð Íslandsmeistari í einstak- lingskeppni stúlkna. Aníta varð fyrst Íslandsmeistari í fjórða þrepi stúlkna árið 2006 og árið 2007 varð hún Íslandsmeisari í þriðja þrepi. Í ár vann hún annað þrepið. Þessi árangur hjá Anítu er stórglæsilegur og á hún mikið hrós skilið. Það má með sanni segja að Aníta María á framtíðina fyrir sér í fimleikaheimin- um. Aðrir keppendur Gróttu stóðu sig frábærlega en helst ber að nefna þau Eddu og Bjarka en Edda Hulda lenti í öðru Sæti í keppni þriðja þrepi stúlkna og Bjarki Snær í fjórða sæti í fimmta þrepi drengja. Gr-Ármann bikarmeistarar Bikarmót í Hópfimleikum var hald- ið þann 23. febrúar síðastliðinn og Bikarmeistarar í mix-liði 2008 voru keppendur frá Gróttu og Ármanni. Liðið samanstendur af stúlkum frá Gróttu og strákum frá Ármanni. Mix- liðið Gr-Ámann eins og þau kjósa að kalla sig varð einnig Íslands og Bikarmeistarar árið 2007 og einnig höfnuðu þau í öðru sæti á Norður- landamótinu 2007 í Stokkhólmi. Það er því mikil pressa fyrir krakkana að gefa ekki titlana frá sér en þau eru án efa best í sinni grein á Íslandi. Aníta María Íslandsmeistari þriðja árið í röð Knattspyrna: 5. flokkur karla ásamt þjálfurum. Silfrið hjá fimmta flokki B1-liðið vann Svala-mótið Helgina 22. til 24. febrúar fór fram Svalamót Gróttu í fimmta flokki karla. Strákarnir stóðu sig mjög vel en Grótta sendi fimm lið til keppni. Í stuttu máli varð A-lið- ið í öðru sæti í fyrstu deild eftir mikla dramatík þar sem eingöngu munaði einu marki að þeir ynnu mótið. B1-liðið stóðu sig frábær- lega og varð í fyrsta sæti í fyrstu deild. B2-liðið varð í þriðja sæti í fyrstu deild og C1 varð í öðru sæti í annarri deild. C2 varð í fjórða sæti í fyrstu deild og C3, sem var skipað leikmönnum í sjötta flokki, varð í öðru sæti í fjórðu deild.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.