Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 15

Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 15
Nes ­frétt ir 15 Sími: 511 1188 Hvern vild ir þú helst hitta? Það er nú helst vinir og vandamenn sem oftast. Upp á halds vef síða? visir.is Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is­ gjöf? Nýju bókina hans Einars Kárasonar, Skálmöld. Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Leggja inní banka og hugsa málið. Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Ég vildi helst ekki vera bæjarstjóri, myndi afþakka það góða boð. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Að stunda myndlist og annað skemmtilegt eins lengi og hægt er. Hvað gerðir þú í sum ar frí inu? Ferðast um landið á húsbílnum. Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu sinni er Sigursveinn H. Jóhannesson. Hann hefur stundað málarastörf og skyld störf alla tíð auk kennarastarfa í faginu og félagsmála þegar hann var yngri. Sigursveinn hefur einnig fengist við myndlist og heldur sýningu á verkum sínu í Eiðisskeri í Bókasafni Seltjarnarnes um þessar mundir. Fullt nafn? Sigursveinn H. Jóhannesson. Fæð ing ar d. og ár? 3. jan. 1933. Starf? Málarameistari og kennari í faginu. Farartæki? Húsbíll og Toyota konunnar. Helstu kost ir? Kraftmikill og jákvæður. Eft ir læt is mat ur? Íslenskur húsmanns- kostur og þorramatur. Eftirlætis tónlist? Íslensk dægurtónlist. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Það er enginn einn heldur landsliðið í handbolta. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? Aðallega enskir og danskir sjónvarpsþættir. Besta bók sem þú hef ur les ið? Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes. Uppáhalds leikari? Arnar Jónsson. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Flestar myndir sænska leikstjórans Ingimars Bergmanns. Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Myndlist, sund, göngur og ferðalög um landið. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Það er t.d. Ásbyrgi, Hljóðaklettar og margir fleiri. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Jákvæðni. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Fótboltaveturinn hefur farið vel af stað í yngri flokkum Gróttu og hafa flestir af yngstu flokku- num nú þegar tekið þátt í vetrar hraðmótum. Stelpurnar í 5. flokki tóku nýverið þátt í Fruit-Shoot móti Fjölnis í Egilshöllinni. Grótta sendi tvö lið til leiks og stóðu stelpurnar sig mjög vel. Góður hópur hefur æft af krafti í 5. flokki í allan vetur og var ánægjulegt að sjá stelpurnar á sínu fyrsta móti á þessu tímabili. 6. flokkur kvenna tók þátt í Keflavíkur- mótinu í Bítlabænum Keflavík í lok október og sendi Grótta sömuleiðis tvö lið til leiks í það mót. Bæði lið stóðu sig vel og stelpurnar skem- mtu sér vel, en margar yngra árs stelpurnar voru að spila á sínu fyrsta fótboltamóti. Báðir flokkar eru fjölmennir og það er greinilega mikill áhugi til staðar hjá þessum framtíðar fótboltastjörnum Gróttu. Gróttustelpur í fullu fjöri Stelpurnar í 5. flokki kvenna. Stelpurnar í 6. flokki kvenna. Tilboð og fagleg tryggingaráðgjöf fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Það er mjög mikilvægt að tryggingavernd sé í takt við þarfir þínar eða þíns fyrirtækis. Hafið samband sem fyrst og ég fer yfir málin með ykkur. Þór Sigurgeirsson thor@vordur.is Sími 514 1024 | 824 1024 Við viljum kynnast þér betur! TRYGGINGAR! heitur matur í hádeginu og á kvöldin taktu meÐ borÐaÐu á staÐnum eða Alvöru matur eða

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.