Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 5

Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 5
Seltirningar eru sérstaklega boðnir velkomnir í Bókasafnið fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17 á sýningaropnunina Frónari þar sem Sigursveinn H. Jóhannesson sýnir verk sín sem sum hver eru frá Seltjarnar- nesi. Við sama tækifæri verður formlega opnaður aðgangur að rafrænni Seltirningabók, en bókin hefur verið ófáanleg um langt skeið. Boðið verður upp á kaffi og köku. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði á dögunum blaðagrein undir yfirskriftinni Ég vil elska mitt land þar sem hann mærir föðurlandið og klikkir í lokinn út með setningunni „Ég fíla svo vel að vera Frónari“. Þessi lokaorð hittu lis- tamanninn Sigursvein H. Jóhannes- son beint í hjartastað og fékk hann Nes ­frétt ir 5 Aðeins voru um 4% öku- manna sem óku yfir löglegum ökuhraða við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgars- væðinu við Suðurströnd mið- vikudaginn 29. október sl. Þá vaktaði lögreglan umferð með hraðamyndavél á Suðurströnd gegnt Íþróttamiðstöð Seltjarnar- ness þar sem er 50 km hámarks- hraði. Vöktunin stóð yfir frá kl. 13:15 til 14:15 en tilgangur hennar var að kanna sérstak- lega með ökuhraða á þessum vegarkafla. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 101 ökutæki og var meðal- hraði þeirra 45 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð aðeins fjögur brot eða tæp 4%. Meðalhraði brotlegu var 63 km og hraðast var ekið á 71 km hraða. Samskonar mælingar fóru fram hjá lögreglunni 10. júní síðastliðinn á Norðurströnd. Þar var fylgst með ökutækjum sem var ekið Norðurströnd í austur- átt, við Fornuströnd. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 108 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema fjórum ekið á löglegum hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 72 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Aðeins 4% óku of hratt Sigursveinn opnar sýninguna „Frónari“ í Eiðisskeri leyfi rithöfundarins til að heimfæra þau upp á sýningu sína Frónari sem opnuð verður í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirn- inga í Bókasafninu, fimmtudaginn 20. nóvember. Á sýningunni eru á fjórða tug verka og þar af tæpur helmingur frá Selt- jarnarnesi.Verkin eru unnin með bland- aðri tækni, grafík, tússi og vatnslitum. Sigursveinn starfaði á árunum 1985 til 1992 við leikmyndadeild Þjóðleikhússins og var kennari við málaradeild Ljungst- edska Skolan í Linköping í Svíþjóð í lok áttunda áratugarins. Hann er kennari að mennt auk þess að hafa sótt fjölmörg námskeið hérlendis og erlendis m.a. hjá Ríkharði Valtingojer. Sigursveinn hefur haldið nokkrar sýningar á ferli sínum, en hann býr og starfar á Seltjarnarnesi. h e i l s a t i l f r a m t í ð a r Heilsuráðgjöf og heilsumælingar. Opið 10-18, virka daga - Ægisíða 121 - Sími: 551 1777 Í fallegum gjafapakkningum: Lífræn húðkrem, olíur, sjampó og fæðubótarefni. Íslenskir skartgripir, Weleda, PureLogicol, Moana. til að njóta jólanna Orka og hreysti Full búð af lífrænum og nærandi jólagjöfum Desember glaðningur fyrir viðskiptavini: Grænn orkudrykkur í boði hússins. Í EINUM GRÆNUM

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.