Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 22

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 22
22 Nes ­frétt ir GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 Bikarmót Kraftlyftingasam- bands Íslands fór fram á Akureyri þann 22. nóvember sl. en um var að ræða síðasta mót vetrarins í mótaröð Kraft. Fyrir mótið var Grótta í fyrsta sæti í stigakeppni liða og með glæsilegum árangri Gróttukeppenda tryggði liðið sér stigabikar ársins. Er þetta í þriðja sinn sem Grótta stendur uppi sem sigurvegari í lok árs en ekkert annað lið hefur áður náð þeim árangri. Gróttumassarnir fóru heim hlaðnir verðlaunum, með þrenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun ásamt fjölda Íslands, unglinga- og öldungameta. Tinna Rut Traustadóttir sigraði í sínum flokki (57 kg) en hún keppti í klassískum kraftlyftingum, þ.e. lyftingum án búnaðar. Hún stórbætti persónulegan árangur sinn (312,5 kg) og er án efa orðin okkar fremsti klassíski lyftari. Victor Teitsson keppti á sínu fyrsta kraftlyftingamóti og gerði sér lítið fyrir og setti 12 Íslands- met í drengjaflokki. Með þessu tryggði hann sér þátttökurétt á Íslandsmótinu í kraftlyftingum og er ljóst að stóri bróðir hans, Aron Teitsson má fara að vara sig. Lárus Arnar Sölvason sigraði í sínum flokki (83 kg). Hann sýndi mikla yfirvegun og keppnisskap í öllum sínum lyftum og endaði með samtals 555 kg. Aðrir keppendur stóðu sig með prýði, margir hverjir á sínu fyrsta kraftlyftingamóti. Það er ljóst að framtíð Gróttu er björt og verður gaman að fylgjast með árangri keppenda á komandi kraftlyftingaári. G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Grótta stigahæsta lið ársins – þriðja árið í röð! Ekkert virðist geta stöðvað Gróttu í 1. deild karla í hand- knattleik. Unnu þeir síðast Víkinga, sem eru í öðru sæti deildarinnar, á sann fær andi hátt á heimavelli, 26:24, en jafnt var í hálfleik, 13:13. Þegar þetta er skrifað er Grótta með fullt hús stiga í deildinni, nú 22 stig að loknum 11 leikjum. Víkingur er í öðru sæti fjórum stigum á eftir. Fjölnir er í þriða sæti með 15 stig. Viggó Kristjánsson átt enn einn prýðisleikinn með Gróttu. Hann skoraði átta mörk en Viggó hefur verið aðsópsmikill í síðustu leikjum liðsins. Einar Gauti Ólafsson var markahæstur hjá Víkingi með fimm mörk ásamt Agli Björgvinssyni. Mörk Gróttu: Viggó Kristjáns- son 8, Kristján Þór Karlsson 5, Aron Valur Jóhannsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Árni Benedikt Árnason 2, Þráinn Orri Jóns- son 2, Hreiðar Örn Zoega 1, Þórir Jökull Finnbogason 1. Glæsilegur sigur Gróttu á Víkingi Helgina 8. - 9. nóvember hélt Handknattleiksdeild Gróttu fyrsta mót hjá 8. flokki stúlkna og drengja í handknattleik. Það voru 450 börn sem mættu til okkar í Hertzhöllina. Björnsbakarí á Austurströnd var styrktaraðili mótsins og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Á laugardeginum byrjuðu stúlkur- nar að keppa en strákarnir mættu á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig. Gleðin skein úr andlitum keppenda og var mikið fjör í húsinu hjá okkur. Gaman var að sjá hvað margir mættu til að horfa á þessa frábæru keppendur. Sumir voru að keppa á sínu fyrsta handboltamóti. Vonandi halda þau áfram á þessari braut því framtíðin blasir við þeim. Í lokin fengu allir keppendur verðlaunapening og íspinna. Björnsbakarísmótið hjá 8. flokki stúlkna og drengja Drengir í 8. flokki Gróttu í handbolta. Stúlkur í 8. flokki Gróttu í handbolta.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.