Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 4
4 Nes ­frétt ir Komið hefur verið upp þremur gasmælum á Seltjarnarnesi. Þeir eru við grunnskólann, leik- skólann og íþróttamiðstöðina. Þegar veðurvaktin hjá Veðurstofu Íslands spáir gasdreifingu um höfuðborgarsvæðið verður lesið af mælunum með jöfnu millibili og niðurstöður færðar inn á heima- síðu Umhverfisstofnunar, en hægt er að komast inn á þá síðu frá heimasíðunni seltjarnarnes.is Á undanförnum vikum hafa stjórnendur og fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarness sótt fundi hjá Almannavarnane- fnd höfuðborgarsvæðisins þar sem farið hefur verið yfir við- bragðsáætlanir vegna jarðhræringa við Bárðarbungu, eldgossins í Hol- urhauni og gasdreifingar. Einnig hefur almannavarnanefnd kynnt sömu fulltrúum nýjar niðurstöður um hættumat á höfuðborgars- væðinu. Það er von bæjaryfirvalda að með þessu móti getir íbúar á Seltjarnarnesi áttað sig betur á loftgæðum í sinni heimabyggð en Umhverfisstofnun hefur gefið út töflu sem tekur á áhrifum gasmen- gunar á heilsufar fólks sem finna má uts.is. Samkvæmt henni er börnum og viðkvæmum ráðlagt að forðast áreynslu utandyra þegar magn brennisteinstvíildis (SO2) mælist yfir 600 míkrógrömmum á rúmmetra í andrúmsloftinu. Gasmælar á Seltjarnarnesi Tíðindamenn Nesfrétta eiga oft leið um Suðurströndina og hafa á ferðum sínum veitt athygli ómenningu bifreiðaeigenda þegar kemur að því að leggja við íþróttahúsið og World Class. Á meðfylgjandi mynd er bílum lagt upp á gangstéttir, og tveir eru upp á hringtorgi. Þar fyrir utan er oft lagt fyrir framan vatnshanann sem stendur upp við World Class. Benda má á að mörg stæði eru við Tónó, Való og leikskólann sem hægt er að nota. Fólk sem er að leggja leið sína í hreyfingu og líkamsstyrkingu ætti ekki að muna um að rölta nokkra metra frá þessum bílastæðum í stað þess að troða bifreiðum hverri upp við aðra – jafnvel á stéttum sem eingöngu eru ætlaðar gangandi fólki. Ómenning getur falist í ýmsu. Líka í því hvernig fólk gengur frá ökutækjum sínum. Ómenning við íþróttahúsið Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar Þú verður að lesa Þessar! Kafbátahernaður seinni heimsstyrjaldarinnar er í hámarki og hinn þýski Günther Prien fer mikinn. Mögnuð bók úr smiðju metsöluhöfundarins Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Bráðsmellnar sögur af skemmtilegum Skagfirðingum sem koma öllum í gott skap. Mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs. Hollar og syndsamlega góðar. Viðtalsbók við hreindýraskyttur þar sem hvert ævintýrið rekur annað. Sagnameistarinn Sigurður dýralæknir fer hér á kostum og hrífur alla með sér. (((Tarfurinn frá Skalpaflóa))) Kafbátahernaður seinni heimsstyrjaldarinnar er í hámarki og hinn þýski Günther Prien fer mikinn. Mögnuð bók úr smiðju metsöluhöfundarins Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. (((Skagfirskar skemmtisögur))) Bráðsmellnar sögur af skemmtilegum Skagfirðingum sem koma öllum í gott skap. (((Biblíumatur))) Mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs. Hollar og syndsamlega góðar. (((Hreindýraskyttur))) Viðtalsbók við hreindýraskyttur þar sem hvert ævintýrið rekur annað. (((Sigurður dýralæknir 2) Sagnameistarinn Sigurður dýralæknir fer hér á kostum og hrífur alla með sér. Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is holabok.is • holar@holabok.is Á myndinni má sjá Baldur Pálsson fræðslustjóra Seltjarnarness lesa af einum gasmælanna sem teknir hafa verið í notkun Auglýsingasími 511 1188

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.