Nesfréttir - 01.11.2014, Page 10

Nesfréttir - 01.11.2014, Page 10
10 Nes ­frétt ir U M H V E R F I S H O R N I Ð Garðeigendur á Seltjarnarnesi! Eigið þið stórt greni- tré sem til stendur að fella á næstunni? Ef svo er þá gæti það prýtt opið svæði á Seltjarnarnesi sem jólatré í jólamánuðinum. Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru tilbúnir að koma og fella tréð og fjarlægja það ykkur að kostnaðarlausu. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959100. Margnota innkaupapokar Seltjarnarnesbær var fyrst sveit- arfélaga til að senda bæjarbúum margnota innkaupapoka árið 2006 og síðan aftur árið 2013. Nú eru verslanir í næsta nágrenni við okkur farnar að bjóða viðskipta- vinum sínum að kaupa margnota poka og einnig að setja vörurnar í sterka, umhverfisvæna maíspoka. Maíspokarnir fást í verslunum Hag- kaupa, Krónunni og Bónus. Þeir brotna algerlega niður á 10-45 dögum við góð jarðgerðarskilyrði. Verslunin Víðir selur sterka, margnota poka. Umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til að nýta sér bæði maísinnkaupa- poka og margnota poka og með því vinna gegn þeirri umhverfisvá sem plastið er. Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mæld á Seltjarnarnesi Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð (CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2). Auk þess losna önnur efni eins og brennisteinsvetni (H2S), vetni (H2), kolmónoxíð (CO), vetnisklóríð (HCl), vetnisflúoríð (HF), og helíum (He) út í andrúmsloftið – en í minna magni. Mestu áhrif gossins á heilsu manna eru af völdum SO2. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Fólk með undirlig- gjandi astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma er viðkvæ- mara fyrir SO2 en heilbrigðir einstaklingar og fær einkenni við lægri styrk en aðrir. Viðkvæmum er ráðlagt að hafa öndunarfæralyf tiltæk. Sjálfvirkir mælar Umhverfisstofnunar mæla styrk SO2 víða um landið. Sýni þeir „góð loftgæði“ nær styrkur brennisteins- díoxíðs ekki yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra og við þær aðstæður eru yfirleitt engin áhrif á heilsufar einstaklinga. Unnt er að nálgast niðurstöður mælinganna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sjá einnig www.loftgæði.is Seltjarnarnesbær hefur fest kaup á þremur gasmælum sem verða staðsettir í Íþróttamiðstöð, Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness. Innan tíðar munu upplýsingar um loftgæði vera aðgengilegar á vef bæjarins. Stöðugar mælingar á svifryki fara fram í Reykjavík við Grensásveg og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en einnig á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði, Kópavogi og víðar á landinu. Ýmsar heimildir. F.h. umhverfisnefndar, Margrét Pálsdóttir, formaður Jólatré Þessi steinn er á bak við Valhúsaskóla. Garðar Ólafsson úrsmiður tók mynd af steininum sem er á bak við Valhúsaskóla og langar að vita hvort einhver kannast við hann eða veit um sögu hans. „Ég rakst á hann í vor. Ég var búin að sýna mörgum þennan stein en enginn kannaðist við hann. Mér dettur í hug að hann sé frá stríðsárunum. Gaman væri að vita deili á honum. Það er ekki auðvelt að finna hann, því steinninn snýr bakhliðinni í göngustíginn. Ef einhver veit deili á þessum steini og hver hafi gert myndina gæti viðkomandi snúið sér til Nesfrétta með upplýsingar.“ Hver veit deili á steininum við Valhúsaskóla? Steinninn sem Garðar myndaði að baki Valhúsaskóla. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.